Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 55
aðhafst í morgun en hún brosti leyndardóms- fullu brosi. „Eg mun segja það fyrir herréttin- um. Þangað til er það leyndarmál. Aðeins þér og ég vitum það, hjúkrunarkona." Þetta var það eina sem fékkst upp úr henni. Fyrir utan dyrnar sagði Villiers: „Hún hefur verið með undarlegasta móti í dag en ég held ég viti hvað hún á við með leyndarmálinu. Hún sagðist í morgun hafa drepið frumskóg- ardrottninguna með ör. Þér haldið þó ekki læknir...“ „Hvers vegna hún frekar en hinar?“ sagði læknirinn og sneri sér að Joubert. „Ef ég ætti að gruna einhverja þeirra sterkar en aðra þá held ég að ég veðjaði á frú Calloran, gömlu konuna sem við komum til með að hitta næst. Það er víst eins gott að ég útskýri mál mitt nánar. Ákveðin geðveiki er nefnd de- mentia praecox. Sá sem þjáist af henni hverfur smám saman inn í sjálfan sig og verður að lokum eins og ómálga barn. Þegar svo er komið eru sjúklingarnir ósjálfbjarga og hættu- lausir, þeir þekkja ekki umhverfi sitt og eru framtakslausir. Frú Calloran hefur öll þau einkenni sem ég taldi upp áðan nema hvað henni hætti að hraka þegar hún var komin niður í þroska um það bil tíu mánaða barns. Ég er þeirrar skoðunar að hún sé alls ekki með dementia praecox. Sem dæmi má nefna að hún hefur aðeins skerta tilfinningasvörun og ég er nokkurn veginn viss um að hún gæti við ákveðnar kringumstæður unnið jafn- kerfisbundið og þér og ég. Munið þér eftir farðanum á andliti Henshaw? Frú Calloran rak eitt sinn snyrtistofu. Eitt er það þó sem mælir á móti því að hún sé morðinginn en það er að dyrnar á herberginu hennar eru ætíð læstar.“ Hann sneri lyklinum um leið og hann sagði þessi síðustu orð og opnaði. Frú Calloran lá á bakinu í rúminu með stóra dúkku í vinstri hendi. Hún velti sér fram og aftur og amr- aði. Skyndilega hætti hún og potaði harkalega með puttanum i auga dúkkunnar og sagði: „Gó.“ Hún leit ekki einu sinni á þá sem í herberg- inu voru. Það er ekki til neins að ræða við hana þeg- ar hún er í þessum ham,“ sagði Patterson. „Við skulum koma niður og ræða málin bet- ur.“ Þegar allur hópurinn var aftur kominn inn í setustofuna sagði Joubert: „Ég hef að sjálf- sögðu dregið mínar ályktanir en þér eruð samt sem áður sérfræðingurinn. Áðan sögðust þér ætla að tengja hina ýmsu þætti málsins við sjúkdómssögu sjúklinganna. Mynduð þér vilja gera það núna?“ „Sjálfsagt," sagði Patterson og kveikti í sígarettu. „Ég vil leggja áherslu á að þótt við höfum ýmsar vísbendingar þá er engin þeirra afgerandi og reyndar stangast þær hver á við aðra þannig að ég skil hvorki upp né niður í þessu öllu saman. Ég held að einfaldast sé að tefla fram þeim þáttum sem benda til sektar og sakleysis hvers sjúklings fyrir sig. „Ef við athugum fyrst frú Perry þá kemur morðvopnið fyrst upp í hugann. Nálin týnd- ist fyrir tveim vikum og hún gerði mikið veður út af því. Hún er með ofsóknaræði og það getur oft breyst í morðæði. Sálfræðilega er sá möguleiki fyrir hendi að ef hún fyndi hina týndu nál í fórum Henshaw yfirhjúkrunar- konu gæti hún ráðist á hana. Á móti kemur svo að hún virðist álíta að Henshaw sé á lífi og sé enn nteð nálina. Ég get ekki heldur fund- ið neina skynsamlega skýringu á því að hún farðaði líkið eða tæki skóna. Það sama gildir hvað þær fröken Brett og fröken Kemp varð- ar þótt æðiskast þeirrar fyrrnefndu í síðustu viku og hin sérkennilegu ummæli hennar við Villiers hjúkrunarkonu vekji ákveðnar grun- semdir. Hvarf skónna og hvar þeir fundust bendir til frú Fenwick en ég á bágt með að ímynda mér að hún fremdi glæp á borð við þennan. Líklegasti sökudólgurinn er frú Call- oran, að minnsta kosti sálfræðilega séð, og förðunin bendir til hennar. Morðaðferðin er líka í samræmi við andlegt ástand hennar, þér sáuð hvað hún gerði við dúkkuna og það er alls ekki ómögulegt að hún hafi tekið skóna og komið þeim fyrir hjá frú Fenwick. Á móti kemur svo sú staðreynd að herbergi hennar var læst.“ „Er það alveg víst?