Vikan


Vikan - 25.04.1985, Qupperneq 31

Vikan - 25.04.1985, Qupperneq 31
Umsjón: Geir R. Andersen Ævisaga Judy Garland Mynd, byggð á samnefndri sögu, Rainbow. Framleiðandi: Peter Dunne. Leikstjóri: Jackie Cooper. Aaðalleikarar: Andrea McArdle (Judy Garland), Don Murray, Michael Parks, Rue McClanhan, Donna Pescow og sérstakur gestaleikari í myndinni er Martin Balsam. Sýningartími er99 min. isl. texti. Einkaréttur á Íslandi: JS Video Þetta er saga söngkonu sem hreif milljónir manna á ferli sinum. Þessi söngkona er Frances Gunn en fólk man eftir henni sem hinni ódauðlegu Judy Garland. Regnboginn veitir innsýn í líf Judy frá því að hún rís upp úr baráttunni sem revíusöngkona, starfsferil hennar hjá MGM — og myndin endar á aðal- hlutverki hennar í Galdrakarlinum frá Oz. Sagan hefst þegar Judy Garland er 10 ára gömul og býr ásamt fjölskyldu sinni í Kaliforníu. Móðir hennar, sem vill skapa hinum þremur dætrum sínum frægö og frama, tekur að fara meö þær í mánaðarferðir til Los Angeles en skilur fööur þeirra eftir. Þannig byrjar frami Judy og einnig — því miður — líf hennar sem var fullt af vonbrigöum og óhamingju. Myndin sýnir hin mörgu fjölskyldu- vandamál hennar sem hún þurfti að glíma við og einöngruðu hana loks frá öllum sem umgengust hana. En þrátt fyrir óhamingju sína fann Judy tímabundna lausn frá henni með söng sínum. Þaö var fyrir hana eini tjáningarmátinn til aö túlka hinar sönnu tilfinningar sínar. Þetta er mynd sem andstæðurnar túlka að verulegu leyti. Gaman og alvara. Skemmtileg er „senan” þar sem hún rabbar við strákinn sem lifir í hugarheimi sínum — aðallega með því að þykjast vera einhver fræg persóna — þessa stundina til dæmis Mickey Ronney. En mæðgurnar eru ekki alltof sam- mála þar sem þær eru á sífelldum ferðalögum vítt og breitt um landið og Judy saknar föður síns mjög. Hún veröur uppveöruð þegar hann kemur eitt sinn í heimsókn þar sem mæögurnar eru saman í söngferðalagi. En þar kemur aö Judy veröur fyrir mikilli sorg þegar faðir hennar deyr. Hún er hörö af sér og andstæða við systur sínar. Og áfram líöur tíminn. Við heyrum Judy syngja mörg þekkt lög sem hún kynnti, t.d. Stormy Weather og mörg, mörg fleiri. Flest þeirra heyrast enn og eru í fullu gildi. Leikarinn Martin Balsam leikur frændann, hinn ráðgefandi og um- hyggjusama frænda. Martin Balsam er einn þeirra sem ekki kemur nálægt öörum en góðum myndum. Somewhere, over the Rainbow... er þekktasta lagið sem Judy Garland söng. — Einhvers staðar, handan regn- bogans... hvers vegna ekki ég líka? spyr Judy í lokalagi myndinnar. — Hugljúf mynd fyrir alla f jölskylduna. Einkaréttur: JS Video. Framleiðandi: Linda Gottlieb. Handrit: Jane-Howard Hammerstein. Byggð á sögu Bette Greene. Leikstjóri: Michael Tuchner. ísl. texti. Aðalleikarar: Kristy McNichol, Bruce Davison, Esther Rolle, Michael Constantine og Barbara Barrie. í seinni heimsstyrjöldinni voru margir þýskir hermenn handteknir í Evrópu og fluttir í fangabúöir í Banda- ríkjunum. Þetta er saga um einn þess- ara hermanna, um sumar í Georgíu og um stúlku sem hann hitti. Sögusviðiö er lítið þorp í Suður- ríkjum Bandaríkjanna á stríðs- árunum. Hópur þýskra stríðsfanga á að dveljast í fangabúöum utan viö þorpið við lítinn fögnuð þorpsbúa. Patty er ung stúlka af gyðingaættum og býr hjá foreldrum sínum. Faöir hennar hefur alltaf lagt á hana mikla fæð án þess að hún skilji hvers vegna. Þegar myndin hefst standa þorps- búar á brautarstöðinni þar sem lestin með fangana þýsku á að stoppa. Fang- arnir, bláklæddir, stíga úr lestinni. Það er hrópaö á eftir þeim þar sem þeir halda af stað í varðhaldið. Einn fanganna, Anton, strýkur og felur sig í mannlausu húsi meö hjálp Patty. Herinn og FBI (bandaríska leynilögreglan) leita stöðugt stroku- fangans sem bíöur eftir tækifæri til þess aö komast í burtu. Þau Anton og Patty verða miklir mátar, enda hefur enginn sinnt henni áður sem skyldi. Strokufanginn, Anton, er um margt kyndugur náungi, en vel skyni gæddur. Hann talar góða ensku því faðir hans hafði menntast í Englandi og síðan kennt syninum. Og nú var hann kominn til Ameríku — í miðjustríðinu! Patty veröur að halda stillingu sinni þótt hún ein viti um felustaö Antons sem allirleita. Þetta er um margt óvenjuleg mynd, bæði að efni og leik. Margar myndir hafa verið gerðar um flótta og undan- komu hermanna og fanga banda- manna í heimsstyrjöldinni síðari í Evrópu. En hér er sögusviöið nýstárlegt. Fáir vita að þýskir fangar voru fluttir til Bandaríkjanna og þeir reyndu líka að flýja. . . „Ég vissi að við gætum oröið vinir,” segir Patty við fangann, Anton, sem ekki trúir aö hún hafi ekki þegar sagt yfirvöldunum frá felustað hans. Það er brugðið upp ýmsum myndum úr gyöingasamfélagi því sem Patty kemur úr og viöræður hennar við þýska fangann eru heimspekilegar á stundum. En mun vinátta þeirra veröa yfir- sterkari ímugust hennar á ódæöis- verkum nasista? Þetta er vand- meðfarið efni, en í höndum prýðilegra leikara. — Mynd fyrir alla aldurshópa. Sumar með þýska hermanninum 17. tbl. Víkan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.