Vikan


Vikan - 12.09.1985, Qupperneq 25

Vikan - 12.09.1985, Qupperneq 25
„Eg vona bara að hver einasti nærbuxnainnflytjandi styrki kvikmynda- framleiðendur með fjárútlátum en þeir geta hins vegar varla búist við þvi að þeir aurar skili sér nokkurn tima til baka." Og svo hefurðu skellt þér i að gera nýja lífsmynd. Ertu að bjarga kassanum eftir skammdegismyrkrið? Nei, þaö vill bara svo til að meö nýj- ustu myndinni minni, Löggulífi, er ég aö gera nákvæmlega þá mynd sem mig langar til aö gera þessa stundina. Þaö veröur brjálæöislega skemmtileg mynd og toppurinn á þessum þríleik. Þeir félagar, Þór og Danni, taka aö sér aö veröa löggur í stuttan tíma en annars eru aðalpersónurnar tvær eldri konur sem lenda á glapstigum. Þarna koma líka viö sögu nýjar búgreinar svo sem útflutningur á fálkaungum sem ég get upplýst í trúnaöi aö eru kjúklingar meö plastgoggi plús ló. Viö vinnum þessa mynd í góöri sam- vinnu viö lögregluna í Reykjavík, hún er mjög elskuleg og hjálpleg. Og sem ég horfi út um gluggann hjá mér á Klapparstíg 42 hér í borg dettur mér í hug aö bjóöa Lögreglukórnum aö syngja á frumsýningunni. Þetta eru miklir raddmenn. Erþetta metnaöarfull kvikmynd? Sko, ég kalla þaö metnaö að reyna eins og maöur lifandi getur aö lýsa ís- lenskum hversdagsleika og gera hann aðgengilegan fyrir allan þorra fólks. Mér finnst þaö líka sýna ákveöna viðleitni ef maöur veðsetur allar eigur sínar í fimmta skipti eins og ég er bú- innaðgeranúna. Veðsetning i eignum kvikmyndaleik- stjóra er ansi vinsœlt fyrirbæri. Hvað viltu segja um það mál? Eg held aö þaö sé afskaplega hollt aö gera þaö. Að veðsetja húsið sitt? Já, ég held aö þaö sé alveg bráð- nauösynlegt. Helduröu það? Já, því þetta venur menn af því aö safna korni í hlöður og líka venur þetta mann af afskaplega heimskulegum egóisma. Maöur gerir þá ekki kvik- myndir einvöröungu fyrir sjálfan sig. Mér finnst þaö líka dálítiö traustvekj- andi aö geta sagt: „Eg og bankinn eigum þetta hús í sameiningú.” Hvað kemur næst á eftir Löggulífi? Ég á í fórum mínum handrit sem ég kalla Illur fengur. Mig langar til aö filma þaö ef ég kemst lifandi úr Löggu- lífinu. Illur fengur yrði sambland af krimma og gamanmynd. 6. skot. ' 1 Vísindalegar rannsóknir. um j L nærbuxnainnflytjendur og i ' kvikmyndasjóð. j Hvaö finnst þér um það sem gert var siðast þegar úthlutað var úr kvikmynda- sjóöi, þaö er að veita fjórmagni í myndir sem búiö var aö framleiða? Mér leist ágætlega á þaö enda átti ég sjálfur hugmyndina aö því aö hafa þaö svona í þetta eina sinn. Sko, þaö er búiö aö gera um 20 ís- lenskar kvikmyndir á tiltölulega stutt- um tíma og þaö má segja aö íslensk kvikmyndagerð sé fædd. Með þessum 20 myndum hefur fengist ómetanleg reynsla og sumir hafa sett sig á haus- inn viö að gera þessar myndir þótt ég hafi sloppið enn þá fyrir eitthvert glópalán. Mér fannst þaö alveg sjálf- sagt aö láta fé renna til þeirra sem verst hafa fariö út úr þessari kvik- myndagerð. Þetta eru í raun og veru úthlutanir til vísindalegra rannsókna. Þetta hefur veriö ómetanleg tilrauna- starfsemi og brautryöjendastarf og ég er því fylgjandi aö gera þetta í eitt skipti og aldrei framar, framvegis veröi menn að gera þetta á eigin ábyrgö. Heldurðu að það sé hægt að gera myndirnar ódýrari í framleiðslu? Nei, þaö er ekki nokkur einasta leiö. Þaö má teljast gott aö í þessu landi, sem er eitt dýrasta land veraldar, tekst okkur að gera ódýrustu kvik- myndir í heimi. En þrátt fyrir þaö lifir íslensk kvikmyndagerö aldrei lengi nema meö ríflegum opinberum styrkj- um. Markaöurinn hérna er allt of lítill því aö meðaltali koma ekki nema 20 þúsund manns í bíó og þaö er allt of lítiö til að borga upp myndina. Hvað með íslenskar kvikmyndir til út- flutnings? Þaö er auövitaö gaman ef einhver kvikmynd gerir þaö gott erlendis en