Vikan - 12.09.1985, Page 37
á viðskiptum ýmiss konar og fara
ótroðnar slóðir í þeim sem öðru.
Ástalífið
Afmælisböm dagsins eru
nokkuð gjörn á að koma sér í
vanda í ástarmálum. Þau halda
oft að aörir skilji þau betur en þeir
gera og ætlast til þess aö þeir hafi
frumkvæöið. Með tímanum læra
þau að vera áræðnari og þau eru
ekki líkleg til að byggja hjónaband
á ótraustum grunni. Tilfirininga-
lega eru þau stundum nokkuö lok-
uð, þykja jafnvel köld, en þau eru
jafnframt afskaplega traust.
Heilsufarið
Yfirleitt eru afmælisbörn
dagsins öllum öðrum hraustari en
manna seinust að gera sér grein
fyrir þeirri góðu vöggugjöf.
Happatölur eru 4 og 5.
Hagsýni, dugnaður, staðfesta og
reglusemi eru einkennisorð þessa
dags og afmælisbama hans. Þau
eru metnaöargjörn og vinnusöm,
vilja gjarnan eiga síðasta orðið í
umræðum og vinna vel að hugðar-
efnum sínum. Til þess eru þau
betur fallin en margir aðrir því
þau víla ekki fyrir sér að leggja
ómælda vinnu fram til að koma
sínu fram. Þau eru oft talin smá-
munasöm og það með réttu en
samt vilja margir njóta góðs af
þessum eiginleika og beita þeim
fyrir sér í erfiðum málum.
Lífsstarfið
Yfirleiti vegnar börnum dagsins
vel í viðskiptum. Þau hafa ekki
sköpunargáfu eða frumkvæði
nema í einstaka tilviki, en eru
þeim mun betur fallin til ýmissa
skipulags- og úrvinnsluverkefna.
Þau eru það nákvæm að þeim er
vel treystandi fyrir flóknum verk-
efnum á sviði ferða- og mennta-
mála.
Ástalífið
Mannleg samskipti eru kannski
veikasti hlekkurinn hjá börnum
þessa dags. Þau eru upptekin af
sjálfum sér og sínum frama og
vanrækja að rækta tilfinningar
sínar og tilfinningasambönd. Þau
meta vini sína og ástvini á þann
hátt sem margir telja heldur
kaldranalegan og giftast ekki
endilega. Þau eru raungóð og
heiðarleg í samskiptum við aðra.
Heilsufarið
Heilsufarið er nokkuð viðkvæmt
hjá afmælisbörnum dagsins. Þau
veröa yfirleitt að fara vel með sig
og lifa heilbrigðu lífi og sem betur
fer segir skynsemin þeim oftast að
gera það. Þau ættu að eiga létt
með að fara reglubundið í læknis-
skoðun og þyrftu að gera það er
aldurinn færist yfir.
Happatala dagsins er 5.
Þeir sem fæddir eru 15.
september eru eldhugar mitt í
jarðbindingu meyjarmerkisins.
Þeir eru hugsjónamenn með heil-
brigða skynsemi að vopni. Þeir
eru að jafnaði meiri tilfinninga-
verur en flestir aðrir sem fæddir
eru undir merki meyjarinnar.
Þeir eru þó ýmsum kostum búnir
sem því merki fylgja, sæmilega
hagsýnir og skipulegir en ærsla-
fyllri en gengur og gerist með fólk
fætt á þessum árstíma.
Lífsstarfið
Afmælisbörn dagsins hafna oft í
hefðbundnum störfum meyja þar
sem nákvæmni og skipulagsgáfa
skipta máli. Kaupsýsla, hvers
konar verslun og skrifstofuvinna
koma þar oft við sögu. Einnig
kemur fyrir að þau fara út í
lækninga- eða hjúkrunarstörf.
Liklegt er að við starfsval líti
afmælisbörn dagsins á tekju-
möguleika ekki síður en starfs-
gleði.
Ástalífið
Ástir afmælisbama dagsins
gjalda þess sennilega að þau eru
yfirmáta vandfýsin og setja
smæstu ókosti svo fyrir sig að þau
missa áhuga á ástvini við minnsta
tilefni. Afleiðing þessa er sú að
miskunnarlaus gagnrýni og
vægöarlaust mat á kostum og
göllum hins heittelskaða ræður
meiru um val á lífsförunaut en til-
finningasemi.
Heilsufarið
Heilsan er yfirleitt í góðu lagi
hjá afmælisbörnum þessa dags,
það er helst að tilfinningalífið sé
veikt fyrir því í skapgerð og
kröfum eru nokkrar andstæður.
Heillatölur 5 og 6.
Sumir segja aö afmælisbörn
þessa dags séu kaldlynd og jafnvel
kaldrifjuð. Þaö er mikil einföldun.
