Vikan


Vikan - 05.02.1987, Side 50

Vikan - 05.02.1987, Side 50
D R A U M A R r DÁNIRVINIR Kæri draumráðandi. i nótt sem leið dreymdi mig óþægilegan draum. Mér þótti sem krakkarnir I hverfinu, vinir barn- anna minna, væru dánir, að minnsta kosti flestir. Ég ályktaði sem svo að því hefði valdið eitt- hvað sameiginlegt, sennilega eitrun í einhverju boði, fannst mér trúlegast. Ég var afskaplega leið og mér fannst erfitt að tala um þetta við börnin mín. Mér leið illa þegar ég vaknaði, fannst einhvern veginn eins og þetta væri rétt og var lengi að átta mig á því að allt væri í lagi. Ég man að sum barn- anna voru enn á lífi en ég man að minnsta kosti að besti vinur sonar míns var dáinn. Mér fannst jafnvel að ég ætti að fara til for- eldra hans með fallega mynd sem er til (í alvörunni) af þeim tveim- ur, svona sem máttleysislega tilraun til að sýna samúð mína. Ekki veit ég hvers vegna mér datt þetta í hug en það kann þó að vera út af atburði sem gerðist fyrir alllöngu og tengdist mynd af látnu barni. Viltu reyna að segja mér hvað þetta merkir, ef það merkir þá eitt- hvað? Móðir. Þessi draumur merkir allavega ekkert illt fyrir börnin, hvorki þín nú önnur. Að vera leiður í draumi merkir gleði og því verður þessi draumur að teljast hafa jákvæðan boðskap. Sennilega er það þessi gamli atburður (sem þú segir nán- ar frá i þeim kafla sem ég ekki birti) sem vekur þá hugsun hjá þér að gefa myndina, en sé þessi hluti tekinn táknrænt merkir hann breytingar á högum þinum og þá væntanlega til hins betra. DÁNIR FORELDRAR Kæri draumráðandi. Ég vona að þú getir ráðið draum minn. Hann er svona: Mig dreymdi að pabbi og mamma hefðu dáið og bróðir minn og frændfólk hefðu ekki haft peninga til að hafa mig þannig að ein kon- an í þessum bæ og maðurinn hennar tóku mig að sér (þau eiga 17 ára son). Ég náttúrlega grét af því að mamma og pabbi voru dáin í draumnum. Svo tók ég mig til og fór fram, fékk mér að borða og hjálpaði mömmu hans, sem við skulum kalla X. Pabbann skulum. við kalla 0 og strákinn W. Svo fór ég í sturtu. Ég kom fram á nærbux- unum og með handklæði utan um mig. Svo tók hann það af mér en þegar hann sá að ég var á nærbux- unum og hélt fyrir brjóstin á mér þá fór hann bara og fannst þá ekkert varið í það. Svo var raf- magnið farið eitt kvöldið og þá kom hann upp í til mín og sagði: Er þér ekki kalt, elskan. Svo morg- uninn eftir þá keyrði pabbi hans okkur í skólann og allar stelpurnar voru svo móðgaðar því að ég var með honum í bíl eða átti heima hjá honum. Það eru svo margar stelpur hrifnar af honum en mér finnst hann ömurlegur. Kær kveðja eða bæ, bæ. Z... Draumurinn bendir nú reyndar til að þú hafir áhuga á þessum strák en það getur verið ímyndun. Táknrænt séð er hann aðeins fyrir góðu, iangtifi foreldra þinna og góðum viðburðum hjá þér. Hins vegar er hann engin visbending um að eitthvað verði á milli þin og þessa stráks. SUNDFIT MILLI TÁNNA Kæri draumráðandi. Mig dreymdi allsérstæðan og satt að segja óþægilegan draum nú fyrir stuttu. Það var þannig að ég sat og var að skoða á mér tærn- ar. Skyndilega sé ég mér til undrunar að ég er kominn með sundfit milli tánna. Ég hugsaði mér að þetta gæti komið sér vel. Næst þegar ég lít á tærnar sé ég mér til mikillar hrellingar að sundfitin hefur þróast yfir í nýjar tær sem vaxa upp á milli hinna tánna (sem sagt níu tær). Ég tek það fram að þetta var á hægra fæti og allt mjög raunverulegt. Ég ætla nú að taka til hendinni og rífa upp þessa óboðnu gesti. Það reyndist ekki unnt bví að bein uxu innan í og leist mér nú síður en svo á blikuna. Mín síðasta hugsun, áður en ég vaknaði, var að fá lækninn til að fjarlægja þessi lýti. Með von um góða ráðningu. Áhyggjufullur. Best er að taka strax fram að það misræmi, sem fram kemur um annars vegar niu tær og hins veg- ar að þetta hafi verið hægri fótur- inn (eingöngu?), breytir merkingu draumsins ekki, enda er svona misræmi algengt i draumum. Almennt séð er þessi draumur fyrir einhverjum hremmingum i fjármálum en góðu I mannlegum samskiptum, ef til vill nýjum vin- um og þá jafnvel allt upp i níu talsins. Vera má að þetta tengist á einhvern hátt og vináttan þróist beinlínis upp úr þessum fjárhags- erfiðleikum, sem þó taka enda eins og allt sem á bjátar gerir venju- lega. LÆRBROT Kæri draumráðandi! Fyrir nokkru dreymdi mig draum sem ég vil biðja þig að ráða fyrir mig. Þannig var að mér fannst vera gamlárskvöld og ég og strákurinn, sem ég var með, X, ákváðum að fara saman á ball. Eftir ball ætluð- um við svo í partí. Þegar ballið var búið ákváðum við að fara beint heim til hans en er þangað kom og ég var að labba inn lærbraut ég mig. Þá bið ég hann að fara í partíið, segist redda mér sjálf til læknis og segi um leið að ef hann fari ekki muni hann sjá eftir því alla ævi að hafa hangið yfir mér í stgðinn fyrir að fara í partíið. Mér finnst hann fara. Svo kemur ekk- ert fram fyrr en ég vakna á sjúkra- húsinu og er að tala við vinkonu mína og segja henni hvað mér finnist það skítt af X að hafa farið. Þá segir hún mér að líta til hliðar og sé ég þá hvar X liggur þar í rúmi og hafði hann verið þar alla nóttina og ekki farið í partíið. Ein sem þarf að fá ráðningu. Þessi draumur er þér fyrir hugs- anlegum skaða eða tjóni, senni- lega I óeiginlegr/ merkingu ef þú ert ekki nógu hreinskilin og þorir ekki að segja það sem þér kann að þykja óþægilegt. Draumurinn er hvatning til þín um að vera heiðarleg i samskiptum við aðra þvi annars kann það að bitna á sambandi þínu við þá. Einnig get- ur verið að þú verðir fyrir annars konar tjóni og þá þarftu einnig að huga vel að samskiptum þinum við aðra og hreinlyndi þínu iþeirra garð. Sennilega er um fjölskyld- una að ræða en gæti einnig verið einhver utan hennar sem er þér kær. 50 VlKAN 6. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.