Vikan


Vikan - 05.02.1987, Qupperneq 9

Vikan - 05.02.1987, Qupperneq 9
NAFN VIKUNNAR: FRIÐRIK Á. BREKKAN I vitund heimsins „Litlar þjóðir verða alltaf að spyrja spurn- inga um tilgang sinn og þær geta oft óbeint haft áhrif á gang heimsmálanna. Það geta þær með því að vekja sterka athygli á vissum tím- urn. Stórþjóðirnar eru alltof uppteknar við að hugsa um sjálfar sig og sína hagsmuni og litlar þjóðir gjeymast oft í því brambolti,“ segir Friðrik Ásmundsson Brekkan sem við höfum valið sem nafn Vikunnar. Friðrik hef- ur kynnt athyglisverða hugmynd til að vekja eða viðhalda athygli heimsins á íslandi. í sem stystu máli er hugmynd Friðriks sú að nýta það sviðsljós sem Höfði fékk er leiðtogafund- ur Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Gorbatsjovs, aðalritara Sovétríkjanna, var haldinn hér í október síðastliðnum. - Nú höfum við Höfða sent hvert rnanns- barnjarðarinnar, sem kann að lesa ogeitthvað fylgdist með á síðastliðnu ári, þekkir, segir Friðrik meðal annars í opnu bréfi til yfirvalda og fjölmiðla þar sem hugmynd hans er kynnt. jdann vill nýta umfjöllunina og þá athygli sem ísland fékk á leiðtogafundinum og efna til friðarhátíðar og verðlaunaafhendinga í þágu lista og friðar árlega í október. Friðrik Brekkan starfar sem upplýsingafull- trúi hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna og hefur gert í fjögur ár. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig við getum skapað vettvang fyrir jákvæða umræðu og það tækifæri gafst á leiðtogafundinum," segir hann. „Ég fylgdist náið með undirbún- ingi og sjálfum leiðtogafundinum og einnig allri umræðu eftir fundinn. Umræðan náði vissu hámarki með þeim miðlum sem við höfðunt á þeim tíma. En nú verðum við að nýta þetta tækifæri, þessa alþjóðlegu kynningu sem við fengum á Höfða, og búa til einhvern samnefnara, stimpil eða merki í vitund heims- ins þegar minnst er á ísland. Við eigum að nota tækifærið núna i októb- er á þessu ári og vera í brennidepli heimsins þessa októberdaga og eftir það árlega. Litlu raddirnar mega sín annars oft lítils í hinni stóru, ríku hagsmunaumræðu heimsins. En úti um allan heim eru blaðamenn sem voru hér á landi á leiðtogafundinum í fyrra eða tengdust þeim atburði á ritstjórnarskrif- stofum sínum. Þeir bíða eftir meira efni frá íslandi. Árlegur viðburður tengdur friði í Höfða væri kjörið tækifæri fyrir okkur til að virkja þennan stóra hóp fjölmiðlafólks til framgangs jákvæðum málum í heiminum. Mín hugmynd er á þá leið að yfirvöld og stórfyrirtæki leggi saman í sterkan sjóð, eitt hundrað milljónir króna. Vextir af þeirri upp- hæð verði notaðir til friðarverðlauna, fjöl- miðlaverðlauna eða verðlauna til einhvers sem sannarlega hefur komið af stað jákvæðri hug- arfarsbreytingu í heiminum. Friðarverðlaun í heiminum eru ekki of mörg. Við sjálf nytum góðs af, meðal annars með kynningu á okkar listamönnum, en samhliða friðarverðlaunaafhendingu tel ég að rétt væri að veita listamönnum verðlaun við hátíðlega athöfn. Við gætum hugsað okkur dæmið þannig að hátíðin stæði yfir í tvo daga, eins og leiðtogafundurinn. Fyrri daginn yrði hátíð í Hallgrímskirkju, sem er eitt sterkt einkennis- tákn fyrir Reykjavíkurborg. Þar yrði tónlist- arhátíð og ávörp flutt. Um leið og við kynntum okkar listamenn og veittum þeim verðlaun kynntum við okkar menningu beint í gegnum gervihnött út um allan heim. Síðari daginn færi