Vissulega lætur þeim manna best
að sjá hlutina skýrt og glöggt, skil-
greina blákalt það sem aðrir
blanda tilfinningunum í. En þau
eru einnig talsvert næm og
einhvers staðar innst inni búa
heitar tilfinningar sem sjaldan fá
útrás. Oftar en ekki fá þau þeim
útrás á sviði lista og menningar og
kemur jafnvel á óvart hversu ólík
andans verk þeirra verða þeirri
hugmynd sem aðrir gera sér um
þau.
Lífsstarfið
Þaö virðist nokkuð sama hvað
afmælisböm dagsins leggja fyrir
sig, þeim tekst bærilega upp í
flestu því meðfædd reglusemi
fyrirmunar þeim að klúðra nema
fáu einu. Ferðalög og störf tengd
þeim eru ofarlega á blaði.
Ástalífið
Veikasti hlekkurinn í lífskeðju
afmælisbarna dagsins eru ástar-
málin. Þar kemur oft upp óvænt
bráölæti sem annars er fjarri
skapi þeirra og sumir hafa tengt
metnaði. Þau velja sér glæsilega
maka sem mikið er í spunnið en
tilfinningamálin geta orðið flókin
þó það leiði sjaldan til vandræða.
Heilsufarið
Heilsufarið er eins og best
verður á kosið hjá þeim sem
fæddir eru þennan dag en þeir
kunna ekki alltaf að meta þá góðu
gjöf og halda sig veikbyggðari en
ástæða er til. Heillatölur eru 5 og
7.
Andstæður togast á í persónu-
leika fólksins sem fætt er þennan
dag. Það er rólynt en gefið fyrir
tilbreytingu, það er gætið en vill
þó alltaf hafa fjör í kringum sig.
Það sem helst er hægt að fá botn í
er að það vill ekki sjálft vera
hreyfiaflið í tilverunni heldur taka
þátt í aðgeröum annarra. Það
hefur talsverðan metnað og mun
það móta líf þess meir en margra
annarra. Það gætir þess að koma
vel fyrir.
Lífsstarfið
Yfirleitt hasla afmælisbörn
dagsins sér völl á sviöi frjálsrar
samkeppni og vilja láta reyna á
hvað lífið hefur að bjóða af verald-
argæðum, þau er ólíkleg til að
hafna í opinberri stöðu nema hún
sé eilítið ævintýraleg.
Ástalífið
Það kemur fyrir að fólk fætt
þennan dag hefur frá barnæsku
ákveðnar hugmyndir um
heppilegan maka sér til handa og
þá eru hagnýt sjónarmið, ætt,
auður og völd, lögð til grund-
vallar. Þetta dæmi gengur ekki
alltaf upp en þegar það gerir það
er sennilegt að úr verði gott hjóna-
band.
Heilsufarið
Heilsufariö er yfirleitt gott hjá
afmælisbörnum dagsins, þaö er
helst að þau þurfi að gæta þess að
æsa sig ekki að óþörfu og einstaka
sinnum verða þau streitusjúk-
dómum auðveld bráð.
Heillatölur eru 8 og 5.
Iðni, elja, dugnaður, þessi orð
heyrir maður öðrum fremur þeg-
ar afmælisbörnum 18. september
er lýst. Þeim verður öllum öðrum
meira úr verki, vinna markvisst
og vita oftast að hvaða marki þau
eru að keppa og setja markið hátt.
Það er ekkert ósennilegt að þau
nái því samt sem áður því þau
vinna afskaplega skipulega og eru
allglögg á aðalatriði hvers máls.
Þau eru nokkuö góð með sig og
hugrökk á andlega sviðinu.
Lífsstarfið
Fólk dagsins hefur metnað til að
sækjast eftir frægð og frama og
veraldleg gæði eru því síst á móti
skapi. Það hefur elju til að fylgja
þeim vilja eftir og feikilegt
viðskiptavit. Ekki er hægt aö
segja að það velji sér einhvem
farveg öðrum fremur heldur er
það fyrst og fremst kappsamt um
að skara fram úr á því sviði sem
það fer út á.
Ástalífið
Veiki hlekkurinn í lífskeðju
afmælisbama dagsins er ástalífið.
Þau velja oft að hafna því og það
getur orðið erfitt þegar fram í
sækir, þegar tómleikinn gerir vart
við sig, því þrátt fyrir að þau séu
sjálfum sér nóg á flestum sviðum
þurfa þau mjög á uppörvun sinna
nánustu að halda, ekki síður en al-
menningsálitsins. Kostirnir eru
þeir að ef þau finna sér maka er
hann í langflestum tilfellum hinn
æskilegasti.
Heilsufarið
Heilsufarið er yfirleitt gott hjá
afmælisbörnum dagsins, það er
helst að höfuðið sé veikt fyrir
álagi. Heillatölur eru 9 og 5.
37. tbl. Víkan 37