Vikan


Vikan - 05.02.1987, Page 54

Vikan - 05.02.1987, Page 54
Sakamálasaga eftir Peter Godfrey benti henni. Hún sagði frá samtali sínu við frú Perry og hvers vegna hún leit inn um gluggann. „Mér skilst að klukkuna hafi vantað tíu mínútur í eitt?“ „Já.“ „Það hefur væntanlega verið áfall fyrir yður að sjá vinnuveitanda yðar myrtan á svo hroðalegan hátt?“ „Að sjálfsögðu.“ „Fóruð þér inn til að kanna hvort hún væri örugglega látin?“ „Það var óþarfi, ég sé hvenær fólk er látið og það var enginn möguleiki á því að hún væri á lífi.“ „Ég skil,“ sagði Joubert og bætti síðan við eins og fyrir tilviljun: „ .. .og þér hötuðuð hana náttúrlega líka?“ Villiers sat teinrétt: „Að sjálfsögðu hataði ég hana. Það verður seint sagt að hún hafi verið viðkunnanleg manneskja en ég drap hana ekki ef það er það sem þér eruð að segja. Mér líkar ekki hvernig þér sögðuð þetta og ekki veit ég hvernig þér komust að því að við rifumst oft en ég var ekki sú eina sem hún átti í illdeilum við og ég get ekki ímyndað mér að það réttlæti á nokkurn hátt grun yðar hvað mig varðar.“ „Ekki það?“ sagði Joubert. „Gjörið svo vel að upplýsa hvernig stóð á því að þér lituð inn um gluggann þegar klukkuna vantaði tíu mín- útur í eitt og sáuð að Henshaw hafði verið myrt en þér hringduð ekki í Patterson lækni fyrr en kortér yfir eitt?“ Hjúkrunarkonan var mjög spennt: „Ég heyri á öllu að þér vitið lítið um hvernig lífið gengur fyrir sig á geðsjúkrahúsum. Grundvall- arreglan, sem við vinnum eftir, er sú að æsa ekki sjúklingana upp undir nokkrum kring- umstæðum. Ég fylgdi þeirri reglu og fór því með frú Perry í matsalinn og kom öllum sjúkl- ingunum að borðunum og kom þeim af stað með matinn, að því búnu fór ég í símann. Mér bar auðvitað að láta lögregluna vita taf- arlaust en það var líka skylda mín að æsa ekki sjúklingana sem voru í minni umsjá. Ef ég hef brotið af mér þykir mér fyrir því.“ „En frú Perry hlýtur að hafa verið orðin allæst?“ „Nei, alls ekki, að minnsta kosti ekki á þann hátt sem þér eigið við. Hún var fyrst og fremst að hugsa um týndu nálina sem hún hafði nú fundið. Staðsetning hennar skipti ekki máli.“ Joubert kinkaði kolli til Johnsons sem lok- aði vasabókinni sem hann hafði verið að skrifa í og stakk henni í vasann. Villiers varð undrandi. „Ætlið þér ekki að spyrja mig meira?“ spurði hún. „Ekki að svo stöddu,“ sagði Joubert. „Nú ætlum við að skoða sjúkrahúsið og sjúkling- ana. Getið þér náð í Patterson og komið síðan með okkur?“ McGregor notaði tækifærið til að komast í burt: „Ég er ekki sálfræðingur," sagði hann, „og ég þarf að kryfja lík þannig að ef ykkur er sama þá fæ ég bifreiðina lánaða og sendi hana svo aftur til ykkar. Þegar líkbíllinn kem- ur sýnið þeim þá hvar líkið er.“ Hann kvaddi ekki aðeins lögreglumennina heldur einnig Patterson lækni og hjúkrunar- konuna sem komu inn um aðrar dyr í þann mund. „Ef þér hafið ekkert á móti því þá ætla ég að fylgja hefðbundinni áætlun," sagði Patter- son. „Fyrst förum við til frú Perry. Það er hún sem átti morðvopnið, hún er með of- sóknaræði og telur alla á móti sér. Hún er af góðum ættum, rétt eins og aðrir sjúklingar hérna. Hún hefur þjáðst af sjúkdómi sínum allt frá því að eiginmaður hennar yfirgaf hana.“ Allt þetta sagði hann meðan hann teymdi þá eftir ganginum. Að lokum bankaði hann á dyr sem hann síðan opnaði án þess að vera sagt að koma inn. Frú Perry leit upp með æðisglampa í aug- um. „ O læknir,“ sagði hún. „Þetta var ekki mér að kenna, það er alveg satt. Það kenna mér allir um þetta, ég veit það, en það gerð- ist óvart.“ „Hvað gerðist óvart, frú Perry?“ „Að sjúklingurinn skyldi deyja á skurðar- borðinu. Það var ekki mér að kenna, skurð- hnífurinn bara rann til.“ „Við vitum að það var ekki yður að kenna, frú Perry. Mér skilst að þér hafið góðar frétt- ir handa mér og þér hafið fundið nálina sem þér týnduð?