Vikan


Vikan - 25.04.1985, Side 48

Vikan - 25.04.1985, Side 48
^_Tpó sturinn AIRMAIL PAR AVION Sagði honum upp þá — en vill nú fá hann aftur Kœri Póstur. Ég hef aldrei skrifad þér áöur í Póstinn en les hann oft af því mér finnast svörin frá ykkur oft mjög góð. Jœja, ég er á nítjánda ári, ung og einmana. Þannig er mál meö vexli ad ég er yfir mig ástfangin af strák sem ég var einu sinni meö. Þaö eru margir mánuöir frá því aö viö hœttum saman og ég get bara ekki hœtt aö hugsa um hann hvað sem ég reyni. Eg hef oft reynt aö spá í aöra stráka og oröiö hrifin af en hann fer aldrei úr huga mér, aldrei. Eg sagöi honum samt upp en hann ekki mér. Hann varö alveg brjálaöur þegar ég sagöi honum upp og labb- aöi í burtu því hann var víst œöislega ástfanginn af mér eins og ég af honum. En ég vildi bara vera frjáls í smá- tíma. (Viö vorum alltaf saman, nœstum því allan sólarhringinn.) Ég þurfti ekki nema þrjá daga, þá var ég farin aö sakna hans mikiö og sá auðvitaö eftir öllu og hringdi í hann og mig lang- aöi til aö athuga hvort viö gœtum ekki veriö vinir en þá var hann byrjaöur meö annarri stelpu sem hann þekkir sama sem ekkert og kœrir sig ekkert um. Hann var mjög ánœgöur aö ég vissi af honum meö annarri. En nú í dag hittumst viö oft og hann er löngu hœttur meö stelpunni og viö erum vinir eftir allt saman og höfum veriö tvisvar saman eftir þaö. En samt á ég auövelt meö aö sœra hann án þess aö ég viti af því. Ég get ekki sagt margt viö hann sem vinkonur mínar geta sagt viö hann því þá sœri ég hann eða hann veröur fúll. Ég veit ekki hvaö ég á aö gera. Eg get ekki 6oðiö hon- um í heimsókn, hann vill þaö ekki. Hann er eitthvaö hrœddur viö aö vera einn með mér, ég veit ekki af hverju. Ég get aldrei náö honum einum því vinur hans er alltaf meö honum. Ég veit ekkert hvernig ég á aö tjá mig um máliö. Því spyr ég: Getur þú hjálpaö mér eitthvaö? Eg vœri mjög ánœgö ef þiö gœtuö þaö, því hjartaö í mér er alveg aö springa. Ég þakka œöislega fyrir birtinguna. Máliö er: hvernig get ég náö honum aftur? Ein í mjög miklum vanda. Þegar fólk getur ekki gert upp hug sinn í ástamálum er þaö stundum kallað „haltu mér — slepptu mér”. Þú hefur greinilega bæði viljað vera frjáls og bundin í senn og þaö horfir ekki eins við þér og stráknum. Pósturinn held- ur að þú þurfir í fyrsta lagi að gera upp þinn eigin hug, það er hvort þú viljir í alvöru vera með stráknum og meö því gangast inn á þær skuldbindingar sem því fylgja. Það þýðir meðal annars aö þú verður að sýna stráknum til- litssemi og reyna að forðast að særa hann fyrst hann er svona við- kvæmur. En á hinn bóginn má slík tillitssemi ekki fara út í þær öfgar aö þú getir ekkert sagt viö hann. Hann verður líka að gera sér grein fyrir því að þú hefur þína skapgerð og vilt geta veriö hrein- skiptin án þess að ætla aö særa hann meö því. Hann verður sumsé aö manna sig upp líka. Þá er komið að hinum þætti málsins sem er hvernig þið getið náð saman aftur. Vill hann það? Gengur það upp? Pósturinn heldur að það sé eiginlega ekkert hægt aö gera í stöðunni nema ræða málin. Þú verður einhvern veginn aö ná honum á eintal og hreinlega segja honum hug þinn og fá upp úr honum hvaö hann vill. Ef þetta er alveg fráleit tillaga getur þú þá ekki fengið vinkonurnar í lið meö þér? Reyndu til dæmis að fá þær til þess að tala viö hann fyrst og fá upp úr honum hvort hann er eitt- hvað spenntur fyrir þér ennþá. Hann getur verið tortrygginn vegna þess sem á undan er gengið og því verður að sannfæra hann um að þér sé alvara og þú sért ekkert að spila með hann. Ef þið viljið bæði fara að vera aftur saman er sjálfsagt að reyna það og láta reyna á hvort þið hafið ekki þroskast eitthvað síðan síöast og séuö reiðubúin að taka meira tillit hvort til annars og láta þetta ganga. Þrjár hrifnar af þeim sama Kœri Póstur. Viö erum hér þrjár vinkonur aö deyja iir ást. Þannig er mál meö vexti aö viö erum allar hrifnar af sama stráknum. Hann er of- boöslega feiminn og viö líka. Viö förum oft á rúntinn meö honum og ef viö segjum eitt- hvaö þá roönar hann bara og fer í kerfi. Viö höldum aö hann sé hrifinn af einni okkar en hann þorir ekki aö reyna viö hana og eins er meö hana. Þrjár aö austan. P.S. Hvernig væri aö birta plakat af Duran Duran og viltu birta textann aö ,,I ivant to know what love is” og,, The moment oftruth”? Það kann nú ekki góðri lukku að stýra ef þið eruö allar jafnhrifnar af stráknum og viljið allar krækja í hann. Hvað á aumingja strákur- inn að gera? Það er von að hann fari í kerfi. Ef hann er hins vegar hrifinn af einni ykkar og hún kannski meira hrifin af honum en þið eða hefur í þaö minnsta meiri von um að úr geti ræst hjá henni þá ættuð þiö hinar tvær nú bara að láta undan og hjálpa þessum tveimur að ná saman. Hann getur hvort sem er ekki veriö með ykkur öllum þremur. Á hann ekki líka einhverja álitlega vini? Þegar þessi tvö eru farin að vera saman er eins líklegt aö aðrir strákar líti frekar við ykkur en þegar þið voruö allar þrjár eins og hrægammar utan um þennan svo að ekkert annað komst að. Pósturinn kann því miöur ekki þessa texta sem þið biöjiö um og gerir auk þess nær ekkert að því að birta texta. Plakatóskin rætist um leið og mögulegt er. 48 Víkan 17. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.