Vikan


Vikan - 05.02.1987, Síða 53

Vikan - 05.02.1987, Síða 53
„Ég óska eftir að gefa skýrslu," sagði Patt- erson læknir, „en áður vil ég að þér skoðið líkið. Það eru nokkur atriði sem ég vildi gjarn- an benda á hér og nú.“ Klukkan var kortér yfir tvö. Þeir fóru inn á skrifstofuna, brostið vinstra auga Henshaw yfirhjúkrunarkonu blasti við þeim. Út úr hinu auganu stóð heklunál úr járni. „Dánarorsökin er augljós,“ sagði Patterson, „en ég vil sérstaklega vekja athygli ykkar á morðvopninu." „Hvað með fingraför?" spurði Joubert en Johnson hristi höfuðið. „Mjög hæpið,“ sagði hann, „yfirborð nálarinnar er of lítið ogjafn- vel þótt við fyndum einhver fingraför er hæpið að við gætum borið kennsl á þau.“ McGregor skoðaði líkið. Hann athugaði stirðnun og blóðtauminn sem lá niður eftir kinninni. Hann leit á Joubert og yppti öxlum: „Einn til tveir klukkutímar, ég get ekki verið nákvæmari að svo stöddu en eitt er þó undar- legt. Einhver hefur púðrað líkið eftir morðið því að það er púður á blóðtaumnum.“ „Mér þykir vænt um að þér tókuð eftir því,“ sagði Patterson. „Ég athugaði þetta ekki nógu vel sjálfur en ég ætlaði einmitt að benda á hvernig líkið er farðað. Það er nefni- lega þannig að Henshaw notaði aldrei andlits- málningu, hvorki kinnalit né varalit. Þessu hefur verið smurt á andlitið á líkinu. Ég held líka að ég geti komið með nákvæmari tíma- setningu á morðinu.“ „Jæja,“ sagði Joubert. „Ekki núna, foringi, síðar, þegar ég gef skýrslu. Ég vil líka benda á annað atriði sem er undarlegt en það er varðandi skóna henn- ar.“ Joubert leit á líkið: „Ég sé hvað þér eigið við, hún er ekki í neinum skóm. En af hverju er það svo undarlegt? Hún hefur lagst niður til að hvíla sig og sofnað. Það hefur væntan- lega verið ráðist á hana meðan hún var sofandi því að það eru engin merki um átök. Hún hefur væntanlega farið úr skónum áður en hún lagðist niður.“ „Þér misskiljið mig, lögregluforingi. Ég veit með vissu að hún fór úr skónum áður en hún lagðist út af, en hvar eru þeir? Ég er búinn að leita allvel og ég finn þá hvergi. Mér segir svo hugur um að morðinginn hafi tekið þá með sér.“ „Það er athyglisvert," sagði Joubert, síðan bætti hann við: „Við skulum samt athuga ve! okkar gang áður en við drögum ályktanir. Johnson og Botha, við skulum leita vel.“ Það gerðu þeir svo sannarlega. Þeir kíktu undir húsgögnin, opnuðu skúffur og skápa en engir fundust skórnir. „Þér hafið líklega rétt fyrir yður,“ sagði Joubert. „Við skulurn koma inn í annað her- bergi og taka af yður skýrslu." „Augnablik, Dirk,“ sagði Rolf le Roux. Hann stóð við höfðalag sófans með kulnaða pípuna milli hvítra tannanna svo hún stóð út úr úfnu skegginu. „Þessi farði á líkinu,“ sagði hann, „Patterson læknir hefur ekki enn skýrt hann og ég veit ekki hvort það sem ég hef tekið eftir skiptir einhverju máli í þessu sambandi. Komið þið nú hingað samt sem áður og sjáið þetta. Við vitum að andlitið var farðað eftir að konan dó. Það sem ég vil vekja eftirtekt ykkar á er að augabrúnimar hafa verið málaðar áður en kinnarnar voru púðr- aðar. Við sjáum það vegna þess að púðrið er ofan á augnabrúnalitnum og sömu sögu er að segja af kinnalitnum og varalitnum. Sem sé, fyrst voru einstakir andlitshlutar snyrtir en síðan var púðrað yfir.“ „Sem þýðir.. Rolf yppti öxlum: „Ég veit það ekki á þessu stigi málsins, Dirk. Það getur verið að þetta sé mikilvægt. Við skiljum þetta kannski betur eftir að búið er að taka skýrslur.“ Þeir gengu inn í litla setustofu við hliðina á skrifstofunni og fengu sér sæti. Patterson talaði skipulega eins og maður sem er vanur að koma skoðunum sínum á framfæri. „Það er best að ég byrji á því að skýra stöðu mína í málinu,“ sagði hann. „I fyrsta lagi þá er Griðastaður heimili fyrir geðsjúklinga, einka- geðsjúkrahús. Eigendur þess erum við Henshaw yfirhjúkrunarkona en auk okkar starfar hér ein hjúkrunarkona. Klukkan kort- ér yfir eitt í dag hringdi Villiers hjúkrunarkona í mig, ég er viss um tímann vegna þess að ég skrifaði hann hjá mér. Hún sagði mér að yfir- hjúkrunarkonan hefði verið myrt. Ég flýtti mér hingað. kannaði málið án þess að snerta nokkuð og hringdi svo í lögregluna.“ „Það var þá Villiers sem fann líkið en ekki þér,“ greip Joubert fram í fyrir honum. „Já.