Vikan - 12.09.1985, Qupperneq 4
FÖT í SKÓLANN
Texti: Hrafnhildur Ljósmyndir: RagnarTh.
Nú eru skólarnir nýbyrjaðir og þá
þarf að huga að skólafatnaði. Það er
alltaf gaman að byrja í skólanum á
haustin eftir langt sumarfrí og ekki
spillir ánægjunni að fá sér ný föt
fyrir þessa stóru stund.
Mikið hefur verið rætt og ritað að
undanförnu um þá tilbúnu glans-
ímynd, sem margir vilja kalla, er
alls staðar blasir við unglingum í
dag. Um tilvist og ágæti þessa eru
skiptar skoðanir. Tískufram-
leiðendur og auglýsingaiðnaðurinn
reyna vissulega að höfða til þessa
neysluhóps með því að skapa á-
kveðna unglingatísku. Máli sínu til
stuðnings segja þeir að unglinga-
tíska eigi jafnmikinn rétt á sér og
önnur tíska.
Það er staðreynd að á unglings-
árunum verða áhrif og skoðanir
kunningjahópsins yfirsterkari
áhrifamætti foreldra og gildir þetta
ekki síst um fataval, mörgu for-
eldri til mikils ama. En þetta er ekk-
ert nýtt. Hver man ekki eftir grænu
„kanaúlpunum” sem voru einkenn-
isklæðnaður unglinga fyrir fimmtán
árum, svo dæmi séu tekin? Á þessu
verður sennilega seint breyting.
Áhrifamáttur auglýsinga er
vissulega mikill en ég held þó að á-
stæðulaust sé að óttast um afdrif
þessa hóps frekar en annarra. Á
tímum aukins auglýsingaflóðs þurf-
um við öll að gera okkur grein fyrir
þeim heimi sem þar birtist og skoða
hann með dálítið gagnrýnu hugar-
fari. Ef unglingnum er hjálpað við
að þroska með sér slíkt hugarfar er
hann betur í stakk búinn að velja og
hafna úr því sem í boði er.
Vikan fékk tvo unglinga, þau
Stefán Sigurðsson og Lilju B. Arnar-
dóttur, til að fara og velja sér föt í
skólann. Við brugðum okkur með
þeim niður á Laugaveg. Blaða-
maður hafði sett sér það markmið
að reyna í engu að hafa áhrif á valið.
Hann hafði hins vegar áhyggjur af
því að erfiðlega gengi að standa við
það fyrirheit. Þessar áhyggjur fuku
þó út í veður og vind strax á leiðinni í
bæinn, því þegar Stefán og Lilja
voru spurð um fyrirmyndir svöruðu
þau strax einum rómi: „Engar, því
það er skemmtilegast að vera
öðruvísi en aðrir, en það er bara
svolítið erfitt að finna eitthvað
svoleiðis í búðunum.” Þegar í
búðirnar kom vissu þau nákvæm-
lega hvað þau vildu og létu athuga-
semdir blaðamanns (sem ekki gat
stillt sig) eins og vind um eyrun
þjóta. Það kom blaðamanni á óvart
hvað þau virtust sjálfstæð og vissu
nákvæmlega hvað þau vildu.
Kannski eru unglingar að breytast
eða þau tvö eru undantekningin sem
sannar regluna. Hvað sem því líður
var árangurinn góður og sjáum við
hann hér á myndunum.
Þegar við vorum á ferð um
bæinn voru haustvörurnar að ber-
ast í búðirnar.
Síðastliðinn vetur einkenndi
tískuna frjálslegt litaval og má
segja að nánast allir litir hafi
gengið. Nú er hins vegar annað
uppi á teningnum. Þeir litir sem
mest einkerina tísku vetrarins eru
fjólublár, grænn og (lilla)bleikur.
Svart og hvítt verður áfram
vinsælt. Önnur breyting er sú að nú
skal verða meiri munur á klæða-
burði kynjanna en verið hefur.
4 Vikan 37. tbl.