heimurinn á nóg af myndum svo ég held aö viö ættum aö halda okkur viö skeriö. Menn mega ekki halda aö verið sé aö kasta fjármunum á glæ þó aö veitt sé peningum til kvikmyndagerðar. íslenskar kvikmyndir auka feröa- mannastraum til landsins og auka sölu á íslenskum vörum erlendis. Þær eru í raun og veru hörkugóö landkynning. Þaö er sjálfsagt aö íslenska ríkiö styrki sjálft sig til þessarar landkynn- ingar. Hvernig lisi þár á að einkaaðilar láti fá af hendi rakna til kvikmyndagerðar hér á landi? Eg vona bara að hver einasti nær- buxnainnflytjandi styrki kvikmynda- framleiöendur meö fjárútlátum en þeir geta hins vegar varla búist viö að þeir aurar skili sér nokkurn tíma til baka. Nú hefur þú verið með rabbþætti i ríkisútvarpinu undir nafninu Það var og... Hvers vegna ertu hættur með þessa þætti? Þaö var bara hringt í mig frá útvarp- inu einn góðan veðurdag í sumar og sagt aö þaö væri búiö að setja annan þátt á dagskrána þar sem minn þáttur átti aö vera. En þetta var ákveöið hjá útvarpsráði. Fékkstu engar skýringar á þessu? Nei, þegar útvarpsráð er annars vegar biöur maöur ekki um neinar gáfulegar skýringar. Maöur spáir ekki frekar í þetta en aö stundum er sólskin og stundum rigning. Ég held aö þaö sé ágætt aö hafa varöhund til aö gelta aö óboðnum gestum en mér líst ekki á blikuna þegar hundurinn er kominn í húsbóndasætiö. En hverjir voru þessir kunningjar þínir sem þú varst alltaf að vitna í? Þaö voru mest hinir og þessir og stundum ég sjálfur. Eg ætla aö skemmta mér viö þaö núna í haust aö gefa út syrpu úr þessum þáttum og auðvitað skíri ég bókina Það var og... Þaö orðtak er raunar komið frá mínum uppáhaldsrithöfundi sem er Guömund- ur Haraldsson frá Eyrarbakka. Þú gafst líka út barnabók í fyrra sem þú kallaöir 100 ára afmælið. Varstu lengi að vinna þá bók? Ég held að ég hafi veriö tvo daga að skrifa hana upp. Þá meina ég tvo eftir- miödaga aö sjálfsögðu. En auövitaö var ég búinn aö hafa þessa bók á litla heilanum í nokkurn tíma. En þaö er minnsta máliö aö vélrita. Hvernig finnst þér umfjöllunin vera um kvikmyndir hér á landi? Ernn gagnrýnandi finnst mér standa upp úr, hann skrifar í tímaritiö Heima er best á Akureyri. Þór virðist ekki vera sérlega hlýtt til þeirra sem þjást af svokölluðu menn- ingarsnobbi, eða hvað? Mér er síöur en svo nokkuð illa viö þessa menningarhegra. Þeir hafa komiö ýmsu góöu til leiðar og í sjálfu sér allt í lagi aö þeir opni munninn svo lengi sem einhver nennir aö hlusta á þá. Mér finnst þetta fólk bara vera hallærislegt. Þetta eru hinir einu raunverulegu sveitamenn á Islandi. Eru þetta gagnrýnendur sem þú ert að meina? Þetta er ákaflega óljós hópur, svona þokukenndur hópur. Þaö eru margir sem eru á jaörinum og líka margir sem eru alveg inni í þokunni. Þú vilt ekki nafngreina einhverja í þessu sambandc? Nei, ég nenni ekki aö standa í meiðyröamálum á gamalsaldri. Heldur þú að þessi þokuhópur stundi mannskemmandi störf? Ja, þetta bælir kannski niður ákveöna eiginleika hjá fólki, til dæmis hjá ungum mönnum sem eru að fikta viö aö skrifa. Þeir gætu farið aö freista þess aö skrifa bækur handa þessu fólki en gleyma um leið hinum raunveru- legu lesendum. Hver er aðalfyrirmyndin þín á sviði kvikmyndalistar? Er það Eisenstein? Finnst þér þaö líklegt? Ég man þegar ég var aö sjá myndir eftir hann á meðan ég var í mennta- skóla aö mér fannst þær svo leiöinleg- ar aö ég þoröi ekki aö segja nokkrum manni frá því. Hins vegar er Öskar Gíslason kvikmyndaleikstjóri minn mesti örlagavaldur. Hann geröi til dæmis myndirnar Síöasti bærinn í dalnum og Reykjavíkurævintýri Bakkabræöra. I þeim myndum sann- færöist ég um aö hægt væri aö láta Is- lendinga tolla á filmu. Ég haföi alltaf haldiö aö þaö væru bara útlendingar sem gætu þaö. 37. tbl. Vikan 2S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.