Vikan - 25.04.1985, Síða 29
þeirra er sóttu um gítarleikara-
stöðuna í bandinu. Hann segir að
við prufurnar hafi hinir látið það
koma skýrt fram að hljómsveitin
ætti að líta vel út, menn ættu að
vera smart og huggulegir. „Fínt,”
sagöi ég, „mér finnst gaman að
vera snyrtilegur og mála mig í
framan.” Andy var ráðinn.
En það vantaði ennþá söngvara.
Barstúlka nokkur á Rum Runner
sagði strákunum frá fyrrverandi
kærasta sínum sem var ljóðskáld
gott og stundaði um þær mundir
leiklistarnám við Birminghamhá-
skóla. Þeir buðu pilti í prufu og
það var engin smágræja sem
gaurinn sá mætti í, bleikar hlé-
barðabuxur, brúnn stuttjakki,
dökk sólgleraugu og támjóir skór.
Nick segir um þennan atburð:
„Hann sagðist heita Le Bon og ég
hugsaði: Góður guð, hann getur
ekki heitið Le Bon.” En þrátt fyrir
nafnið var Simon Le Bon ráðinn og
segir sagan að hann hafi tekið
þetta ansi létt í byrjun en hætt því
er hann sá aö hinum var full
alvara með hljómsveitina.
jran
Það er komið fram á árið 1980,
Duran Duran er fullskipuð og þeir
æfa stíft og spila á Rum Runner.
Þeim er boðið að vera upphitunar-
grúppa fyrir Hazel O’Connor og til
að fjármagna það selur Michael
Berrow húsiö sitt. Hljómleika-
ferðalagið er ekki fyrr hafið en
Duran byrjar að vekja áhuga
plötufyrirtækja, það er svo EMI
fyrirtækið sem fær Duran á samn-
ing.
I febrúar 1981 kemur út fyrsta
smáskífa Duran Duran, það er
lagið Planet Earth. Því er fylgt
eftir með hljómleikahaldi um
Bretland og nú er Duran aðalnúm-
erið. Tvö lög fylgja þar á eftir,
Careless Memories og Girls on
Film, vídeómyndir með lögunum
koma í kjölfarið og vekja þegar
nokkra athygli, sérstaklega Girls
on Film.
Fyrsta stóra platan, sem ber
nafniö Duran Duran, kemur út í
júní og enn á ný er farið í
hljómleikaferð. Að henni lokinni
fara strákarnir í stúdíóið að vinna
að næstu plötu. Henni var gefið
nafnið Rio og kom hún út í maí ’82.
Á henni eru lögin Hungry Like a
Wolf, Save a Prayer og Rio, stór-
góðar og vandaðar vídeómyndir
fylgdu að sjálfsögðu. Þær eru
teknar á Sri Lanka og Antiqua í
steikjandi sól, brakandi þurrki og
flottu umhverfi með snekkjum og
fögrum meyjum og fór þetta víst
eitthvað fyrir brjóstið á fólki í því
votviðrasama Englandi.
Nú var kominn tími til að leggja
heiminn að fótum sér, alheims-
reisa hófst í aprQ og stóð fram í
desember með litlum hléum. Þeir
léku í Ástralíu, Japan, USA,
Kanda, Svíþjóð, Noregi, Finn-
landi, Danmörku, Þýskalandi,
Hollandi, Belgíu, Frakklandi og
auðvitað í Bretlandi.
I mars 1983 kom út lagið Is
There Something I Should Know?
og fór það beinustu leið á toppinn í
Bretlandi. I sama mánuöi kemur
út vídeó með lögunum sem að
framan eru talin og þremur að
auki, Lonely in Your Nightmare,
Sirrton Le Bon, 27. október 1958. Roger
Taylor, 26. apríl 1960. John Taylor, 20.
júní 1960. Andy Taylor, 16. febrúar 1961.
Nick Rhodes, 8. júní 1962.
uran
Night Boat og The Chauffeur, en
meðan á þessu stendur eru þeir
félagar í Suður-Frakklandi og
hafa það náðugt.
I júní hefja þeir upptökur á
þriðju stóru plötunni en snúa til
Englands og halda tvenna
góðgerðarhljómleika, aðra í
Domino leikhúsinu í London, þar
sem Karl og Díana kóngafólk voru
heiðursgestir, og hina á heima-
velli Aston Villa í Birmingham.
Þá fóru drengimir til Ástralíu,
luku við plötuna og æfðu fyrir nýja
heimsreisu sem hófst í nóvember.
Um líkt leyti kom þriðja platan út
og ber hún nafnið Seven and the
Ragged Tiger, í október hafði
komið út lagið Union of the Snake
ásamt stórgóðri vídeómynd.
Myndin var mikið sýnd í
sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum
sem heitir Music TV og sýnir
eingöngu popptónlist allan sólar-
hringinn og má Duran Duran
þakka þessari stöð að miklu leyti
þær gífurlegu vinsældir sem hún
hlaut í Bandaríkjunum á þessu
hljómleikaferöalagi. Þeir í Duran
Duran voru nefnilega orðnir fræg
andlit um allt land áður en þeir
komu þangað í þetta sinn.
Smáskífa með laginu New Moon
on Monday kom út í janúar og ekki
minnkuðu vinsældirnar við það,
hvað þá þegar lagið The Reflex
birtist svo í apríl en um það leyti
lauk hljómleikaferðinni og þá
hafði Duran bókstaflega slegið í
gegn út um allan heim og ekki
fórum við íslendingar varhluta af
vinsældunum.
Nú tóku strákarnir sér verð-
skuldað frí og höfðu hljótt um sig
það sem eftir var ársins eða
þangað til hljómleikaplatan Arena
kom út og henni fylgdi lagið Wild
Boys sem var eina stúdíólagiö á
plötunni. Hvort tveggja sló hressi-
lega í gegn og styrkti hljómsveit-
ina enn betur í sessi. Einnig kom
út vídeóspóla, tekin upp á hljóm-
leikum, og var hún sýnd hér í sjón-
varpinu fyrr á þessu ári. Hún ber
nafnið Sing Blue Silver.
Þann 25. nóvember síðastliðinn
komu þeir Durandrengir svo
saman í London ásamt fleiri
frægum poppurum og sungu inn á
plötu lag til styrktar hungruðum í
Eþíópíu sem frægt er orðiö og um
var skrifað í 12. tbl. Vikunnar.
Annars voru ekki miklar fréttir
af þeim félögum fyrir utan að
Nick og Roger giftu sig á síðasta
ári, margri ungri stúlkunni til
mikillar mæðu. Lesendur
poppblaðsins Smash Hits töldu
brúðkaup Rogers merkasta
atburð síöasta árs. John og Andy
dvöldu í New York og víöar og
tóku upp plötu undir nafninu
Power Plant og verður sú plata
líklega komin út þegar þið lesið
þetta.
Með vorinu er svo væntanlegt
nýtt lag frá Duran og mun þaö
vera titillag nýju James Bond
myndarinnar sem ber heitið A
View to Kill. Stór plata er væntan-
leg með haustinu, þeir munu enn
reyna aö bæta sig, drengirnir,
hæfileikamenn og til alls vísir
enda hljómsveitin ákaflega sterk
heild og samstæð en þangað til
verða gömlu plöturnar að ylja
ykkur, það er að segja ef þið hafið
ekki þegar spilað þær í gegn.
17. tbl. Vikan 29