Vikan


Vikan - 05.02.1987, Síða 14

Vikan - 05.02.1987, Síða 14
Sólin er að rísa við sjóndeildarhring- inn. Frá regnskóginum berast undar- leg hljóð hinna ýmsu dýra. Sum þeirra eru að fara á stjá, önnur að ganga til náða. En nokkra kílómetra frá skóginum er gróðri þakin hæð. Sterklegur indí- áni með fléttaða körfu á öxlinni gengur þar, hægt en ekki stefnulaust, og horfir beint niður. Skyndílega nem- ur hann staðar fyrir framan tæplega tveggja og hálfs metra háa plöntu og brýtur af henni lauf. I þorpinu er konan hans löngu farin að vinna. Hún tekur upp sams konar lauf, setur það í munn sér og tyggur. Hún heldur áfram að vinna og ekki sést á henni að hún sé farin að finna til þreytu þótt hún hafi aðeins sofið í örfáar klukkustundir undanfarna sól- arhringa. Þessi lýsing er táknræn fyrir þá öflun og notkun kókaplöntunnar sem hefur átt sér stað í mörg hundruð ár þar sem vöxtur hennar er hvað mestur, í Suð- ur-Ameríku. Aðalsvæðin eru Bólivía, Perú og Kólumbía. Kókaplantan þrífst best á rökum, heitum svæðum. En þær plöntur, sem eru eftirsóttast- ar, vaxa á þurrum svæðum, helst í brekkum. Nú er svo komið að þær eru ræktaðar í miklu magni. Ef laufin á kókaplöntunni eru tugg- in deyfist maginn og því fínnur fólk ekki til hungurs eða þorsta. Þeir sem tyggja laufin finna líka lítið til þreytu og syQu. Indíánarnir hafa notað kókaplöntuna á þennan hátt um ald- ir, eins og áður segir, bæði sér til gamans og til að standast mikla vinnu. Efni það sem unnið er úr kókalauf- inu hefur áhrif á miðtaugakerfið og veldur það örvun en síðar samdrætti í því. Það hefur líka áhrif á heilabörk- inn og veldur því að mikil sælutilfmn- ing grípur neytandann. Þessu geta einnig fylgt þægilegar ofskynjanir. Þegar stærri skammtar eru teknir get- ur það haft áhrif á hrygginn og því fylgir oft krampi. Og það er hætta á að fólk látist vegna öndunarörðug- leika. Ef laufin brotna þegar þau eru beygð við stilkinn eru þau tilbúin til þurrkunar. Þau eru lögð á gróft ullar- klæði og látin þorna í sólinni. Svo eru þau sett í poka sem eru geymdir á þurrum stað til að halda gæðunum. Bestu blöðin eru ókrumpuð þegar þau eru orðin þurr, eru djúpgræn á efri hlið og grágræn á neðri hlið og hafa sterkan ilm sem getur minnt á telauf. Þótt kókalaufín innihaldi fleiri efni en kókaín er það þetta efni sem nær eingöngu er unnið úr þeim. Kókaín hefur verið notað til deyf- ingar en er nú mjög litið notað í þeim tilgangi. Helst er það notað við augn- aðgerðir. Fullunnið kókaín er hvítt duft. Það hefur oft verið kallað snjór sökum lík- ingar þess við hann. Yfírleitt er það tekið gegnum nef, „sniffað“. Það veldur samdrætti í vöðvum æðaveggja og þess vegna geta myndast slæm sár í nefgöngunum. Mesta hættan, sem fylgir kókaíninu, er að fólk verði háð því. Það er vana- bindandi lyf. Meiri hætta er á að menn ánetjist því ef þeir eru andlega óstöð- ugir. Sérstök hætta fylgir oft slíkum mönnum því í flestum tilvikum reyna þeir að fá vini sína og kunningja til að neyta efnisins með sér. Smám saman getur sótt á neytand- ann ofsóknarbrjálæði; honum finnst sér vera ógnað. Algengt er að þeir sem eru komnir á þetta stig beri á sér vopn og sú hætta er fyrir hendi að þeir noti þau. Óhugnanlegar ofskynjanir fylgja yfirleitt í kjölfarið. Þær geta verið bæði ofheyrnir, ofsjónir og til- fmningar. Sumir