Vikan - 12.09.1985, Side 41
Þýðandi: Anna
bara að rápa og sýnast gera eitt-
hvað. Ég vil að þið finnið þá sem
slá slöku viö, skilið skýrslu um þá
og svo komum við þeim héðan...ef
þeir vilja þá ekki vinnu í véla-
salnum. Það er engin afsökun
tekin til greina. Miðað við þær
líkur sem eru á atvinnuleysi í
framtíðinni ætti maður ekki að
þurfa að búa við skert afköst og
þeir sem vilja vera hér áfram
verða að vinna fyrir hverjum eyri
í launaumslaginu sínu . . . eða
taka afleiðingunum ella.
— Það er fullkomlega rétt
athugað hjá þér, sögöu hagræð-
ingarfræðingarnir tveir og
kinkuðu kolli til áherslu. Síðan
tóku þeir skeiðklukkurnar fram og
fóru að sinna verkefni sínu.
Tveim vikum síðar kallaði
Kvasahöj forstjóri þá inn til sín til
að heyra hvernig gengi.
— Það lítur ekki út fyrir að neitt
sé athugavert við vinnuafköstin
hjá skrifstofufólkinu, sagöi annar
þeirra. Allir hafa nóg verkefni og
vinnan er skynsamlega innt af
hendi á öllum verkþrepum. Vinnu-
hraðinn flokkast næstum undir „of
mikinn”.
— En skrifstofuneminn, Eiki
freknótti, hvað um hann? Hann er
næstum allan daginn í kompunni
og reykir, er þaö ekki? Á ég aö
segja honum upp...eða láta hann
vinna í vélasalnum?
— Eiki hefur síðastliðna
fjórtán daga unnið að meðaltali
níu stundir og 13,5 mínútur. Þaö er
73 mínútur og 30 sekúndur yfir það
sem hann má vinna mest sam-
kvæmt nemasamningunum.
— Ökei, gleymum honum! En
hvað með yfirbókarann? Hann
Pétur gamla? Hann situr þarna og
hálfdottar yfir bókhaldinu allan
daginn, er það ekki? Og er á eftir
með færslurnar? Á ég að láta hann
hætta með þriggja mánaða upp-
sagnarfresti eða á ég aö bjóða
honum verr launað starf á verk-
stæðinu? Eða ætti ég að koma
honum á eftirlaun?
— Pétur vinnur í raun réttri
tveggja manna starf, herra for-
stjóri. Hann hefur vinnuna með
sér heim á hverju kvöldi án þess
að taka nokkuð auka fyrir það.
Það held ég að verslunarmanna-
félagið yröi heldur óhresst með ef
þaðfrétti afþví.
— Umm...jæja...en hvað með
verkamennina í vélasalnum? Það
hlýtur að þurfa að verða þar smá,
hress uppstokkun? Ég hef séö
fjóra fimm menn standa gapandi
yfir Sigga þegar hann er á færi-
bandinu. Þeir eru þó varla aö
vinna fyrir kaupinu sínu, er það?
— Það er Siggi sem setur alla
nýja starfsmenn inn í verkin. Um
leið og þeir eru búnir að sjá
hvernig hann ber sig að á færi-
bandinu eru þeir komnir á fulla
ferð þar líka — svo svitinn
drýpur af þeim!
— En hvað með manninn sem
heldur bjórbókhaldið? Hvernig
líst ykkur á að ég láti hann flakka
á föstudag... sama hvað verka-
lýðsfélagið segir?
— Hann er yfir mötuneytinu og
er ekki einu sinni á launaskrá.
— En verkstjórann? Ég hef
lengi haft auga með honum! Hann
er bara að fela sig þarna í glerbúr-
inu sínu, er það ekki?
— Maggi? Hann hefur varla
tíma til aö borða hádegismatinn
sinn! Þessa fjórtán daga, sem við
höfum fylgst með hér, hefur hann
tekið sér samanlagt 16 sekúndna
hlé og þaö notaði hann til að hnýta
skóreimarnar sínar.
Kvasahöj forstjóri leit mjög
óánægður af öðrum hagræðingar-
fræðingnum á hinn.
— Þiö eruð allt of meyrir!
drundi í honum. Svo barði hann í
borðið.
— Ég vil fjandakornið fá ein-
hverjar niðurstöður! sagði hann.
Fyrir hvað haldið þið að ég borgi
ykkur?
Það var barið varlega að
dyrum. Eiki, freknótti skrifstofu-
neminn, var að koma með póst
dagsins til undirskriftar. Það voru
sjö bréf og pöntun til stálfélags í
Ruhr upp á 50 tonn af smíöajárni.
