Vikan


Vikan - 05.02.1987, Side 52

Vikan - 05.02.1987, Side 52
Sakamálasaga eftir Peter Godfrey Tímaskekkja Þeir fóru inn á skrifstofuna, brostið vinstra auga Henshaw yfirhjúkr- unarkonu blasti við þeim. Utúr hinu aug- anu stóð heklu- nál úr járni. Fallbyssan á Signal Hill þrumaði hádegis- skotinu yfir borgina. Hljóðbylgjurnar ýfðu kyrrt loftið og dóu síðan út. Litla klukkan á borðinu sló og í matsalnum byrjaði gamla borgundarhólmsklukkan að ræskja sig áður en hún hóstaði frá sér sínum tólf slögum. Fröken Brett hristi höfuðið sár. Þetta var allt saman tóm vitleysa, klukkan var auðvitað hálfþrjú. Hún yrði að setja allar klukkurnar. Hún dæsti og stóð upp. Mínúturnar liðu. Frú Fenwick dró glugga- tjöldin örlitið frá og horfði á glæsilega skóna sem stóðu í gluggakistunni. Hún rétti höndina að þeim og snerti þá. Hún stirðnaði í þessari stellingu og þannig stóð hún með útrétta hönd meðan augu hennar drukku í sig lögun og áferð leðursins. Aðdáun gagntók huga hennar og smám saman féll hún í sælukennt mók. Svona stóð hún langalengi. A efri hæðinni horfði gamla frú Calloran á blett á veggnum og hjalaði eins og korna- barn. Hún hafði horft á þennan blett og hjalað allan tímann sem Villiers hjúkrunarkona var að mata hana, þvo henni og klæða. I dag var hún mun verri en venjulega. Hjúkrunarkonan taldi að eitthvað hefði komið henni úr jafn- vægi en að sjálfsögðu var tilgangslaust að spyrja. Hún skildi frú Calloran eftir hjalandi við vegginn og sótti hina sjúklingana og fór með þá til hádegisverðar. Fröken Kemp lá marflöt á maganum úti í garði og gægðist í gegnum rósarunna. Þegar Villiers hjúkrunarkona nálgaðist stökk hún á fætur og setti fingur á varir sér og hvíslaði: „Uss.“ Að því búnu hélt hún áfram í venjuleg- um samræðutón: „Ég var að skyggnast um eftir hávöxnum manni með ljóst yfirskegg. Ég held þér hafið ekki hitt hann. Hann er maðurinn minn. Frumskógardrottningin rændi honum en ég skaut hana með ör í morgun. Nú er hann bara horfinn aftur og ég verð að finna hann því annars kæra borgar- yfirvöld hann fyrir gölluðu skolpleiðsluna sem hann lagði." „Já, já,“ sagði Villiers róandi, „hafið þér leitað í matsalnum? Hann gæti hafa farið í hádegismat. Allar hinar eru farnar í hádegis- mat.“ Fröken Kemp fór án nokkurra mótmæla. Frú Perry var að horfa inn um gluggann á skrifstofu Henshaw yfirhjúkrunarkonu. Þegar hún sneri sér við og leit á Villiers voru augu hennar full af tárum. „Það eru allir á móti mér.“ „Svona, svona,“ sagði Villiers. „Það er eng- inn að ógna yður. Við erum öll vinir yðar. Fáið yður nú að borða og þá líður yður bet- ur á eftir.“ „Þér eruð ekki að segja satt,“ sagði frú Perry. „Þetta er ekki réttlátt, þér ljúgið að mér, jafnvel Henshaw yfirhjúkrunarkona lýg- ur að mér.“ „Hvað eigið þér við?“ sagði Villiers sposk. „Hverju skrökvaði hún?“ „Yfirhjúkrunarkonan sagðist ekki hafa séð nálina sem ég týndi og hafði leitað að um al!t.“ „Nú, jæja...“ „Sjáið bara,“ sagði frú Perry og benti inn um gluggann, „það var þá hún sem var með nálina allan tímann.“ Villiers hjúkrunarkona leit inn um gluggann. Hún fann hvernig hún fölnaði upp áður en hún náði tökum á sér og róaði frú Perry og ýtti henni mjúklega inn í matsalinn. Hún kom öllum sjúklingunum i sætin og lét þá byrja að borða. Að því búnu fór hún í símann og hringdi í flýti. Sekúndurnar, sem liðu frá því að hún hringdi og þangað til svar- að var hinum megin, voru eins og heil eilífð. Kunnugleg rödd barst gegnum heyrnartólið. „Guði sé lof, læknir,“ sagði hún. „Þetta er Villiers hjúkrunarkona. Getið þér komið eins og skot. Henshaw yfirhjúkrunarkona er látin. Hún var myrt. Já, læknir, myrt. Nei, það get- ur ekki verið um neitt annað að ræða. Getið þér komið eins og skot?“ Hún lagði á, það var ekki bara til að ljúka samtalinu heldur líka til að róa hana sjálfa. Húsið var ofarlega í hliðum Oranjezicht og í kringum það var stór garður og veggur. Það hét Griðastaður. Lögreglan kom á tveim bifreiðum. í stærri bifreiðinni voru Johnson og Botha rannsókn- arlögreglumenn ásamt einkennisbúnum bíl- stjóra og McGregor réttarlækni. Joubert lögregluforingi kom frá Caledontorgi ásamt Rolf le Roux, frænda sínum, í sinni eigin bif- reið sem var af Austin gerð. Fyrir utan rammgert járnhliðið beið Patterson læknir eins og hann hafði lofað. Þeir þekktust, hann og McGregor læknir, og sá síðarnefndi kynnti hann fyrir öðrum úr hópnum. 52 VIKAN 6. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.