sjá og finna skordýr skríða yfir húð sína. Þegar menn eru orðnir andlega háðir kókaini fara þeir að verða hrjáðir af svefnleysi, flökur- leika, lystarleysi og meltingartruflun- um. Þetta veldur megurð og krampi er algengur. Andleg hrörnun á sér stað og margir sem verða háðir kókaíni lenda á stofnunum sem aumkunar- verðir sjúklingar. Hingað til hefur kókaín eða „kók“, eins og það er oft kallað, verið eitur- lyf ríka mannsins. Verðið á því er hlutfallslega hærra en á öðrum eitur- lyfjum. En nú virðast vera í bígerð ýmsar stórvægilegar breytingar á þessu. í Bandaríkjunum kom ekki alls fyr- ir löngu á markaðinn ný blanda kókaíns. Þessi blanda er mun ódýrari en annað sem þekkst hefur i tengslum við þetta efni. Hún hefur orðið til þess að mun fleiri eru nú farnir að nota kókaín en áður og farið er að gæta mikilla vandræða í Bandaríkjun- um sökum hennar. En þetta er ekki það eina sem hefur komið fram nýlega. Nú virðist sem aðalframleiðendur kókaíns, í Bólivíu, Kólumbíu og Perú, hafi einsett sér að koma efninu inn á Evrópumarkaðinn. Það kom fram í grein sem birtist nýlega i norska blaðinu Weekend að eiturlyíjajöfrarnir væru að skipuleggja herferð til Evrópu og Norðurland- anna með verðlækkun að vopni. I Osló hefur verðið á kókaíni verið lækkað úr sex þúsund norskum krón- um niður í eitt þúsund til tólf hundruð krónur en þetta útsöluverð mun að- eins verða á efninu í skamman tíma. Það á áreiðanlega eftir að hækka aftur þegar nógu margir eru orðnir háðir því. Unni Sunnaná, höfundur þessarar greinar, segir jafnframt að þessari aðferð hafi einnig verið beitt í Banda- ríkjunum en nú sé sá markaður orðinn mettaður og þær tuttugu og tvær millj- ónir manna, sem nota kókaín reglu- lega eða óreglulega, geti ekki eytt meiru en um það bil tvö hundruð og fimmtíu þúsund kílóum á ári. Sú framleiðsla, sem er stunduð í Bólivíu, Kólumbíu og Perú, er hins vegar svo mikil að talið er að nú sé umfram- magn af kókaíni þaðan um fimmtíu til hundrað þúsund kíló á ári. Senni- legt er að í fyrstu umferð hafi verið sent kókaín á mjög lágu verði til Madrid, Amsterdam og London. Norsk yfirvöld hafa verið beðin um að herða eftirlit með ferðamönnum sem koma frá Spáni og Kanaríeyjum. Thor Bjornevág er fulltrúi frá norsku lögreglunni, starfandi í Madrid á Spáni. Hingað til hafa full- trúar frá bandarísku lögreglunni og Bjornevág verið einu útlendingarnir sem hafa fengið leyfi til að stunda eit- urlyfjarannsóknir á Spáni. Það er gífurlega erfitt starf sem Bjornevág hefur með höndum. Hann er að reyna að komast að öllum helstu eiturlyija- leiðum og umferð efnanna. William H. Yout, sérstakur starfs- maður Drug Enforcement Adminis- tration (DEA) í Miami, segir jafnframt í þessari grein: „Kókaín- risarnir vita að þið Evrópubúar hafið kaupmáttinn og að það er stór mark- aður hinum megin við Atlantshafið. I guðsbænum, sjáið til þess að þið séuð betur undirbúnir en við vorum þegar þetta gífurlega samfélagsvandamál fór að segja til sín.“ Úr því að þessi er raunin, hvernig mun þá fara fyrir íslandi í þessum faraldri? Mun kókaínið flæða yfir og gera hundruð Islendinga að stofnana- mat? Reynir Kjartansson hjá fikni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík telur ekki hættu á að svo muni verða. 14 VIKAN 6. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.