Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 39
mér og öðrum. „Yes, sir,“ hikstaði ég einu sinni enn og spurði hvort honum væri illa við að ég svaraði á þennan hátt, ég væri óvanur að umgangast konungborna. Hann sagði: „K.allaðu mig bara það sem þú vilt, það er þess vegna sem mér líkar við þig.“ Það var þungu fargi af mér létt og ég andvarpaði: „Thank you, sir.“ Síðar stóð til að ég kæmi þangað aftur að skemmta en um það leyti var ókyrrðin að brjótast út og fljótlega flýði keis- araljölskyldan úr landi." - Hvað geturðu sagt frá stjörnunum sem þú starfaðir með á gömlu, góðu rokkárunum í Bandaríkjunum? „Ja, hvar skal byrja? Ég held ég byrji á 'Dionne Warwick því við erum nánast eins og systkini. Við vorum hjá sama hljómplötu- fyrirtæki og stuttu eftir að fyrsta lagið hennar sló í gegn áttum við að koma fram á fjórum skemmtunum sama daginn á Apollo Theatre í New York. Þetta var í fyrsta sinn sem hún kom fram á sviði og er ég kom inn í búnings- herbergið hennar fyrir fyrstu sýninguna var hún hræðilega taugaóstyrk og var að þamba viskí. Ég bað hana í guðanna bænum að hætta, hún þyrfti ekki á svonalöguðu að halda, og inn fór hún. Fyrir næstu sýningu kallaði hún mig inn til sín og sagðist ekki ætla á sviðið aftur því hún hefði verið svo taugaóstyrk að þegar hún opnaði munninn í byrjun gerðist ekkert, það komu ekki út nein hljóð. Svo seildist hún eftir flöskunni en ég stoppaði hana og sagðist skyldi standa nálægt henni, til hliðar við sviðið, og hún skyldi bara horfa á mig geifla mig í framan meðan hún syngi. Hún beit á agnið og stóð sig frábærlega þaðan í frá. Það sem mér þótti svo sérstak- Íega vænt um var að mörgum árum síðar, eða fyrir þrem til fjórum árum, sagði hún í viðtals- þætti hjá Johnny Carson að sá sem hefði haft mesta þýðingu fyrir sig í starfinu væri ég. Við höfum ekki sést í mörg ár en við höf- unt alltaf samband. Við töluðum saman í síma nýlega og þá kom upp sú hugmynd að hún jafnvel syngi lög eftir mig inn á plötu. Ég kynntist líka vel Johnny Mathis og það var svolítið undarlegt að fyrst, er við unnum saman, nikkaði hann bara eða hristi höfuðið þegar ég talaði við hann. Svo kom í ljós að umboðsmaðurinn hans hafði bannað honum að tala ef margir heyrðu því hún vissi að það myndi heyrast á því hvernig hann talaði að hann var hommi. Hann talaði aldrei á milli laga á sviði því þá hefðu stúlkurnar í salnum uppgötvað sannleikann og á þessum tíma mátti það ekki gerast. Ég kynntist líka mjög mörgum listamönn- um sem unnu hjá Tamla Motown hljómplötu- fyrirtækinu. Það var sammerkt með þeim næstum öllum að þeir höfðu byrjað á að sendast, þrífa eða sækja kaffi handa hærra settum í fyrirtækinu. Einn þeirra var Marvin Gaye. Einu sinni, þegar ég kom þangað til að ræða við Barry forstjóra, kallaði hann fjót- lega á Marvin og bað hann að sækja kaffi fyrir Mr. Hunt. „Sugar and cream, Mr. Hunt?“ spurði Marvin - og það næsta sem ég frétti af þeim náunga var að hann var kominn á toppinn. Diana Ross var líka kaffi- stúlka hjá þeim áður en Supremes urðu frægar og eins var með Smokey Robertson. Sá sem aldrei gekk þó í gegnum þetta var Stewie Wonder. Smokey uppgötvaði Stewie aðeins níu ára gamlan, en fjölskyldur þeirra þekkt- ust mjög vel. Og þegar þeir hjá Tamla Motown heyrðu í drengnum skynjuðu þeir að hann var undrabarn, verðandi stórstjarna. Þess vegna kom nafnið Wonder (undur). En þetta var alls ekki út í hött hjá Barry og þeim, þeir vissu hvað þeir voru að gera og þegar þeir fundu að viðkomandi var tilbúinn að gera eitthvað stórt fékk hann líka gott tæki- færi. Allir sem störfuðu þarna voru eins og ein fjölskylda og urðu að gefa af sér áður en þeir fengu að njóta sín. Þannig hefur fyrirtæk- ið líka orðið stórt og voldugt og listamennirnir hafa ekki glatað auðmýktinni eða orðið hrokafullir." - Hver er minnisstæðasta persónan frá þessum tíma? „Það er óneitanlega Elvis Presley. Leiðir okkar lágu nokkrum sinnum saman í gegnum starfið. Eg hitti hann í fyrsta sinn er við kom- um fram á sömu hljómleikum í Casino Theatre í Toronto. Elvis var þá ekki orðinn mjög þekktur en var nýbúinn að syngja Heart- break Hotel inn á plötu. Mér fannst hann stórkostlegur og langaði að hitta hann per- sónulega svo ég barði að dyrum í búnings- herbergi hans. Reyndar var búið vara mig við, Elvis væri úr suðrinu og líkaði kannski ekki sérstaklega við svertingja. Aðstoðarmað- urinn opnaði og sagði að einn af svertingja- strákunum væri kominn. Elvis sagði mér að koma inn, sneri sér svo við, horfði á mig og sagði sviplaust: „How are you doing?" Ég sagði sem var, að mig langaði bara aðeins að heilsa upp á hann sem einn úr hópnum og af því mér fyndist hann frábær. Hann svaraði að þegar hann yrði frægur skyldi hann muna eftir mér... Hann var einkennilega sterkur persónu- leiki, hafði einhvern segulkraft, furðulegan töframátt og það geislaði af honum strax á þessum árum. Þetta fann maður hvort sem maður sat fyrir framan hann eða horfði á hann á sviði. Það fór ekkert á milli mála að hann yrði sá stærsti. Elvis var og er óumdeil- anlega konungur rokksins og það mun enginn geta tekið hans sæti. Ég tók verulega nærri mér þegar hann dó.. .það var sárt.“ 6. TBL VI KAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.