Vikan


Vikan - 25.04.1985, Síða 39

Vikan - 25.04.1985, Síða 39
* + * * * 28. apríl: * * * * * Fólk fætt í dag er geðríkt og kappsfullt, hefur leiftrandi náms- gáfur og takmarkalausan metnað en er á hinn bóginn oft tillitslaust og frekt og sannfært um að það viti betur en aðrir. Kímnigáfan er því ekki fjötur um fót en það hefur gjarnan unun af flestum listum, ekki síst orösins list og myndlist. Það lifir í sífelldum ótta um að aðrir muni skyggja á það á lífs- brautinni og leggur því ofurkapp á að fegra gjöröir sínar og verk þannig að svo virðist sem þaö taki öðru fram. Samkvæmt eöli sínu leitar þetta fólk í störf og stöður þar sem það hefur nokkur völd og þar sem það getur látið allnokkuö á sér bera. Því þykja hvers konar mannafor- ráð sjálfsögð og nýtur þess að vera lagið að velja sér samstarfs- menn og undirmenn, ef sá hópur þarf ekki að vera of stór. Oft velst þetta fólk til forystu á sviði skemmtanalífs eða veitinga- þjónustu, ennfremur leitar þaö oft eftir forráðum opinberra stofnana og nær þeim vegna einbeitni sinnar. Ef þetta fólk gætir þess að vera ekki um of íhaldssamt og til- einkar sér nýjungar í tæka tíð verður því oft vel ágengt á ytra borði og nær því marki sem það hefur sett sér. Á ástarsviöinu er fólk dagsins mikiö fyrir sér og kemur víða við framan af ævi enda hrífst hitt kynið oft af því í fyrstu. Hjóna- bandshamingjan er þó að verulegu leyti undir því komin aö afmælisbarnið beri gæfu til að velja sér maka sem lítur verulega upp til þess. Heilsufar afmælisbarna dagsins er yfirleitt mjög gott og þó að þau lendi gjaman í einu slysi eða fleiri um dagana sleppa þau yfirleitt heldur létt frá þeim. Happatölur eru 2 og 6. ¥#■■¥■*■*■ 29. april: -*■¥•*-¥•¥ Þrautseigja og jafnaöargeö eru ytri einkenni þess sem afmæli á í dag en jafnframt er hann rökvís í hugsun og fastur fyrir í hvívetna. Hann hefur góöar, hagnýtar gáfur og er glöggur á eðlisþætti og eigin- leika annarra. Hann hefur ánægju af myndlist og ef til vill tónlist líka. Persónuleiki afmælisbarns dagsins orkar sterkt á þá sem eru í kringum þaö en nokkrum hnökrum veldur það í sambandinu við aðra að afmælisbarninu er hætt viö aö fyrtast af minnsta til- efni. Verslunarstörf undir stjórn ann- arra og hvers konar nákvæmnis- vinna, sem ekki krefst mikils frumkvæðis, svo sem bókhald, endurskoðun og tölvu- störf, önnur en forritun, stjórnun farartækja eða annað þvíumlíkt er meðal þeirra starfsgreina sem afmælisbarn dagsins væri best sett í. Hvers konar mannaforráð ætti þaö aö foröast sem heitan eldinn því ólíklegt er að þau veröi til annars en ófarnaðar. Á ástarsviöinu hefur afmælis- barniö miklar þarfir og þrífst best ef þaö fær stööuga vísbendingu um aö þaö sé elskað. Áríðandi er aö það finni sér maka viö hæfi þar sem það er sífellt á verði fyrir því að þaö sé ekki lítillækkað eöa for- smáð meö neinum hætti og er, eins og fyrr segir, hætt við að leggja flest smáatriði í þá átt út á verri veg. Hvað heilsufariö snertir er fólk dagsins hraust fram eftir árum og raunar einnig fram á elliárin ef þaö gerir sér snemma far um að forðast allt það sem veikt getur hjartað. Hætt er þó viö að leiðin- legir en hættulitlir bakkvillar verði því til óþæginda. Happatölur eru 1 og 6. ) ■*-¥■-¥ + ¥■ 30.apríl: ¥■ ■¥¥■■¥ ■¥■ Fólk dagsins er kyrrlátt og þolinmótt en fast fyrir og býr yfir heitum tilfinningum og ástríöum. Það býr yfir góðum gáfum og ótrúlegu starfsþreki og líður ekki vel ef það hefur ekki ákveðin verkefni flestar stundir dagsins. Það getur skipulagt tíma sinn og störf vel og orðið mikið úr tím- anum. Þverstæðan við þessa lyndiseinkunn er sú að það er mikið lífsnautnafólk og brýtur oft í bága við starfsþörf sína með því að gefa sig um of að heimsins lystisemdum. Hvers konar störf sem hægt er að stunda sjálfstætt án þess að þurfa að ráði að reiða sig á aðra, hvorki til samráðs né til aö stjórna, eiga best viö fólk dagsins. Það kemst vel áfram í verslun og er líklegt til að efnast vel af henni ef það stenst þá freistni aö gera hana svo yfir- gripsmikla að einn maður geti ekki lengur haft alla stjórnar- tauma hennar í hendi sér. Ennfremur á hvers konar veitingamennska vel við þetta fólk meöan hún er ekki stærri í sniðum en svo að fólkið sjálft geti verið potturinn og pannan í þeim viðskiptum. Hitt kynið laðast gjarnan að afmælisbarni dagsins sem kann vel að meta holdsins lystisemdir eins og aörar lífsnautnir. Þar á móti kemur aö það býr yfir heitum tilfinningum og á ekki auðvelt með að flögra frá einu blómi til annars heldur er trútt sínum félaga meðan sambandið varir. Fólki dagsins hættir oft til að festa ráð sitt of snemma og lenda þar af leiðandi í ógöngum og endanleg hjónabandssæla er verulega undir því komin að það velji sér maka sem tekur yfirsjónir þess ekki of nærri sér. Heilsufar afmælisbarnsins er fljótafgreitt því þaö er í einu orði sagt gott. Happatölur eru 3 og 6. * * ¥ * * 1. maí: * * * * * Afmælisbarn dagsins er atorku- samt og stjórnsamt, gætt miklum hagleik og hagsýni, dagfarsprútt og glaðsinna en getur blossað upp ef því þykir að sér vegið. Lang- rækið er það þó almennt ekki þótt það gleymi ekki alltaf mis- gjörðum heldur dragi af þeim vissan lærdóm hverju sinni. Þrátt fyrir atorkusemina kann afmælis- barniö vel að meta hið ljúfa líf í bland og jafnvel stundum í óhófi en þeir sem bera gæfu til að gera sér grein fyrir þessu og temja sér meðalveginn verða bæöi farsælir í einkalífinu og vel loðnir um lóf- ana. Hvers konar iönaðarmennska á hvað best viö afmælisbarn dagsins og því farnast best ef það vinnur sjálfstætt eða að sínu eigin fyrir- tæki. Þau afmælisbamanna sem hneigjast að list komast vel áfram á sviöi hvers konar listiðnaðar, fremur en beinlínis að lifa af list- sköpun. Verktakastörf af ýmsu tagi leika í höndunum á þessu fólki en gæta skyldi það þess aö ætla sér ekki of stórt verkefni hverju sinni. Öhóf kann að setja sitt mark á ástarlífiö og valda ýmsum árekstrum og erfiöleikum. Líklegt er aö hjónaböndin verði fleiri en eitt og einkennist ekki alltaf af hamingju. Þó má gera ráð fyrir að afmælisbarnið verði til muna hamingjusamara í hverju hjóna- bandi heldur en makinn nema svo vilji til aö makinn beri sérstaka gæfu til að skilja eðli afmælis- barnsins og sætta sig við þaö. Hvaö heilsufarið snertir má búast við að hjartakvillar veröi til nokkurs ama, einkum þegar líða tekur á árin, og fer þetta þónokkuð eftir því hversu djúpt ausunni er sökkt í lífiöljúfa. Happatölur eru 1 og 6. 17. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.