Vikan


Vikan - 05.02.1987, Side 30

Vikan - 05.02.1987, Side 30
egar Roland Joffé hringdi í mig og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að taka þátt í kvikmynd sem hann var að gera svaraði ég strax játandi. Sagan, sem myndin byggir á, hafði verið, ef svo má segja, í bígerð i um það bil tíu ár. Margir jesúítar þekkja þessa sögu því hún fjallar um evrópska jesúíta á nítjándu öld og hið sagnkennda „ríki“ þeirra í Suður-Amer- íku. Aðalhlutverkið er í höndum Roberts De Niro. Hann leikur Mendoza, morðingja og þrælasala sem snýst til kristinnar trúar og gerist svo jesúíti. Þetta er mjög krefjandi hlut- verk. Mótleikari hans fannst eftir nokkra leit: Jeremy Irons leikur hinn vitra og hreina föður Gabríel. Hann beinir athygli sinni að myrkri, ringulreið og örvæntingunni í fari Mendoza. Þegar kirkjan kallar jesúítana burt frá indíán- unum, sem þeir eru að boða trú, neitar Mendoza en Gabríel hlýðir. Báðir látast. Fyrir mig var það kjörið tækifæri til að sýna reglunni minni þakklæti að taka þátt í gerð þessarar myndar því hún myndi verða í anda jesúítanna. í myndinni voru jesúítar sem hættu lífi sínu til þess að bjarga fólki. Og það er einmitt það sem ég vil gera svo að ég fór til Suður- Ameríku. Þegar ég kom til Cartagena í Kólumbíu mætti mér ógurleg mergð fólks sem var á sífelldri hreyfmgu. í miðri þvögu, sem var vægast sagt óskipulögð, var mikið ánægju- efni að sjá Roland Joffé, ríðandi, gnæfa upp úr mannþrönginni. Sökum misjafns lundernis virðast mér De Niro og Irons afskaplega ólíkir persónuleikar. Robert lítur á hlutverk sitt á þann hátt að hann verði að túlka mann sem hefur tekið ótrúlega mikilli breyt- ingu í hjarta sínu. Og honum fmnst hann þurfa að túlka þessa breytingu og útskýra hvers vegna hún hefur átt sér stað. Jeremy spyr sjálfan sig hins vegar: Hvernig get ég með bestu móti uppgötvað þá visku sem ég þarf að búa yfir til að geta séð þennan mann í réttu ljósi? í hlutverki Jeremys er mik- ið af visku og skilningi. Roland lagði til að við Jeremy færum afsíð- is og værum einangraðir nokkurn tíma. Til allrar hamingju er mikið af minjum um jesú- íta í tengslum við kirkju San Pedro Claver í Cartagena. Þegar við komum þangað vorum við boðnir stuttlega velkomnir og komum okkur svo fyrir, tilbúnir að eyða þrjátíu og sex klukkustundum í einangrun. Við ræddum ýmis málefni, svo sem synd, sekt og ábyrgð. Við tökurnar er farið úr einu í annað. Þar er farið fram og aftur í tíma. Leikararnir eru í afskaplega erfiðri aðstöðu. Þeir verða ekki bara að stíga inn í aðra öld heldur verða þeir líka að grípa brot úr ímynduðum tíma og halda fast í þau. Og svo verða þeir að sleppa skyndilega - eins og strengjabrúður sem eru látnar detta. Við sjáum átakamikið atriði: Mendoza og menn hans draga og reka indíánaþrælana, sem þeir hafa tekið, inn á markaðstorg. Þrælaveið- ararnir þeysa niður eftir þröngu stræti. Mendoza situr réttur í hnakknum, hrokafullur eins og satan sjálfur. Ég fann til mikils hryll- ings, þetta var of nálægt raunveruleikanum. Tilfinningin í beinum mínum bar vitni um liðna atburði. Indíánarnir leika sjálfir það sem eitt sinn henti þá. Hverjar ætli hugsanir þeirra séu? Þeir eru dregnir í rykinu eftir strætum Carta- Daniei Berrigan, höfundur greinarinnar. gena, einn og einn eða margir bundnir saman - gangandi, hönd bundin við hönd eins og örlagakeðja eða bundnir á höndum og fótum, naktir, liggjandi aftan á hestum? Þetta er ímyndun sem hefur það markmið að líkja eftir veruleika. Tveimur klukkustundum er eytt í að setja upp risavaxinn ljóskastara. Þetta var mjög dæmigert verk, öll þessi vinna fyrir um það bil tveggja mín- útna atriði. Þetta er eins og þegar tonn af rósum er eimað til að fá eina flösku af ilm- vatni. Myndatökumaðurinn hugsar aðeins um að hafa vélina í réttri stöðu. Hann stendur eða situr á palli sem hann hreyfir. Hann er óæðri guð sem hreyfir og stjórnar æðri guði. De Niro virðist í ljósára íjarlægð, eins og tilvist hans og persónuleiki hafi á vissan hátt horfið inn í kvikmyndina. En meðan á tökum stendur er líf hans aðeins aðgengilegt fyrir kvikmyndavélina og leikstjórann. Við erum í Santa Marta. í fyrsta skipti umgengst ég þetta sérstæða fólk, indíánana. Þeir hafa verið fluttir hingað um nokkur hundruð kílómetra leið. Byggt hefur verið sérstakt þorp sem þeir setjast að í, tilbúnir að hjálpa okkur við gerð myndarinnar. Þegar klukkan er um það bil hálftíu um kvöld skellur á ofsalegur stormur sem minnir okkur á að nú stendur regntímabilið yfir. Sterklegt tré er lýst upp af eldflugum og það er ekki laust við að það minni á jólatré. A meðan rignir koma froskarnir. Þeir hefja upp kvak sitt og brátt fyllir froskakórinn regn- þrungið loftið. Idag á að taka atriðið sem skiptir sköpum í myndinni. Það er þegar Gabríel reynir að snúa Mendoza til rétts vegar. Allt í þessari mynd snýst raunverulega um þetta atriði. Þetta er gífurlega erfitt fyrir alla. Átta klukkustundir hafa farið í tökuna og enn er þetta ekki búið. Við erum að leita að betri endalokum fyrir myndina heldur en um er að ræða í handrit- inu. Handrit er fyrir kvikmynd eins og beinagrindin fyrir manneskjuna. Það er svo hugmyndaflug þeirra sem vinna að myndinni sem klæðir beinagrindina holdi. En hvað ger- ist ef beinagrindin er óhreyfanleg eða ef í henni eru nokkur brotin bein? Þá er ekki annað að gera en að segja við skaparann: Ég bið þig um að byrja á nýjan leik. að er dálítil kaldhæðni, jafnvel fynd- ið, að ég kem við sögu á sama hátt í myndinni og í kirkjunni, það er að segja á báðum stöðum er ég ráðgjafi og hef aukahlutverk. í kirkjunni þykir ekki við hæfi að ég sé gerður að aðstoðarmanni þar sem ég hef hlotið vígslu, en ég verð aldrei í aðalhlutverki þar heldur. Og hvað myndinni viðkemur hefur einhverjum virst, þótt það sé undarlegt, að ég geti orðið til einhverrar hjálp- ar - til að styrkja leikarana, eins og ósýnileg súrefnisdæla. Mér finnst að gerð þessarar myndar hafi þjónað tilgangi. Indíánarnir voru ekki færðir í rómantískan búning og þeir voru ekki gerðir að húsþjónum hvíta mannsins. Á meðal þeirra eru dýrðling- ar og svikarar, eins og hjá Spánverjunum og Portúgölunum. Myndin er líka hógvær. Það eru engar „auðveldar" lausnir, engin „ódýr“ reisn. Mendoza og faðir Gabríel eru beittir of- beldi og deyja af völdum þess. Við urðum að leika Guð. Við sköpuðum hetjur og andhetj- ur. Við hófum einn til dýrðar og dæmdum annan til glötunar. En með því að gera ráð fyrir uppákomum og neita að skiptá okkur af þeim stóðu allir saman að því að gera þessa mynd að heil- steyptu verki. 30 VIKAN 6. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.