Vikan


Vikan - 05.02.1987, Síða 23

Vikan - 05.02.1987, Síða 23
sem hann vekur fyrst athygli. Sjálfur segir hann að fram- leiðendurnir hafi í fyrstu viljað þekkt nafn í titilhlut- verkið en vegna þess hversu líkur hann þótti mynd af Kólumbusi fékk hann hlut- verkið og var hann um- kringdur þekktum leikurum í - þessari sjónvarpsseríu sem sýnd var í íslenska ríkissjón- varpinu á sínum tíma. Svo kemur vendipunktur- inn á ferli hans, lilutverk rannsóknarblaðamannsins í Defence of Realm. Þetta er sakamálamynd er gerist i London. Byrne leikur Nick Mullen, blaðamann sem gerir allt fyrir fréttina eins og áhorfendur fá að kynnast. Þegar hann kemst á snoðir um ,,heitt“ mál stöðvar hann ekkert, þótt vinur hans verði fórnarlamb hildarleiksins. Gabriel Byrne hefur nýlok- ið við að leika í Lionheart sem tekin var upp í Ungverja- landi. Meðleikarar hans þar eru Eric Stoltz og Connie Booth. Næst mun hann leika í The Easter Egg Chase sem leikstýrt verður af Robert Altman. Það er því ljóst að Gabriel Byrne mun ekki skorta verkefni á næstunni. Myndbönd ALIEN ★★★ Leikstjóri: Ridley Scott. Aöalhlutverk: Sigourney Weaver, John Hurt og Harry Dean Stanton. Sýningartími: 116 mín. - Útgefandi: Steinar hf. Mynd Ridleys Scott, Alien, er á góðri leið með að verða klassísk í kvik- myndasögunni enda ekki margar hryllingsmyndir sem hafa haft eins afgerandi áhrif. Athygli hefur beinst að henni að undanförnu vegna vel gerðrar framhaldsmyndar, Aliens. Alien er öllu einfaldari í gerð. Fylgst er með áhöfn geimfars sem kemur til óbyggðrar plánetu. Þar slæst í förina heldur óhuggulegt fyrirbrigði sem tekur sér fyrst bólfestu í maga eins áhafn- armeðlimsins. Eftir að skrímslið hefur brotið sér leið úr maga fórnarlambsins í atriði, sem ábyggilega enginn á eftir að gleyma, stækkar það og fer að herja á áhöfnina. Að lokum er aðeins einn eftir til að kljást við skrímslið. Með Alien breytti Ridley Scott ímynd geimmynda. Horftnn er glansinn sem ein- kennir myndir á borð við Star Wars. Alien er mynd sem enginn unnandi spennumynda ætti að láta fram hjá sér fara. HIGHLANDER ★★★ Leikstjóri: Russel Mulcahy. Aðalleikarar: Christopher Lambert, Sean Connery og Roxanne Hart. Sýningartími: 110mín.-Útgefandi: Háskólabíó. í miklum bardaga á sautjándu öld er Connor (Christopher Lambert) særður banasári. Ollum til undrunardeyr hannekki. Hann er ásakaður um galdra og rekinn burt úr heimabyggð sinni. Seinna kemur í ljós að hann er einn hinna ódauðlegu. Víkur nú til New York nútíðarinnar. Connor er nú forngripasali. Nú er komið að því sem spáð hafði verið, aðeins einn hinna ódauðlegu fær að lifa lengur. Eftir blóðugt stríð standa tveir eftir lifandi, Connor og Kurgan, boðberi hins illa. Highlander er virkilega spenn- andi og vel gerð kvikmynd þar sem tækniatriði njóta sín til fulls. Skylminga- atriðin í New Y ork eru tilkomumikil og í mótsögn við nútímann, enda stendur lögregla borgarinnar á gati þegar höfuðlaus lík fara að frnnast. Leikur er góður. Senuþjófarnir eru Sean Connery í litlu en bitastæðu hlut- verki og Clancy Brown í hlutverki Kurgans. THE NAKED PREY ★★ Leikstjóri: Cornel Wilde. Aðalleikarar: Cornel Wilde og Ken Gambu. Sýningartimi: 92 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Frumraun leikarans Cornel Wilde sem leikstjóra, The Naked Prey, er eftirtektarverð kvikmynd. Fyrir utan að vera leikstjóri og framleiðandi er hann aðalleikarinn í þessari ágætu mynd sem gerist á síðustu öld og fjallar um leiðangur í Afríku. Þegar leiðangursstjórinn rnóðgar innfædda er fjand- inn laus og eru allir leiðangursmennirnir drepnir á hryllilegan hátt. Einn sleppur þó, eingöngu vegna þess að hann sér við innfæddum sem ætluðu að leika sér að honum og elta hann uppi og drepa hann. Hefst nú mikill og ójafn eltingarleikur inni í miðri Afríku. Hvíti maðurinn kann ekki að nýta sér gæði frumskógarins á sama hátt og innfæddir... The Naked Prey er vel gerð mynd. Sjaldan hefur Afríka verið kvikmynduð í leikinni kvik- mynd á þann hátt sem sjá má hér. Talað mál er lítið og þegar talað er þá er það á einhverju máli innfæddra sem enginn skilur. THE NIGHT OF THE JUGGERNAUT ★ Leikstjóri: George Fenady. Aðalleikarar: David Hasselhoff, Edward Mulhare og Patricia McPherson. Sýningartími: 90 min. - Útgefandi: Laugarásbió. Aðalsöguhetja Night ofthe Juggernaut er Michael (David HasselhofQ sem er einhvers konar lögreglumaður. Það sem hann hefur fram yfir aðra er að hann keyrir á bíl sem getur allt ef svo má að orði komast. Bíllinn er hin glæsilegasta kerra, heldur betur tölvuvæddur. Tölvan talar, aðvarar bílstjórann þegar hætta er í grennd og getur flogið smáspöl ef það er til bóta. í þessurn þætti er þó bíllinn að mestu eyðilagður af vondu köllunum sem sjálfir hafa smíðað bíl sem helst líkist skriðdreka og hefur sá yfir í fyrstu tilraun. Glæsikerran er samt byggð upp á nýtt, enn fullkomnari en áður og þá erekki að spyrjaað endalokunum. The Night of the Juggernaut er hvorki verri né betri en sams konar sjónvarpsmyndir. Það er í lagi að horfa á myndina. Hraðinn er mikill en þegar sýningu lýkur er fátt minnisstætt. 6. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.