Vikan


Vikan - 25.04.1985, Síða 20

Vikan - 25.04.1985, Síða 20
Smásaga Ruth Rendell Þó leiðir okkar Digbys Ambeach hafi ekki legið saman eftir skóla var sú staðreynd að við vorum einu sinni skólafélagar nóg fyrir móður mína til að finnast hún verða að fræða mig á öllum hans gerðum. „Digby Ambeach er að fara að gifta sig,” sagði hún þegar ég kom heim úr menntaskólanum í lok fyrstu annar minnar. „Hann getur varla veriö meira en nítján ára.” „Það er enginn skaði í því að giftast ungur þegar maöur veit hug sinn. Digby hefur gengið mjög vel. Hún er aðeins eldri en hann; hún er tuttugu og eins, dóttir dómara, og ég hef heyrt að hún hafi fengið dágóöa fjárfúlgu í hendurnar á afmælinu sínu. ” „Hvemig fann hann það út?” sagði ég. „Aðstoðarmaður lög- fræðings?” „Digby er mjög myndarlegur ungur maður og mjög ALMENNI- LEGUR. Ég vona að þú hittir hann meira núna þegar þú ert kominnheim.” Ég sagði aö ég skyldi hugleiða þaö en ég var of upptekinn með myndarlegri ungri dömu til að hafa tíma aflögu fyrir Digby Ambeach. Móðir mín hélt áfram að senda mér fréttabrot um hann. Hún skrifaði trúræknislega til mín í hverri viku. Eitt af þeim bréfum, um það bil fimm árum síöar, sagði mér frá því sem hún kallaði ógæfu Digbys. Konan hans hafði drukknað meðan þau voru í báts- ferð á Norfolk Broads. Ég sendi honum samúðarbréf. Næstu jól fór ég heim yfir hátíðarnar og móðir mín sagði mér að Digby hefði fest alla peningana sem konan hans hafði Eiginkonur Digbys arfleitt hann aö, ásamt upphæðinni sem hún hafði verið líftryggö fyrir, í fasteignum. „Hann á fjögur hús núna, öll leigð út í íbúöum, og hann á hús- gagnaverslun í Chelsea.” Móðir mín beindi vonbrigðalegu augna- ráði til mín. „0, já, Digby hefur vegnað mjög vel. Hann hefur ekki sóaðtíma sínum.” Gömul vinkona mín bjó í Fulham. Ég var á leið til hennar, ók niður King’s Road, þegar ég tók eftir verslun sem var kölluð Ambeach Antiques. Hún var langt fyrir neðan World’s End og hlutimir sem voru þar til sölu virtust álíka ósundurgreinanlegir og nágrenniö. Ég fór inn og Digby kom út úr bakherberginu. Við höfðum ekki sést í sjö ár en hann kom fram við mig eins og ég væri besti vinur hans. „Velkominn til verslunar minnar, sonur sæll.” Ég átti eftir að uppgötva það að Digby kallaði alla menn „syni sæla” og allar konur „dúkkur”. „Ekki alveg í flokki á viö Sotheby’s! veit ég. Heldur samt úlfinum frá dyrunum.” „Eftir því sem mamma hefur sagt mér,” sagöi ég, „þá ert þú viðskiptaséní.” „Og eftir því sem móðir MIN segir ert þú sómamaður.” Við hlógum saman. „Ég er feginn að þú komst við hjá mér,” sagði ZO Vikan 17. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.