Vikan


Vikan - 25.04.1985, Side 43

Vikan - 25.04.1985, Side 43
Þær gerðu henni það opinberlega ljóst á tilgerðarleg- an, smásmugulegan hátt að þær fyrirlitu hana. ,,Hvað er að? Hvað hef ég gert?” spurði Kata Heiðnu sem var áhyggju- full á svipinn. ,,Ó, þær halda að þú hafir farið alla leið með Francois. Skiptu þér ekkert af þessum öfundsjúku fábjánum,” svar- aði hún. ,,En það er ekki satt, ” sagði Kata en velti um leið fyrir sér hvort svo væri. Stelpurnar í skólanum voru harðar á því. Kata var gáttuð á hræsninni sem fordæmdi í orði vissar at- hafnir sem voru iðkaðar eða voru tilefni öfundar í laumi. Hún hafði óhlýðnast ellefta boðorðinu: Þú skalt ekki láta komast upp um þig. Og þar að auki var verið að refsa henni fyrir titilinn ungfrú Gstaad. -æsta sunnudag beið Júdý eftir Kötu fyrir utan Chesa. Hún var með handlegg- ina krosslagða yfir brjóstinu og hendurnar grafnar í handar- krikana, stappandi í snjónum til þess að halda á sér hita. ,,Heyrðu, Kata, þessi aumingi sem þú ert með hefur sagt öll- um að hann hafi sofið hjá ung- frú Gstaad. Barþjónninn á Imperial sagði Nick það og hann kom beint til mín. Okkur fannst að þú ættir að vita af því.” ,,Ég trúi því ekki,” svaraði Kata og áttaði sig loks á hvern- ig skólinn hafði komist að þessu. Hún hentist inn á gisti- húsið til þess að hitta Francois en hann neitaði liðugt að hafa sagt nokkrum manni frá. Kata trúði honum af því að hún vildi það. Henni fannst hún vera rúin öllum krafti, yfirgefin og særð. Hún ríghélt í Francois, lét hann klæða sig algjörlega úr, þrýsti sér skjálfandi upp að honum undir teppinu á meðan hann strauk henni allri, þegar hann þrýsti hendinni undir þjóhnappana á henni, þegar hann þreifaði milli fóta henn- ar. . . Hún fann svolítið til þegar hann færði fingurinn fram og aftur inni í henni. En Kata sýndi engin viðbrögð — hún vissi ekki til hvers var ætl- ast af henni en fyrst hún hafði þegar mátt þola skömm- ina gat hún alveg eins gert það. Hún fann stinnan og hlýjan þunga Francois ofan á magan- um á sér, eitt andartak fann hún til kvíðablandinnar eftir- væntingar, síðan stundi hún af sársauka. Brátt hreyfðust þau mjúklega í takt eins og í dansi og hún fór að finna fyrir dálít- illi hlýju og æsingi. En áður en það varð að nokkru í líkingu við fullnægingu stífnaði Francois og stundi, og síðan fann hún volga vætu þegar lim- ,,Jæja, þá er það hárið á þér,” sagði Heiðna og kúrði sig undir teppinu í tunglskininu. ,,Toppurinn er of síður, eins og á Neanderdals-kerlingu. . . ég ætla að stytta hann svolítið með naglaskærunum mínum og búa til fallegan V-sveig. Ef þú kannt ekki við það geturðu greitt hárið fram yfir það en ef þú kannt við það geturðu látið gera þetta varanlegt með hár- eyðingu.” Hún stökk upp af rúminu og teygði sig í litlu fjólubláu rakvélina hennar Kötu sem hún notaði til þess að raka sig undir höndunum. Þetta var mælt af svo miklu öryggi að Maxín gat ekki annað urinn lyppaðist saman. Hann virtist ánægður með sjálfan sig en Kata hafði orðið fyrir von- brigðum og var undarlega óör- ugg og