Vikan - 12.09.1985, Qupperneq 13
Smámunasemi — reglu
festa — gagnrýni
Meyjan hefur löngum verið tengd rétt-
lætinu, hún var dóttir Júpíters og í lok
gullaldarskeiðs fortíðarinnar á hún að
hafa snúið frá jörðu til himnanna yfir sig
hneyksluð á agaleysi mannanna.
Kostir þeirra sem fæddir eru undir
stjörnumerki meyjarinnar eru þeir helstir
að þeir eru mjög skipulegir í hugsun og
vinnusamir, hófsamir, þrifnir og einstak-
lega reglusamir og vandvirkir.
Gallarnir eru á hinn bóginn að allt
þetta getur gengið út í öfgar, vandvirkn-
in orðið að nostursemi, þeir eru smá-
munasamir úr hófi fram og geta verið
nokkuð yfirborðslegir. Þeir eru oft á tíð-
um kreddubunanir og fastheldnir á forna
siði.
Vinnusemi er aðalsmerki meyjanna og
þær gefa öllum smæstu atriðum í starfi
og leik mikinn gaum. Þær eru góðgjarn-
ar en varkárar. Þær eru afskaplega
starfsamar og eru friðlausar ef þær haf-
ast ekki eitthvað að. Þær eru ekki eins
baráttufúsar og tviburarnir, þó Merkúr
sé mikilvæg pláneta beggja merkjanna,
en velja frekar að vera ýtnar og róa undir
ef þær vilja fá sitt fram.
Stundum tekst meyjunum að fá aðra
til að lúta þeirra vilja í smáatriðum en
stundum snúast vopnin í höndunum á
þeim og þær gerast sjálfar þrælar eigin
smámunasemi og vinnst ekki sem skyldi
þess vegna. Þær eiga til pempíuhátt —
að þykjast vera ósnortnar meyjar í ein-
stökum, viðkvæmum málum. Þetta get-
ur orðið þeim hindrun i þroska.
í hugsjónum eru þær mjög tryggar og
sannar og þær meyjar sem helga sig ein-
hverjum málstað halda sig við hann
löngu eftir að allir aðrir hafa gleymt hon-
um. Þær eru tryggastar vina og ólíkleg-
astar til að svikja nokkurn en ef þeim
snýst hugur um einhvern eða eitthvað
geta þær orðið hatrammar á móti þvi
sem þær áður börðust fyrir.
Þær eru mjög áhugasamar um matar-
æði og heilsurækt, skapa sér oftast
ákveðinn lífsstíl snemma á ævinni.
Meyjar eru oft góðum gáfum gæddar
en stundum háir þeim nokkuð skortur á
víðsýni, jafnvel þröngsýni. Þær eru iðnar
og bókhneigðar og hafa sérlega gáfu til
að skilgreina og skýrgreina allt sem þær
nema. Þess vegna gengur þeim oft vel
að greina kjarnann frá hisminu og
vísinda- og rannsóknarstörf á þröngu
sviði láta þeim einkar vel.
Meyjarnar eru jarðbundnar, viðkvæm-
ar og gera sér oft meiri áhyggjur af litlu
tilefni en hollt er. Þær bera sálarástand
sitt með sér en eiga erfitt með að ræða
það við aðra.
Tilfinningamálin hafa oft veist meyj-
um erfiður þröskuldur. Þær eru lokaðar
og gagnrýnar úr hófi fram við þá sem
þær unna og það getur verkað á móti
þeim í ástarmálum og vináttu. Þær geta
elskað heitt en það þarf æði mikið til að
þeim takist að tjá sig um tilfinningamál
þó þeim takist þeim mun betur að tjá sig
í vitrænum efnum, að ekki sé talað um
verkleg efni. Þeim mætir stundum nokk-
urt mótlæti í ástum, oft af einskærri
óheppni eða klaufaskap, þær geta virk-
að fráhrindandi þegar þær vilja í raun
ekkert frekar en að ná sambandi við |
fólkið í kringum sig.
Öll störf sem útheimta nákvæmni láta
meyjum vel. Þær eru oft á kafi í fræði-
störfum, hvort sem er verkfræði, mál-
fræði, garðyrkjufræði eða hjúkrunar-
fræði, siðasttalda starfið hentar þeim
einnig vel sem útrás fyrir hlýjar en bæld-
ar tilfinningar. í listum geta þær líka náð
langt ef þeim tekst að hasla sér völl á
nógu þröngu sviði.
Börn fædd í meyjarmerkinu gagnrýna
umhverfið um leið og þau byrja að tala.
Þau reyna oft á þolrifin i foreldrum sín-
um og foreldrar fæddir í meyjarmerkinu
sömuleiðis á þolrifin i börnum sínum.
Hins vegar eru kennarar í meyjarmerk-
inu yfirleitt góðir kennarar og meyjarnar
eru bestu nemendur sem áhugasamur
kennari getur óskað sér. IMákvæmni sú
sem oft þarf til í námi, réttlætiskenndin
og iðnin gera skólann að góðum stað
fyrir meyjar, ef þær lenda ekki í of mikl-
um árekstrum við umhverfið sem ef til
vill lítur hlutina öðrum augum. Yfirleitt
eru meyjar hneigðar til reglusemi í námi
sem starfi og þær taka yfirleitt afstöðu
með ríkjandi skipulagi á hverjum tíma og
vegnar þess vegna vel, enda engir sér-
stakir byltingarseggir.
37. tbl. Víkan 13
24. ágúst — 23. september