“ sagði Joubert og sneri sér að Villiers hjúkrunarkonu. „Er útilokað að dyrnar hjá frú Calloran hafi verið skildar eftir opnar þó ekki væri nema í nokkrar mín- útur?“ „Já.“ Villiers var mjög ákveðin. „Ég fór nokkrum sinnum inn til hennar í morgun og ég lokaði alltaf og læsti á eftir mér. Klukkuna vantaði kortér í tólf þegar ég fór síðast inn til hennar og þá gaf ég henni að borða og klæddi hana í hrein föt. Ég man vel eftir að ég læsti á eftir mér vegna þess að ég þurfti að láta matarbakkann frá mér á meðan. Af sömu ástæðu man ég líka að ég opnaði með lykli.“ Patterson fórnaði höndum: „Þar hafið þér það, foringi. Ég er viss um að einhver þeirra er hin seka en ég er ekki viss hver það er. Ég er ekki einu sinni viss um að það sem ég hef verið að rekja hér skipti einhverju máli fyrir rannsókn málsins. Þetta er bara mín skoðun. Ef það hefði verið eitthvert mynstur hefði ég ekki hikað við að nefna sökudólginn. En eins og þetta er...“ „Já, en það er ákveðið mynstur í þessu öllu saman,“ sagði Rolf le Roux allt í einu og hin litu undrandi á hann. „Jú, læknir, röksemda- færsla yðar er hárrétt en niðurstaðan er röng. Vísbendingarnar benda sín í hverja áttina en þér fallið í þá gildru að telja að einhver af sjúklingum yðar hafi drýgt glæpinn." „Hver er túlkun yðar?“ sagði Patterson. Rolf dró allt í einu í land: „Áður en ég segi ykkur það er best að fá skýringu á tveim atriðum. Var vinnuáætlun ykkar aldrei breytt?“ „Nei.“ „ Og þess vegna komuð þér aldrei á spítal- ann fyrr en klukkuna vantaði kortér i þrjú á daginn.“ „Einnig rétt. Hvað eruð þér að fara?“ „Þegar Henshaw yfirhjúkrunarkona hafði lagt sig klukkan hálftólf var Villiers eina manneskjan sem annaðist sjúklingana og þekkti þá áætlun sem fylgt var.“ Allra augu beindust að Villiers: „Þér getið ekki...“ „Visbendingamar hjálpa okkur ekki frekar í þessu máli,“ sagði Rolf, „en í ljósi þess að hér er um að ræða glæp, sem framinn er af manneskju með fullu viti, þá skulum við ekki gleyma farðanum á líkinu.“ „Hvað meinar þú?“ sagði Joubert. „Munið þið eftir því að ég benti ykkur á að líkið hefði verið púðrað eftir að augabrún- irnar höfðu verið litaðar. Þetta bendir okkur á kynferði morðingjans. Konur nota augna- brúnalitinn eftir að þær hafa púðrað sig en ekki áður. Morðinginn var því karlmaður." Allir litu nú á Patterson. Hann drap harka- lega í sígarettunni og sagði: „Þetta eru alvarlegar ásakanir. Haldið þér að snjöll hug- mynd nægi sem sönnunargagn?" „Nei, en það má bjarga því. Mynduð þér vilja koma hingað með fröken Brett?“ sagði hann við Villiers. Það hefði mátt heyra saumnál detta í her- berginu þar til konurnar komu. Patterson kveikti í annarri sígarettu. „Þér kváðust hafa séð Henshaw yfirhjúkr- unarkonu fara inn á skrifstofuna sína og síðan hafa farið að athuga klukkumar, ekki satt?“ „Jú.“ „Hvað var klukkan?" „Hálftólf." „Þér vissuð sem sé að klukkan var hálftólf vegna þess að Henshaw fór inn á skrifstofuna sína?“ „Að sjálfsögðu. Klukkan er alltaf hálftólf þegar hún fer inn á skrifstofuna sína.“ „ Og ef klukkurnar sýndu annan tíma þá mynduð þér leiðrétta þær?“ „Að sjálfsögðu.“ „Þér sögðuð að eitthvað hefði verið að þegar hádegisskotinu var skotið frá Signal Hill og þér urðuð að stilla allar klukkurnar upp á nýtt. Munið þér eftir því?“ „Ja, það er venjulega skotið klukkan tólf á hádegi en í dag var skotið klukkan hálfTjög- ur.“ Rolf hallaði sér fram i stólnum. Röddin var róleg en hnúarnir á höndum hans hvítnuðu þegar hann kreisti pípuhausinn. „Þér eigið við að þegar skotið var af byss- unni í dag þá gerðist eitthvað sem venjulega gerist klukkan hálffjögur." „Auðvitað, hvað gæti það verið annað?“ Rolf hallaði sér aftur á bak og sagði lágri röddu: „Hvernig vissuð þér að klukkan var hálffjögur? Hvað var það sem gerðist alltaf klukkan hálffjögur?“ „Vitið þér það ekki?“ spurði hún undrandi og bætti síðan við eins og kennslukona sem er að kenna tornæmum krakka: „Klukkan hálffjögur á hverjum degi yfirgefur Patterson læknir skrifstofu Henshaw yfirhjúkrunar- konu.“ 6. TBL VIKAN 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.