“ Frú Perry iðaði af örvæntingu: „Ó, nei, læknir góður. Ég hélt ég hefði fundið hana en svo kom í ljós að Henshaw yfirhjúkrunar- kona hafði náð henni og hún vill ekki láta mig hafa hana. Hún gaf mér illt auga, ég veit að hún hatar mig.“ Patterson læknir gaf lögreglumönnunum merki' og þeir létu sig hverfa út um dyrnar. Þeir heyrðu kjökrið í frú Perry og óminn af hughreystingum læknisins. „Næst er fröken Brett,“ sagði Patterson. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa sjúkdómi hennar. Hún er mjög eðlileg, nema hvað hún hefur ákveðinn hlut á heilanum. Þegar hún var ung stúlka mun hún hafa misst af mikil- vægu stefnumóti vegna þess að klukkan hennar var vitlaus og síðan hefur hún eytt dögunum í að kanna hvort klukkurnar séu ekki örugglega réttar. Þið getið yfirheyrt hana sjálfir ef þið viljið.“ Hann vísaði þeim inn í herbergi og kynnti þá fyrir fröken Brett. Joubert sá að hún byrj- aði á að gjóa augunum á úrið hans og síðan á klukkuna á veggnum yfir snyrtiborðinu. Honum létti þegar hann sá að báðar sýndu sama tíma. „Munið þér hvað þér gerðuð í morgun, fröken Brett?“ spurði Joubert. „Já, ég var önnum kafin.“ „Sáuð þér Henshaw fara inn á skrifstofuna sína?“ „Já, það var klukkan hálfellefu.“ „Sáuð þér einhvem annan fara inn á skrif- stofuna?" „Nei, ég þurfti að fara og athuga hinar klukkurnar.“ „Komuð þér svo aftur þangað?“ „Já, rétt áður en hádegisskotinu var hleypt af. Þetta var allt saman vitlaust í dag. Þeir skutu á vitlausum tíma. Ég varð að breyta öllum klukkunum í húsinu. Hádegismaturinn var alltof seint, ég er að velta því fyrir mér hvað var að.“ „Ja, ekki get ég ímyndað mér það,“ sagði Joubert. Hann hafði greinilega gefist upp á að tala við hana en bætti þó við: „Þakka yður fyrir og verið þér sælar.“ „Yður gengur miklu betur en mér,“ sagði hann við Patterson. „Ég læt yður um afgang- inn. Ég heid þó út frá því sem hún sagði núna áðan að hún hafi ekki skapgerð morð- ingja.“ Patterson leit á Villiers hjúkrunarkonu og brosti: „Það vill þó svo til, lögregluforingi, að fröken Brett er eini sjúklingurinn okkar sem sýnt hefur tilhneigingu til ofbeldis. Það var í síðustu viku. Hún var ekki í herberginu sínu þegar við fórum á stofugang. Hún hefur líklega verið að athuga klukkur einhvers stað- ar og þegar hún kom spurði Henshaw á sinn ruddalega hátt hvers vegna hún væri sein. Fröken Brett varð óð og ég er viss um að hún hefði kálað Henshaw ef við Villiers hefðum ekki gripið í taumana." Hann staðnæmdist fyrir utan þriðju dyrn- ar: „Ég er hræddur um að við fáum lítið út úr þessum sjúklingi. Fræðilega nafnið á sjúk- dómi hennar er fótablæti. Einu tilfmningarn- ar, sem hún er fær um að sýna, eru gagnvart fótum og skófatnaði. Þetta er dálítið flókið en trúlega er þetta einhvers konar trúarof- stæki.“ Hann opnaði. Frú Fenwick kraup við gluggann í öllu sínu veldi. Hún var bæði feit, stór og grófgerð og það var æðisglampi í augunum. Hún góndi á skópar sem stóð í glugganum og bærði varirn- ar án þess að orðaskil heyrðust. Hún var greinilega að tala við skóna. Rétt áður en hún reis á fætur heyrði Joubert sér til hrellingar að hún sagði: „Amen.“ Patterson spurði hana út úr en svörin voru ógreinileg og merkingarlaus. Hún hafði ekki augun af fótum þeirra. Allt í einu byrjaði Villiers hjúkrunarkona að skjálfa og kippti í handlegginn á Joubert: „Þarna í gluggakist- unni eru skór Henshaw yfirhjúkrunarkonu. Hún var í þeim í morgun.“ „Segið mér, frú Fenwick, hvar fenguð þér þessa skó þarna í glugganum?" spurði hann hvasst. Nú fyrst virtist hún með á nótunum. „Þeir komu,“ sagði hún. „Það var kraftaverk, þeir komu í sársauka af eldi og glampandi stáli. Látum oss biðja.“ Hún lagðist aftur á hnén og Patterson yppti öxlum. Þau fóru út úr herberginu og upp á loft. Patterson spurði frú Kemp hvað hún hefði 54 VIKAN 5 TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.