svo fram afhending friðarverð- launa í Höfða, sem forseti íslands afhenti við hátíðlega athöfn. Þeirri athöfn yrði líka sjón- varpað um allan heim. Um kvöldið yrði síðan hátíð fyrir verðlaunahafa, íslenska listamenn og þá aðra sem kæmu við sögu. í tengslum við þessa tveggja daga athöfn væri hægt að hafa í gangi kynningar á landi og þjóð fyrjr blaðamenn, matvælakynningar og ferðir í fyr- irtæki svo eitthvað sé nefnt. Ég hef lagt þessa hugmynd fram skriflega í opnu bréfi til þingmanna, borgaryfirvalda, fulltrúa stórfyrirtækja og annarra aðila sem málið gæti varðað. Ég hef fengið mjög góð og jákvæð viðbrögð við hugmyndinni. Ég held að við séum að átta okkur á umfangi eða þeirri stærðargráðu sem þessi hugmynd felur í sér. Hugmyndin þarf eðlilega tíma til að ná trúverðugleika í huga manna og skiln- ingi.“ Kynntist þú Reagan Bandaríkjaforseta á meðan leiðtogafundurinn stóð? „Ég sá og heyrði margt þá sem ekki hefur komið fram fyrir augu almennings og mun ekki gera. En leiðtogafundurinn styrkti þá hugmynd mína að allir eru mannlegir. Við höfum einmitt orðið vitni að miklum breyt- ingum í heiminum sem snerta hinn mannlega breyskleika stjórnmálamanna og annarra. Ég hitti forsetann meðan á dvöl hans stóð. Til dæmis þegar síðasta fundi leiðtoganna lauk í Höfða kom forsetinn strax niður í sendi- ráð við Laufásveg og átti þar fund með öllum starfsmönnum sendiráðsins. Yfirbragð fund- arins var óformlegt. Forsetinn var greinilega þreyttur, nokkuð vonsvikinn en sló á létta strengi í lok fundarins. Hann er hreinn og beinn, virkar á mig sem góðlátlegur eldri maður.“ Friðrik hefur starfað sem upplýsingafulltrúi í fjögur ár sem áður segir. í því starfi les hann flest blöð og tímarit sem koma út á íslandi. „Svo þýði ég yfir á ensku eftir beiðni,“ seg- ir hann. Éíklega gæti hann snarað yfir á fleiri tungumál því við eftirgrennslan kemur í ljós að hann talar ein átta tungumál. Rétt fyrir leiðtogafundinn hóf hann nám í rússnesku til að bæta því níunda við. Áður en Friðrik hóf störf hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna kom hann víða við. Hann hefur búið í Sví- þjóð í fimmtán ár samtals, í nokkur ár var hann fararstjóri á Spáni, Englandi og víðar. í þrjú ár starfaði hann sem félagsmálastjóri á Sauðárkróki og lagði þar ýmislegt til bæjarfé- lagsins. „Þegar ég bjó í Gautaborg fyrir nokkrum árum sótti ég námskeið í stjórnmálafræðum í háskólanum. Til að kosta námið vann ég á kvöldin og um helgar á spítala í Gautaborg,“ svarar Friðrik þegar hann er spurður um Svíþjóðarárin. Hann var alinn þar upp til tólf ára aldurs, kom heim þá með foreldrum sínum en fór aftur síðar. I Gautaborg starfaði Friðrik um tíma á innflytjendaskrifstofu borg- arinnar. Hann aðstoðaði marga innflytjendur þá, meðal annars marga íslendinga. Það kemur fljótt fram í viðræðum við Frið- rik að hann er sérstakur Spánaraðdáandi. „Mér líður best þar sem menn eru einlægir og opinskáir og rökræða málin og þar sem menn eru ánægðir og samgleðjast ef vel geng- ur hjá öðrum. Mér finnst skorta á slíkt hér. Mér finnst oft að umræðan hér sé drepin nið- ur með fyrirfram ákveðnum klisjum sem fijúga á milli manna og málin afgreidd með þeim í stað þess að menn rökræði þau. Ég vildi helst vera bóndi á Spáni og rækta þar eigin akur og sál.“ Viðtal: Þórunn Gestsdóttir Mynd: Valdís Óskarsdóttir 6. TBL VIKAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.