ráðþrota. Ef til vill var eitthvað að henni? Kannski var hún kynköld? Í> ^_j^^að hvarflaði ekki að henni að Francois væri um að kenna. Hún áleit sem svo að strákar kynnu þessa hluti. Ef til vill þurfti hún bara meiri æfingu. Hún bjóst við að koma til þegar fram liðu stundir. ,,Það þarf að draga tvær úr, það verður sett króna á þessar tvær dökku að framan og ég þarf að vera með spöng á nótt- unni um tíma,” tilkynnti Maxín þetta sama kvöld uppi í rúmi. „Hann hringdi strax í pabba og pabbi sagði honum að vinda sér í þetta. Ekki nærri því eins dýrt og ég hélt, ódýrara en einn kjóll.” en leyft henni að raka af sér toppinn við skímuna frá vasa- ljósi. Heiðna var dálítið áhyggjufull þegar verkinu var lokið; Maxín var herfileg ásýndum og leit út eins og hún væri að fara í heilaskurðaðgerð. , ,Ef þú plokkaðir á þér auga- brúnirnar?” stakk Kata upp á og Heiðna réðst til atlögu við augabrúnabrúskana á Maxín. Því miður plokkaði hún of mikið vinstra megin og reyndi síðan að jafna það með því að reyta meira hægra megin en tók of mikið og sneri sér því aftur að vinstri augabrúninni í því skyni að skerða hana enn frekar. Að lokum sat Maxín eft- ir með tvö örmjó lárétt spurn- ingarmerki fyrir neðan stallað- an toppinn. Maxín leit í spegilinn og brast í grát. aginn eftir skipaði ráðskonan Maxín að fara tafar- laust á hárgreiðslustofu og seinna um daginn komv Maxín aftur ljómandi af gleði. Toppurinn hafði verið klipptur almennilega og hárgreiðslumeistarinn hafði fengið Maxín til þess að leyfa' sér að klippa hárið samkvæmt nýjustu tískuog lita það. Flétturnar voru horfnar og í þeirra stað kominn þykkur, ljós, gljáandi makki. ,,Þá er það þyngdin,” sagði Júdý ákveðin næsta sunnudag. Tíu kíló. Ekki fleiri kökur. Þú ert alltaf að klifa á því að mat- urinn í skólanum sé vondur svo það ætti ekki að vera erfitt. Þú getur keypt sjö harðsoðin egg á viku og borðað eitt í herberg- inu þínu um hádegið, ekkert I tetímanum og eins lítið og mögulegt erí kvöldmatinn. Og smám saman hverfa fótboltarn- ir.” 'X> gerðu það ekki en afgangurinn af Maxín skrapp saman um eitt kíló á viku. Hinar stelpurnar I skólanum horfðu heillaðar á hvernig hún gjörbreyttist. Nokkrar reyndu að fara að dæmi hennar en þær höfðu ekki sama sjálfsagann og þrautseigjuna og hún þegar þær stóðu frammi fyrir nýbök- uðu volgu brauði með jarðar- berjasultu í morgunmat eða rjómakökum með sjóðheitu súkkulaði I kaffihléinu um fimmleytið. Þegar Maxín notaði ekki lengur stærð 42 heldur 40 og stefndi I 38 athugaðijúdý hana gaumgæfilega eins og hún væri hross á uppboði og kinkaði ánægð kolli. Síðan steig hún eitt skref aftur á bak og sagði: ,,Nefið.” Maxín hafði áhyggjur af því að fólki þætti hún hégómleg, að það tæki eftir því, að mamma hennar myndi verða því mótfallin, að það væru helgispjöll að breyta nefinu sem guð hafði geflð henni. ,,Guð ætlaðist ekki heldur til að þú notaðir brjóstahald- ara,” sagðijúdý. „Þaðerundir þér komið að hjálpa guði svo- lítið ef þú vilt líta eins vel út og hægt er.” 17. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.