Vikan


Vikan - 12.09.1985, Side 20

Vikan - 12.09.1985, Side 20
Ég fór út í Kron við Skólavörðu- stíg og keypti mér kók og sígar- ettur, ég var ekkert að flýja. Þetta var á fínum degi, rólegheit og ég að labba yfir götuna aftur. Þegar ég kem að framdyrunum eru tveir rannsóknarlögreglumenn þar, Maggi Magg og einhver annar. Þeir komast ekki inn af því að það er enginn til þess að opna fyrir þeim. Svo ég segi við þá: „Heyrið þið, ég skal bara redda þessu, ég ermeð lykla.” Svo opnaði ég fyrir þeim, þeir komu inn og hinn alvitlaus í elda- vélinni. Þeir hlógu bara að þessu, ég var ekki einu sinni tekinn úr uppvaskinu. Ég hefði getað farið með alla morðingjana niður á Borgímat! Ég haföi stórgaman af þessu en ég var ekki með neitt rugl, ég var ekki að opna eða flýja eða neitt. Einu sinni vorum við að keyra niður Laugaveg á Bjúkkanum og fórum frekar hægt, ég held við höfum verið að blanda eða eitthvað, og þaö var einhver bimbi að flauta fyrir aftan, bíll með lágu númeri, R- áttatíu og eitthvað. Þá bara stoppuðum við Bjúkkann, Hanni í Bárunni snaraði sér út, opnaði húddið á hinni druslunni og við rifum kveikjuna úr og fórum. Bimbinn var stopp á miðjum Laugavegi. Svona var það! Svo var ég einu sinni á Borgar- spítalanum, vaknaði upp eftir uppskurð, og þá var einhver alvit- laus þarna, geðsjúklingur úr Hafnarfirði. Hann var beltaður niður, gæinn, en ég fékk ekki frið til að sofa. Hann var alveg aö gera mig vitlausan svo aö ég bara keyrði hann út af stofunni, í lyftuna, niðrí beisment og bara geymdi hann þar. Þeir fundu hann ekki í einn og hálfan dag! En ég fékk frið til að sofa.” — Síðasta rispan var Norðurlandaferð? „Viö vorum bara í tíu daga reisu um Skandinavíu með 5000 dali í svörtum plastpoka. Ég þarf að segja þér þetta, hann Gulli í Karnabæ er búinn aö hlæja mikið að þessu. Við vorum í stórveislu í hálfan mánuö áður en við fórum út. Dagurinn byrjaði svoleiðis — sko, mann langar að detta aftur þegar maður er að tala um þetta — að við vöknuðum um áttaleytið. Þá var Presley settur á, síöan var farið niöur á Hótel Esju, þá var barinn á efstu hæðinni alltaf opnaður snenrima á morgnana. Það var farið á barinn í þrjá— fjóra dobbúl til þess að geta opnað augun, síöan í gufu og nudd hjá Jónasi — það var bara leigubíll alltaf í þessu, maður þurfti ekkert að segja taxanum hvert átti að keyra, þetta var bara rúta — síðan beint í greiöslu og rakstur hjá Lauja, síðan til Gulla í Karnabæ og fengin föt til þess að vera í yfir daginn. Svo var maöur að svalla allan daginn í rólegheitum. Stundum stoppaði ég leigubílinn þar sem ég var í bænum, bankaði upp á í næsta húsi, alltaf kurteis: „Heyrðu, frú, get ég ekki fengiö að nota strauboltann?” Maður pældi ekki í öðru, alltaf að pressa, bóna skóna, alltaf í hreinum nærfötum, alltaf í baði, maður var eins og klipptur út úr tískublaði. Það voru alltaf tilbúin föt um sexleytið því við fórum alltaf út að borða á kvöldin. Við skiptum um föt þrisvar, fjórum sinnum á dag, allt nýtt, svo var hinu bara hent. Svo var farið á Röðul og út þaðan aftur um hálfellefu, ég keyrði beint heim til Lauja og lét hann greiða mér áður en ég fór í Þórs- kaffi. — Peningar, það var nú bara problem að vera með það allt ásér. Þetta var um verslunarmanna- helgina. Við fórum yfirleitt á Borgina í hádeginu. Um verslunarmannahelgina var Borgin alveg full, skilurðu, af þessum lýð sem var í verkfalli, allir aö djúsa. Á barnum á Borginni voru þrír stólar saman og borð á milli, sitt á hvað. Við sátum þar alltaf. Þennan dag sátum við þarna, ég og