Vikan - 25.04.1985, Síða 32
Cyndi Lauper fæddist í Queens-hverfinu í New York 20. júní 1953.
Hún á eldri systur og yngri bróður. Foreldrar hennar skildu þegar hún var
fimm ára og hún ólst upp hjá móður sinni sem vann hörðum höndum til
að sjá fyrir börnunum.
Eins og hjá mörgum af hennar kynslóð kviknaði tónlistaráhuginn þeg-
ar Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið. Cyndi fékk kassagítar að gjöf frá
systur sinni og fór að spila á götum úti og í skennmtigörðum og námið
fór fyrir ofan garð og neðan. Sautján ára að aldri fór Cyndi að heiman.
,,Það var kominn tími til, ég var búin að vera að pakka niður síðan ég var
fjórtán ára," segir Cyndi.
Cyndi hafði þá þegar ákveðið að verða tónlistarmaður því húsmóðir
gat hún ekki hugsað sér að verða. 1974 fór hún að syngja bakraddir með
ýmsum hljómsveitum og hún söng og söng. Svo fór nú samt að Cyndi
missti röddina og kom ekki upp einu orði en hún var ekki á því að gefast
upp heldur fór til talkennara sem á einu ári kom röddinni í lag.
1978 kynntist Cyndi saxófónleikaranum John Turi. Þau stofnuðu
hljómsveitina Blue Angel sem starfaði í tvö ár og gaf út eina plötu en
náði litlum vinsældum. Umboðsmaður hljómsveitarinnar fór í mál við
þau og Cyndi fékk sig dæmda gjaldþrota.
Nú var komið að því að Cyndi færi út í sóló og með hjálp góðra
manna komst hún á samning hjá CBS. Fyrsta sólóplatan, She's so
unusual, sló hressilega í gegn og vídeómyndin, sem fylgdi laginu Girls
just wanna have fun, var geysilega mikið sýnd hjá amerískum sjónvarps-
stöðvum og Cyndi var orðin fræg. Á eftir fylgdu lögin Time after time,
She Bop o.fl.
Cyndi er án efa ein allitríkasta persóna poppsins og það verður gam-
an að fylgjast með henni í framtíðinni. Hún er komin til að vera.