Vikan


Vikan - 12.09.1985, Side 46

Vikan - 12.09.1985, Side 46
"íðan kastaði hann af sér í vaskinn, klæddi sig og fór út úr herberginu á meðan Lilí þvoði sér í þvottaskálinni. Hún hugsaði sem svo að ef hann elskaði hana þá hefði hann ekki átt að fara með hanahingað. En ef hann elskaði hana ekki myndi hann örugglega ekki langa til þess, eða hvað? Hann hafði gert það vegna þess að hann elskaði hana. Eftir nokkrar mínútur kom Alastair aftur og settist á rúm- stokkinn. Hann dró hana niður í kjöltu sér og dró upp töflu- pakka. ,,Ég vil að þú takir eina á dag. Sérðu, leiðbeiningarnar eru hér á pakkanum. ’ ’ ,,Af hverju?” ,,Svo þú eignist ekki barn. Þetta er nýja pillan. Lofaðu mér því að þú takir þær inn. ’ ’ ,,Af hverju getum við ekki gift okkur og eignast barn? ’ ’ „Vegna þess að þú ert of ung, kisa litla. Seinna, ef þú ert góð stelpa, þegar þú ert búin að ná prófunum, þá skulum viðsjátil.” Eftir þetta var ekki farið oftar upp að ánni, ekki lengur reikað í skugga trjánna. Á nær hverjum einasta degi þetta heita sumar hitti Lilí, hrædd og óörugg, Alastair á hótelinu milli klukkan þrjú og fimm. Þegar Madame Sardeau kom aftur útskýrði Lilí að það hefði verið svo heitt að hún hefði farið með saumakörfuna sína í skuggsælan garðinn á hverjum degi. Náttkjólar Madame Sardeau voru mjög vel saum- aðir og barnið var vissulega fölt eins og næpa, svo það var ef til vill ágætis hugmynd að fara í garðinn svo fremi að hún væri komin heim í tæka tíð til þess að elda kvöldmatinn. 'eislar september- sólarinnar helltu sér niður hin- um megin í garðinum þegar Lilí kúgaðist fimmta morgun- inn í röð. Hún var skelfingu lostin og skreið aftur upp í rúmið. Hún vissi ekkert um kvensjúkdómafræði en hún vissi hvað það þýddi að hafa morgunógleði. Hún var of máttvana og of áhyggjufull til þess að koma sér á fætur, hvað þá fara að sauma. Hún heyrði Madame Sardeau kalla í sig. „Lilí, Lilí, hvert hefur barnið farið? Af hverju er ekki búið að laga kaffi? Jæja! Enn í rúminu klukkan sjö!” En barnið leit illa út, hún virtist varla geta lyft höfðinu firá koddanum og baugarnir undir augunum höfðu dökknað. Ef til vill ætti hún að kalla á lækni. En hann þyrfti auðvitað að fá borgun fyrir. Það var betra að sjá hvort einu varð hann ekkert líkur Leslie Howard. „Ég hefði mátt vita það! Þið eruð allar sömu heimskingjarn- ir! . . . Ertu viss?” „Ég er ekki búin að fara til læknis en ég er búin að vera með ógleði alla þessa viku. ’ ’ , Jæja, þetta er allt þér sjálfri að kenna. Þú getur ekki kennt mér um neitt. Þú veist ekki hvar ég held til. Það hefur enginn séð okkur saman og hvað veit ég nema þú sofír hjá öðrum hverjum karlmanni í París. . . Ó, guð, ekki fara að gráta! ’ ’ Andartak hugsaði hún lagaðist ekki ef hún lægi í rúminu í dag. Það var engin ástæða til þess að hringja í lækni nema hún væri alvarlega veik. Ögleðin leið hjá um miðjan dag. Hún var ekki lengur lasin. Hún var aðeins lömuð af ótta. Hún hafði tekið pillurnar frá Alastair í þrjá daga en hætt því síðan vegna þess að henni varð óglatt af þeim. Hún hafði ekki sagt honum frá því vegna þess að hún var hrædd um að hann yrði reiður við hana. fram úr. Alastair beið eftir henni á Pam-Pam kaffihúsinu. Sem betur fer átti Madame Sardeau að spila bridge I dag. Þegar hún trúði Alastair fyrir ótta sínum varð andlit hans, sem venjulega var svo sviphreint, hörkulegt. Allt I hann með sér að það væri best að hræða hana ekki. Hann vissi ekki hvað hún var gömul en hún var áreiðanlega undir lög- aldri. Skinner gæti ef til vill ekki afgreitt það svo létt hjá frönsku lögreglunni. En Frakkar voru yfirleitt fremur umburðarlyndir I svona málum. . . „Getum við ekki farið upp á hótelið?” „Nei, við getum það ekki. I guðsbænum hættu að væla og leyfðu mér að hugsa málið.” Guði sé lof fyrir að hún vissi ekki rétt nafn hans. Hann hlaut að hafa verið brjálaður, viti sínu fjær að leggja lag sitt við hana! En það var of seint að fást um það núna. Hann varð að komast úr þessari klípu áður en nokkur gæti kennt honum um neitt. Auðvitað vissi konan I móttökunni á hótelinu um þau en það var hægt að fá hana til að þegja fyrir nokkur þúsund franka. Hann fékk hugmynd. Hann fór ofan I vas- ana á buxunum sínum og dró upp fimmtíu þúsund franka, ekki mikið, um það bil hundr- að og áttatíu dollara, en það var allt og sumt sem hann var með á sér. „Gerðu það fyrir mig hættu að gráta, Lilí, eða ég labba út. Heyrðu nú hvað þú þarft að gera. Farðu með þessa peninga til læknis og gakktu úr skugga um að þú sért ólétt. Ég veit ekkert hvað hann tekur fyrir það en þetta hlýtur að vera nóg. Ef þú ert ekki ólétt höfum við bara gert mikið veður út af engu. Ef þú ert það hins vegar skaltu fara beint til húsvarðar- ins á hótelinu og hún sér um að útvega þér einhvern sem getur bjargað því. Ég skal sjá til þess að reikningurinn verði greidd- ur. Gerðu þetta eins fljótt og þú getur — og segðu engum neitt.” Hann kastaði seðli á borðið fyrir reikningnum og stóð upp. „Ekki fara, Alastair, gerðu það, ekki fara frá mér, ég elska þig svo mikið.” „Ef þú elskar mig skaltu gera nákvæmlega það sem ég segi þér. Þú verður að hlýða mér eða þú sérð mig aldrei aft- ur.” „Hvenær hitti ég þig? Hvenær?” Hún var orðin of hrædd til þess að geta grátið. , ,Ég hitti þig hérna eftir tvær vikur.” Hann klappaði á axlirnar á henni. „Vertu hress! Ef þú ert hlýðin og góð stelpa getum við gleymt öllu þessu óskemmtilega. Ætlarðu nú að lofa að gera eins og ég segi?” „Ó, ég lofa því, en þú kemur aftur, er það ekki?” „Auðvitað, kisa litla,” sagði hann I huggunarskyni og beygði sig niður til þess að kyssa votu kinnina — og ætlaði sér hreint ekki að hitta hana nokkurn tlma aftur. f^/znn var farinn áður en Lilí datt I hug að spyrja til hvaða læknis hún ætti að fara. Hún sat og starði á seðla- hrúguna, síðan tróð hún þeim I vasann á regnkápunni og gekk heim að hótelinu. Hún hékk 46 Vikan 37. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.