Steini, og autt sæti á milli. Þeir voru að rífast í okkur að komast í þetta sæti, þessir verslunarmenn. Við neituðum og það þorði enginn í okkur. Það var náð í Árna dyra- vörð, hann lítur á okkur, snýr sér aö þeim og segir: Það tekur eng- inn þetta sæti, þarna er Matthías — hann verslar meira en þið! Matthías var svona lítil Donald- Duck plastdúkka sem var alltaf með. Matthías fékk alltaf sitt glas og var látinn í það. Þegar við fengum okkur ný glös þá var glasið hans Matthíasar tekið. Nýtt glas af koníaki handa Matthiasi, hann skolaður rétt aðeins í vatni og aftur í glasið. Svo fórum við til Köben. Þegar við birtumst á Kastrup, vinur minn, hvernig heldurðu að klæða- burðurinn hafi verið? Ég var í hvítum skóm, svörtum, teinóttum fötum með vesti eins og A1 Capone, svartri skyrtu með silfur- bindi og svartan kúluhatt úr Herradeildinni. — Þaö færði sig bara frá, fólkið. Sko, þetta var þannig að þegar við vorum í Kaupmannahöfn fórum við alltaf á melluhótel á morgnana. Það er stór bar á neðstu hæð við Istedgade og svo hótelið uppi. Barþjónninn spilaöi sjálfur á fón fyrir innan barinn. Þegar við byrjuðum að koma þar gáfum við hundrað, tvö hundruð danskar í þjórfé. Þetta var ekkert mál. Þegar við birtumst, það var alveg sama hver sat hvar eða hver var aö spila — þá var alltaf sett á lagiö „Boy named Sue” með Johnny Cash. Þeir reyndu ekki að breyta því fyrr en þeir vissu að það var í lagi að breyta því. Ég átti afmæli í þessari reisu og það var haldið upp á stórafmæli á melluhótelinu þarna í Istedgade. Þetta var voða veisla. Heyrðu, svo er ekkert með það, að þegar ég held upp á afmælið á miðnætti, þá nær hóteleigandinn bara í fínt, franskt kampavín út í bæ. Svo bara fór ég úr öllu og svo helltu mellurnar yfir mig kampa- víni, þrjátíu—fjörutíu mellur. — Já, já, bara sandur af þessu, við vorum búnir að kynnast þeim, komum alltaf þarna í hádeginu, gáfum þeim bara pening fram og til baka, ekkert mál. Við vorum aldrei með þeim eða neitt svo- leiðis, þetta var bara sukk. Það var spilað lag með Presley, hérna „You don’t have to say you love me” byrjar þaö — og bara kampa- vínsbað! Síöan vorum við að pæla í því að fara til Spánar — það var allt tilbúið, nema að okkur vantaði passa. Við fórum í íslenska sendi- ráðið, þeir vissu að við vorum eftirlýstir en við vissum það ekki. Þeir spyrja um addressu og við segjum það alsaklausir — og þá kemur kríminalpólitíið. Við opnuðum dyrnar á hótelher- berginu og þá óðu þeir inn og allt í byssum — ég var að blanda þegar þetta skeði — þá kemur danska kríminalpólitíið, allir alvitlausir með byssur. Það hafði komið skeyti frá rannsóknarlögreglunni og úr því mátti lesa aö við hefðum drepið tíu manns. En þá var bara verið að stoppa okkur af. Við vorum búnir að eyða of miklum seðlum. Svo vorum við fluttir út á völl í járnum og .rannsóknarlögreglan beið úti á braut eftir okkur. En þegar það er búið að selflytja okkur heim í járnum er rannsóknarlögreglan komin með mig í tóm vandræði. Þeir vita ekki hvaö þeir eiga að gera við mig — búnir að flytja mig milli landa fyrir engar sakir. Þá finna þeir bara eldgamlan dóm, sem var að verða fyrndur, og ég er sendur austur á Hraun. En svo er bara annað að ske á Hrauninu, þeir eru að byggja ný, flott hús á Hrauninu, böð og allt þetta. Og ég er iðnaðarmaður. Það átti að fara aö sýna þetta ráðuneytinu. Mér er bara ekkert sleppt fyrr en ég er búinn að flísa- DaemigarO baejarmynd ar hasgra megin h myndinn . (,tgerðarbœnum. 20 Vikan 37. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.