“ „Hvar er hún núna?“ „Hún er einhvers staðar að gegna skyldu- störfum sínum. Ég leysi hana af eftir augna- blik og sendi hana til yðar. Má ég halda áfram?“ „Að sjálfsögðu.“ „Það sem ég veit gæti sparað mikla vinnu. Ég veit að vísu lítið um vinnubrögð lögregl- unnar en ég er handviss um að þessi glæpur var ekki framinn af heilbrigðri manneskju og venjulegar rannsóknaraðferðir eru því gagns- lausar. Til dæmis ef þér spyrðuð mig að því hvort Henshaw hefði átt einhverja óvini þá hefði ég orðið að segja yður að ég efaðist um að hún hefði átt nokkurn vin. Hún var atorku- söm, ráðrík og þrjósk. Ég held að hún hafi móðgað næstum alla sem hún hafði einhver samskipti við. Þar get ég talað af eigin reynslu því að nýlega fengum við gott tilboð í spítal- ann sem ég taldi að við ættum að taka en Henshaw hafnaði því. Hún hélt áfram að þvarga um þetta tilboð, að því er virtist til þess eins að klekkja á mér og hrella mig fyrir hviklyndið. Þér sjáið að ég hef fengið að kenna á öllum verstu eiginleikunum í fari hennar undanfarið þannig að ég get talað af reynslu um þau áhrif sem hún hafði á fólk, mann langaði ekki til að drepa hana eða meiða á annan hátt heldur reyndi maður eftir bestu getu að forðast hana.“ „Gerið þér yður grein fyrir að þér hafið fært okkur í hendur prýðisgóða morðá- stæðu?“ sagði Joubert. „Ég geri mér fulla grein fyrir því,“ sagði Patterson og brosti. „En ég geri mér líka grein fyrir því að hver einasta manneskja, sem hafði einhver samskipti við hana, hafði ámóta gild- ar ástæður til að drepa hana. Ég hef haldið því fram, sem sálfræðingur, að þetta sé ekki glæpur sem framinn er af heilbrigðri mann- eskju og þótt ég geti ekki nefnt morðingjann með nafni þá get ég sagt yður hvar hún held- ur sig þessa stundina.“ „Hún?“ sagði Rolf og: „Hvar?“ spurði Jou- bert um leið. Patterson svaraði báðum samtímis: „Ein- hvers staðar hér í húsinu. Það eru fimm sjúklingar hér þessa stundina, allt konur, og ég er viss um að ein þeirra er sek um þennan glæp.“ Hann stundi. „Ég er líka hræddur um að vísindagreinin, sem ég hef lagt stund á, geti ekki hjálpað ykkur frekar í þessu máli þótt hún ætti að gera það. Þegar ég rannsak- aði þessa sjúklinga fyrst varð ég ekki var við neina tilhneigingu til morðæðis hjá neinum þeirra og ef svo hefði verið hefði ég aldrei tekið slíkan sjúkling inn á sjúkrahúsið því við höfum ekki aðstöðu til að annast slíka sjúkl- inga. Ég hef heldur ekki tekið eftir neinu í fari þeirra síðan sem bent gæti i þá átt. Það gæti í raun verið hver þeirra sem er.“ Joubert hikaði aðeins en sagði svo: „Þér sögðust geta sagt nákvæmar til um hvenær morðið var framið.“ „Já, eins og þér gerið yður sjálfsagt grein fyrir verður að reka sjúkrahús eins og þetta eftir mjög ákveðnum reglum og strangri stundatöflu. Allt verður að hafa sinn rétta gang svo sjúklingarnir séu rólegir. Við hefjum störf á hverjum morgni klukkan hálfsjö og Henshaw yfirhjúkrunarkona er venjulega önnum kafin við ýmis störf til klukkan hálf- tólf. Þá fer hún til skrifstofu sinnar og hvílir sig til klukkan eitt en þá fær hún hádegisverð sendan inn á skrifstofuna til sín. Hún var venjulega á skrifstofunni til klukkan þrjú en þá kom ég og við héldum fund um sjúkling- ana og meðferð þeirra. Það voru ströng fyrirmæli um að ekki mætti trufla hana milli klukkan hálftólf og eitt. Villiers hjúkrunar- kona segist hafa fundið líkið þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í eitt og það þýðir að morðið hefur verið framið á næstu 80 mínút- um á undan.“ „Og það sem þér hafið verið að benda okkur á í sambandi við líkið?“ „Það skiptir máli varðandi sjúkdómssögu sjúklinganna okkar en við skulum ræða það nánar þegar þér hafið hitt þá. Viljið þér koma núna og líta á þá. Það eru allir inni á herbergj- unum sínum núna og bíða eftir að ég komi á stofugang.'4 Joubert hikaði: „Ég held að það sé best að við yfirheyrum Villiers hjúkrunarkonu núna. Ef þér vilduð vera svo vænn að senda hana til okkar, við ræðum svo betur saman á eftir.“ Patterson fór og nokkrum mínútum síðar kom Villiers. Hún settist þar sem Joubert 6. TBL VIKAN 53

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.