Vikan


Vikan - 05.02.1987, Síða 45

Vikan - 05.02.1987, Síða 45
Umsjórt: Hólmfríður Benediktsdóttir væri eiginlega að. Ég sýndi honum kóngulóna á hnénu á mér og hann tók hana. Ég spurði hvernig hann þyrði þetta, ég var algjör hræðslupúki.“ - Hvað um framtíðina, hugsarðu bara um það sem er að ske í dag eða eitthvað fram í tímann? „Já, stundum. Til dæmis ætla ég aldrei að reykja og aldrei að drekka áfengi og aldrei að gifta mig því það gæti verið einhver maður sem er góður fyrst en svo þegar liðnir eru nokkrir mánuðir eða ár verður hann kannski vondur og særir mig. Þá vil ég kannski skilja en hann samþykkir það ekki. En það er auðvitað ekki alltaf svona.“ - En þegar þú verður unglingur? „Ég ætla ekki að mála mig, að minnsta kosti ekki þegar ég fer í skólann. Ég held að það sé ekkert spenn- andi að vera að flakka í bænum á kvöldin eins og unglingar gera. Fullorðnir fá að gera allt sem þeir vilja en þeir þurfa líka að vinna fyrir matnum og kaupa föt og svoleiðis. Þegar foreldrar koma heim úr vinnunni eru þeir þreyttir og maður á að leyfa þeim að hvíla sig því ef þeir eru of þreyttir þegar þeir fara að sofa vakna þeir ekki við vekjaraklukkuna eða nenna því ekki.“ - Ertu þá dugleg að hjálpa til og taka til í her- berginu þínu? „Ekki oft,“ segir Lísa og hlær. „Stundum nenni ég ekki að vera í því að laga til og geri eitthvað skemmti- legra.“ - Hvað með að verða gamall? „Ég held að það sé ekkert gaman að verða gamall. Gamla fólkið er oft lasburða og einmana og finnst gaman að fá barnabörnin i heim- sókn. Amma mín á heirna á bak við skólann minn. Ég fer stundum til hennar í há- deginu.“ Alfar ogpúkar - Ef kæmi til þín álfur í alvöru og gæfi þér eina ósk, hvers myndirðu óska þér? „Umm, ég myndi óska mér að ég gæti borgað allar skuldirnar hennar mömmu. Samt erum við ekkert fátæk. Og ef ég fengi fleiri óskir þá óskaði ég að ég fengi ofsa flottan bíl handa mömmu, bíl sem hún mætti velja sjálf, og ferðalag fyrir fjölskylduna allt í kringum landið og í kringum hnött- inn. Við myndum stoppa í hverju landi, Rússlandi, Ameríku, Filippseyjum, Svíþjóð og öllum löndum í heiminum. Svo myndi ég óska mér að við gætum öll keyptfyrirtíumilljónir. Og ef ég ætti eina ósk í viðbót myndi ég vilja gera upp og laga alla Reykjavík, göturn- aroghúsin.“ - Trúirþúaðálfarséutil í raun og veru? „Kannski ekki í alvör- unni, ég trúi því ekki, en það er gaman að ímynda sér að þeir séu til. Ég yrði hissa ef ég sæi álf. Ef það væri álfur sem gæti breytt sér í kóngu- ló eða leðurblöku myndi ég kannski verða hrædd. En ég held að álfarnir séu góðir.“ - Ertu hrædd við fleiri dýr en kóngulær? „Við járnsmiði, ég skil ekki af hverju því þeir eru svo pínulitlir en þegar ég sé þá úti á götu get ég hoppað upp í loftið, en ég öskra kannski ekki eins og naut. Ég er auðvitað hrædd við leðurblökur en þær eru ekki á íslandi. Mér finnst svolítið skrítið að það eru mörg skrímsli í útlöndum sem lifa ekki á íslandi. Það er af því að það er svo kalt hérna. Maður á ekki að segja: „ O, ég hata vindinn og það er svo ógeðslega kalt hérna.“ Maður á bara að þakka fyr- ir að hafa ekki ógeðsleg dýr, púka og skrímsli hérna.“ Með þessum orðun ljúk- um við viðtalinu og þökkum Lísu fyrir. Teikningin, sem fylgir, er eftir Lísu. 6. TBL VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.