Vikan


Vikan - 05.02.1987, Síða 36

Vikan - 05.02.1987, Síða 36
upp á loft. Ég andaði rólegar og hélt upp stig- ann. Ég kunni þennan stiga alveg utanbókar, vissi nákvæmlega hvar brakaði í honum og hvar ekki. Það brakaði í fyrstu og þriðju tröppu, Ijórða, frmmta og sjötta voru í lagi og svona hélt þetta áfram. En ég komst óséð inn til mín. Svo þekkti ég íslenskar stelpur sem voru í Grimsby og fékk stundum að heimsækja þær á föstudögum. Þá fékk ég far með Mr. Cook þegar hann fór til Grimsby á fundi. Þá ók ég með hon- um í Rollce Royœ. Ég man að á þessum ferðum var hann alltaf með hvítan trefil og hvita hanska. Þegar ég sat við hliðina á honum í bílnum leið mér eins og persónu úr sögunni um Oliver Twist. En það var margt þama sem stakk mig. Mr. Cook átti þorpið sem var í nágrenninu, samkomu- húsið og kirkjuna. Flest af fólkinu, sem bjó í nágrenninu, vann á búgarðinum. Það var upp til hópa illa upplýst og ómenntað. Ég man til dæm- is eftir strák sem ég kynntist sem gat ekki tekið bílpróf af því að hann var ekki læs. Aginn þama var miklu meiri en ég hafði van- ist áður, en ég myndi segja að ég hafi haft mjög gott af þessu, þetta var ævintýri sem ég álít að allar stelpur hefðu gott af að lenda í. Dvöl mín í Englandi varð lengri en ég haföi ætlað því þar var ég í eitt og hálft ár í stað eins, eins og ég haföi ætlað mér. Svo fór ég heim og lenti á kafi á revíunum. r g náði í rassinn á revíunum í Sjálfstæðis- húsinu og lék þar í nokkram revíum með Haraldi A. Sigurðssyni. Hann var mikill leikari. Revíutímabilið hófst snemma á haustin og þvi lauk ekki fyrr en í maí og þá var farið með sýningar út á land. Mér hefur alltaf þótt reviuleikur mjög skemmtilegur. Revian á eig- inlega hug minn allan. A sumrin var ég hins vegar föstudaga, laugar- daga og sunnudaga að skemmta á héraðsmótum sjálfstreðismanna. Þá ferðaðist maður með alls konar fólki, bæði stjómmálamönnum og leikur- um, og það var oft voðalega gaman. Það var margt skemmtilegt sem gerðist á þess- um árum. Einu sinni var ég pöntuð vestur á ísafjörð af fótboltafélaginu á staðnum. Ég hopp- aði upp í næstu flugvél og var ein því ég átti að fá undirleikara fyrir vestan. Ég lendi og er keyrð beint í samkomuhúsið. Þegar þangað er komið er sagt við mig: Þú kannt náttúrlega rock’n roll, þú ert úr bænum. Ég kunni ekkert rock’n roll, en maður gat svo sem gert ýmislegt. Svo er náð í einhvem ægilegan gúmmíkarl utan úr bæ, sem gat farið í splitt og spígat og ýmislegt fleira. Við voram drifin upp á svið og sýndum rock’n roll við fögnuð áhorfenda. En gúmmíkarlinn var nú ekki sterkari í rokkinu en það að ég varð að kenna honum það litla sem ég kunni. Ég haföi ekkert verið pöntuð til að sýna dans heldur var ég pönt- uð til að syngja og fara með gamanmál. Én ég lét hafa mig út í allt mögulegt því ég þorði ekki að viðurkenna að ég kynni ekki rock’n roll. Þess- ar sýningar gengu tvisvar á dag í heila viku þvi þegar ég var komin vestur skall á flugmannaverk- fall. Ég má ekki fara vestur á ísafjörð, þá festist ég. Þegar vikan var liðin sögðu forystumenn fót- boltafélagsins: Þú ert búin að aðstoða okkur svo mikið að við pöntuðum sjúkraflugvél með þig í bæinn og endirinn varð sá að ég fór með henni. Ég samdi sjálf mikið af því efni sem ég flutti á þessum skemmtunum, en notaði líka mikið af efni úr revíunum sem ég lék í. Þær urðu vinsælar og því sjálfsagt að nota þær. En ég samdi alltaf eitthvað á milli, það hefur alltaf verið í mér að semja. En það sem hefur hjálpað mér hvað mest í þessum bransa er hvað ég hef alltaf átt gott með að breyta röddinni. Nú man ég eftir atviki sem mér fannst hálfneyð- arlegt. Þá voram við Guðmundur Jónsson og Fritz Weisshappel að fara vestur á Snæfellsnes að skemmta. Á einum staðnum var vegurinn í sund- ur. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera, áttum að vera mætt skömmu seinna í Ólafsvík, að mig minnir. Bílstjórinn bindur kaðal í bílinn og segir við þá kappa: Ég ætla út af veginum með bílinn - en þama var mikill halli - og þið verðið bara að draga bílinn upp á veginn - hvað þeir og gerðu. En geturðu ímyndað þér, Guð- mundur Jónsson eins og Þ í laginu en hinn eins og penni. Svona minningar sitja í manni. Þær era kannski ekki beint hlægjlegar heldur neyðarlegar." - Sigríður, getur þú ekki sagt mér eitthvað fleira um reviutímabilið. „Jú, þær vora alveg sérlega skemmtilegar. Þær era þáttur sem vantar alveg inn í þjóðfélagið í dag. Það vora mörg atriði í revíunum sem hittu áhorfendur beint í hjartastað. Ég man til dæmis eftir einni revíu sem átti að gerast á nitjándu öld. Ég lék bamapíu í henni. Og í einu atriðinu átti ég að vera úti að labba með bamavagn. Mætti ég þar tveimur vegfarendum sem litu á bamið og sögðu: Hvað, það er bara alveg eins og........ Þá var hann staddur í salnum. Það var alltaf reynt að nota eitthvert frægt nafn sem vitað var að myndi vera á staðnum. En það mátti aldrei nota þá sem taldir vora viðkvæmir persónuleikar, kon- an gat tekið það nærri sér eða eitthvað ámóta. Það varð að vera einhver sem var tilbúinn að taka sprellinu. Við fórum líka oft á sjúkrahúsin með atriði úr reviunum. Einu sinni fóram við inn að Vífils- stöðum og sýndum þar. Þá var bamið látið líkjast Hauki pressara. Það var ekkert annað en hann kom til mín stuttu seinna þar sem ég var að vinna í búð og sagði: „Siriður, Siriður, er nokkuð til í að við á þennan krakka saman?“ Þá var búið að Ijúga því að Hauki að Við ættum saman bam. En ég gat útskýrt málið.“ - Nú vora revíumar feikilega vinsælar, af hveiju heldur þú að þær hafi rannið skeið sitt á enda? „Fyrsta vitleysan, sem var gerð, var að selja Sjálfstæðishúsið. Það hentaði alveg sérstaklega vel fyrir revíur. Þangað kom fólk til að skemmta sér, fyrst borðaði það, svo gat það hlegið í klukku- tíma meðan á sýningunni stóð og síðan var ball á eftir. Svo náttúrlega dó revían út með þessum körlum eins og Haraldi Á. Sigurðssyni og Guð- mundi Sigurðssyni, þeir vora eins og jarðýtur í þessum efnum. En ég held að húsmissirinn hafi verið aðalmálið." Sumarið 1956 fer Sigríður i siglingu með Gullfossi. Þar kynnist hún mannsefninu sínu, Otto Péturssyni, manni sem er af dönsku bergi brotinn. „Ég kynntist honum á hafinu milli íslands og Skotlands, af þvi getur þú nú séð hvað maður er sjóhraustur," segir Sig- ríður og kímir. „En þegar revíutíminn er liðinn tekur bamauppeldið við. Eg geng með fyrsta bamið á þessum tímamótum. Þá varð ég að taka ansi stóra ákvörðun og svara spumingum eins og: Viltu ala upp bömin þín eða viltu halda áfram að leika? Það var mikið hringt í mann og hringlað í manni og ýmis gylliboð voru í gangi. Það var til dæmis búið að semja fyrir mig sérstakt revíu- hlutverk sem ég gat svo ekki tekið því að ég var orðin ófrísk. Ég horfðist einfaldlega í augu við stað- reyndir og sagði: Þínir tímar eiga eftir að koma aftur. Ég átti bömin ansi þétt, átti fjögur böm á níu áram.“ Sigríður flytur frumsamin gamanmál á kvenna- kvöldi Lionsklúbbsins Týs. En það líður ekki á löngu áður en Sigríð- ur fer af stað aftur og nú tekur brúðuleikur- inn við, hún fer að leika Krumma í Stundinni okkar. Og parið Rannveig og Krammi varð mjög vinsælt meðal bamanna. „Krakkamir vora alltaf að senda bréf og sömdu gjaman vísur sem þau létu fylgja með. Krumma er kalt á tánum og svo framvegis. Hann var ógur- legur prakkari, alltaf að stela glingri og því sem honum þótti fallegt. Einu sinni kemur hann í Stundina okkar og er ægjlega skömmustulegur, hann getur ekki opnað munninn og hristir bara höfuðið. Hvað hefur komið fyrir, Krammi minn? segir Rannveig. Viltu gjöra svo vel að opna túl- ann. Þá er hann með tyggjó sem limir saman á honum gogginn. En Rannveig náði því ekki út úr honum og við eyðilögðum upptökuna. Þá lá allt í hlátri í sjónvarpinu. Þetta heföi verið neyðar- legt ef við heföum verið í beinni útsendingu. Við gáfum út plötu, voram búnar að æfa lögin uppi í sjónvarpi. Svo mættum við í stúdíóinu og 36 VI KAN 6. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.