Vikan


Vikan - 05.02.1987, Qupperneq 44

Vikan - 05.02.1987, Qupperneq 44
Tíu áia fjörkálfur Barna- Vikuviðtalið verður að þessu sinni við stelpu sem heitir Lísa Anne Libungan. Lísa er nýorðin tíu ára og er í Austurbœjarskólanum. Það er alltaf verið að spyrja krakka hvað sé skemmtilegast og hvað leiðinlegast svo við byrjum bara á því. „Það er skemmtilegast að skrifa og teikna,“ svarar Lísa en þarf að hugsa sig aðeins um hvað henni finn- ist leiðinlegast. „Eiginlega er leiðinlegast að syngja því ég var í kór fyrir jól og var rekin.“ - Syngurðu svona illa? „Nei, nei, en ég mætti ekki tvisvar. Ég var nú ekki beint fegin, ekki svona ha, ha eða neitt svoleiðis. Ég ætla samt kannski aftur í kór.“ - Eru margar stelpur í þínum bekk í kórnum? „Svona fjórar, fimm eða sex.“ - Og eruð þið bara rekin ef þið mætið ekki? „Já, en ég mæti alveg á réttum tíma í skólann. Ég vakna klukkan hálfátta á morgnana. Stundum langar mig þó að sofa lengur þegar það er svona dimmt úti.“ - Ertu óþekk að fara að sofa á kvöldin? „Nei, nema þegar ég er í vondu skapi og hlýði mömmu ekki. Þá verður hún svolítið reið.“ Sýningardama - Értu búin að ákveða hvað þú ætlar að verða þeg- ar þú verður fullorðin? „Já, ég ætla að verða sýn- ingardama og sýna föt og svoleiðis. Svo ætla ég að verða hárgreiðslukona.“ - Þú verður að vera grönn ef þú verður sýning- arstúlka, borðarðu mikið af gotteríi? „Nei, ekki á hverjum degi,“ svaraði Lísa með full- an munninn af súkkilaði- kúlum og gúmmíkörlum. - Hvert er helsta áhuga- málið þitt? „Ég er mikið fyrir hesta og hunda.“ - Áttu eitthvert dýr sjálf? „Nei, en kannski fæ ég hvolp bráðum. Mamma og amma áttu hund sem hét Prins. Það er ekki mjög langt síðan hann dó. Hann var íjórtán ára og amma mín segir að það sé eins hár aldur á hundi og ef maður er níutiu ára.“ - En þú hefur áhuga á fleiru, þú ert alltaf að dansa. „Já, mér þykir mjög gam- an að dansa og alltaf þegar ég er ein heima og leiðist fer ég að dansa.“ - Dansarðu þá við ein- hverja sérstaka tónlist? „Við eigum plötur með popplögum sem ég spila.“ - Hefurðu lært dans? „Jamm, í Ameríku var ég í djassballett og hér hef ég verið hjá Kristínu, Sóleyju ogí Kramhúsinu.“ - Semurðu dansa sjálf? „Já, náttúrlega verð ég fyrst að hugsa hvernig dans- inn á að vera, svo æfi ég og ef það verður eitthvað vit- laust byrja ég upp á nýtt og breyti. Stundum kenni ég vinkonum mínum dansana. Ég dansa oft ein þegar eng- inn er heima en sýni svo stundum öðrum þegar ég er búin að æfa mig vel. Stund- um fer ég í búning, til dæmis glitrandi leikfimibol með böndum, mjög skrautlegan. En ég er ekki alltaf dansandi og hoppandi upp í loftið.“ Svín í afmælisgjöf - Núertþúdekkri en flestir krakkar hér á landi. „Já, pabbi minn er frá Filippseyjum. Ég bjó í Am- eríku og í nokkra mánuði á Filippseyjum.“ - Hvenær fluttistu hing- að? „Þegar ég var sex ára, fyr- ir fjórumárum.“ - Manstu eitthvað eftir því? „Ég man það eiginlega ekki mjög vel, nema þegar ég varð sex ára. Þá fékk ég lifandi svín í afmælisgjöf.“ - Kunnirðu íslensku þeg- ar þú komst hingað? „Nei, ekki eina setningu, en afi minn kenndi mér ís- lensku.“ - Var þá ekki erfitt að kynnast krökkunum og var þér eitthvað strítt? „Ég fór í sex ára bekk í Breiðholtsskóla, kennarinn hét Anna Njálsdóttir og kunni alvegensku. Hún bað krakkana um að stríða mér ekki og þá striddi mér eng- inn nema nokkrir strákar sem voru alltaf að hrekkja alla.“ - En stríðir þú nokkurn tíma? „Bara stundum systur minni sem er eldri en ég og bara þegar hún er í góðu skapien ekkiefhún er í vondu skapi, þá er það hundleiðinlegt,“ segir Lísa og hlær. Hjartaáfall - Ertu eitthvað farin að hugsa um sumarið? „Já, en ég er ekki farin að plana neitt. Mig langar á hestanámskeið. Samt fórég bæði í fyrra og hittifyrra.“ - Ertu þá ekki búin að læra allt um hesta? „Kannski, en ég gleymi kannski einhverju og svo þekki ég engan sem á hesta. Svo hef ég verið í skólagörð- unum á sumrin og ræktað kartöflur, radísur, blóm, sem ég skreyti garðinn með, og fleira. Svo hef ég fengið að taka blómin með heim og gefa mömmu. Stundum verð ég óþolinmóð þegar allt er fullt af arfa í garðin- um. Maður á að koma á hverjum degi en fær kannski leyfi og mætir ekki í ijóra daga. Þá er garðurinn allur í arfa og þá fæ ég lánaða hrífu og geri svona krass. . .“ Og Lísa sveiflar handleggjunum til hliðar. - Hvað um skordýr, ertu hrædd við þau? „Ég er mest hrædd við kóngulær, samt veit ég að þær bíta mig ekki. Einu sinni í fyrrasumar, þegar ég var í skólagörðunum, skreið kónguló upp fótinn á mér, alveg upp á hné, og ég fékk nærri því hjartaáfall. Ég öskraði svo að allir í skóla- görðunum horfðu á mig. Það var einhver maður að hjálpa mér að reyta arfann og hann spurði mig hvað 44 VIKAN 6. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.