Þegar Kvasahöj forstjóri var bú-
inn að skrifa undir síðasta bréfið
og leggja pennann frá sér heyrðist
í skeiðklukkum sérfræðinganna
tveggja.
— Ein mínúta og 35 sekúndur,
sögðu þeir og skrifuðu töluna hjá
sér. Kvasahöj forstjóri sneri sér
við, eldsnöggt.
— Hvað í fj... eruð þið að gera?
sagði hann öskuillur. Ef þið efist
um hæfni mína til að stjórna hér
þá er ykkur velkomið aö fylgjast
með mér næstu vikuna!
Á mánudagsmorgun mætti
Kvasahöj forstjóri í vélasalinn í
bláum samfestingi og með suðu-
gleraugu. Hann fór, eins og hinir
nýju verkamennirnir, til Sigga aö
læra réttu handtökin viö færi-
bandið. Hann þurfti að læra að
koma saman bolta og málm-
stykki.
rtír Stjömuspá
Hrúturinn 21. mars 20. april
Þessi vika veröur
dálítið óvenjuleg
hvað snertir félagslíf.
Þú munt fara í
skemmtilegt sam-
kvæmi þar sem ýmis-
legt gerist. Þú færð
skemmtilega hug-
mynd sem reynist ill-
framkvæmanleg.
Nautið 21. april - 21. mai
Vinur þinn gerir þér
mikinn greiða. Það
er ekki víst að þú
gerir þér alveg grein
fyrir því hve greiði
hans er þér
mikilvægur. Mánu-
dagurinn verður allt
öðruvísi en þú haföir
gert ráö fyrir.
Tviburarnir 22. maí . ‘ . júni
Þú hefur lengi unniö
að því að hrinda hug-
mynd í framkvæmd.
Hún verður nú loks
aö veruleika. Þaö er
samt eins og þú sért
ekki alls kostar
ánægður. Þaö stafar
af því að áhugi þinn
hefur beinst yfir á
annað svið.
Krabbinn 22. juni 23. júli
Nýtt áhugamál tekur
mikið af tíma þínum.
Líklega verður ást-
vinur þinn þér reiöur
þess vegna. Leggðu
ekki út í neina óvissu
í þessari viku,
einkum ef peningar
eru í spilinu.
Ljóniú 24. |úlí 24. águst
Þetta verður afar
viöburðarík vika
fyrir unga fólkiö,
ekki sístþaðsem enn
er ólofað. Þú heyrir
eitthvaö sem þú mis-
skilur svo að þú gerir
eitthvaö sem þú munt
sjá eftir síðar.
Meyjan 24. ágúst - 23. sept.
Það hefur verið
mikiö að gera undan-
farið. Nú veröur
eitthvað til þess að
um fer að hægjast.
Reyndu aö nota
frístundirnar eins og
þú hafðir látið þig
dreyma um.
Vogin 24. sept. - 23. okt.
Ekki vera að gera
neitt sem brýtur í
bága við samvisku
þína. Þér hættir
annars til þess í
vikunni. Fallir þú í
þá gildru ætti það þó
að verða til þess að
þú hættir að
gagnrýna ýmislegt í
fari annarra.
Sporðijrekinn 24. okt. 23. nóv.
Hætt er viö að vikan
verði ekki eins og þú
vonaðir þótt hún
verði engan veginn
leiðinleg. Það getur
þó verið að þú gerir
allt of mikið úr öllu
mótlæti þessa dagana
og fyllist svartsýni.
Bogmaðunnn nóv. 21,des.
Líklega verður þessi
vika skemmtilegri en
sú síöasta. Þaö áttu
mest að þakka einum
vini þínum. Þú
virðist vanrækja ein-
hvem í fjölskyldunni
og hræsna fyrir
öðrum.
Stemgeitin 22. des 20. jan.
Þekking þín á á-
kveðnu sviði verður
til þess að þér býðst
gott tækifæri sem þú
getur ekki notað þér
nema að litlu leyti.
Vinur þinn veldur þér
miklum vonbrigöum.
Vatnsberinn 21. jan. 19. fetr.
Freistingarnar, sem
þú verður fyrir í
vikunni, eru óvenju
margar. Það er eins
og menn sitji og bíði í
illkvittni sinni eftir
að þú fallir fyrir ein-
hverri þeirra.
Fiskarnir 20. febr. 20. mars
Líklega færðu undar-
lega hugmynd í
sambandi við stutta
ferð sem þú og félagi
þinn farið í.
Hreinasta della væri
aö hrinda henni í
framkvæmd. Til þess
er tími þinn of
naumur.
37. tbl. Víkan 41