Vikan


Vikan - 25.04.1985, Side 11

Vikan - 25.04.1985, Side 11
L Hérna hafa þeir hitann úr ,,Hérna hafa þeir hitann úr," sagði kerlingin í þjóösög- unni. Hún sagöi þetta þegar hún kom auga á bát i nausti. Hafði hún engin umsvif, sett- ist upp í bátinn og tók um hlummana. Ekki reyndi hún að hreyfa sig neitt og fraus þvi í hel þvi að úti var hörkugaddur. En liklega er óhaett að segja þetta um þessa sólfang- ara í orkuveri í Carissa Plain i Kaliforniu. Sólarorkuver þetta er hið stærsta sinnar tegundar í heiminum og nær yfir 65 hektara svæði. Hver sól- rafhlaða er um það bil 100 fer- metrar og orkuvinnslunni er stýrt með tölvu. Aflið er eitt megavatt en orkuvinnslan er eins og gefur að skilja afar breytileg eftir tima dags og veðri. Annars fannst okkur at- hyglisverðast hve sólfang- ararnir eru myndrænir. Þetta gæti verið símunstrað fata- efni. Hiö daglega brauð okkar á Vikunni er keypt i næsta húsi. Við skerum okkur ekkert úr fjöldanum, borðum samlokur. Oftast nær — en ekki alltaf. Það gerðist nefnilega um daginn að við fengum væna sendingu frá kunningja okkar. Það var hann Þórarinn Guðlaugsson i Meistaranum sem sendi okkur nokkrar flatbökur (það sem heitir upp á ítölsku „pizza") og ofn með til þess aö elda góðgætið. Bökurnar smökkuðust vel og Ijósmynd- arinn fékk að taka mynd af félögum sinum við upphaf borðhaldsins. Viö birtum hana hér með og sendum Þórarni þakkirfyrir matinn. s. 17- tbl. Vikan IX

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.