Vikan


Vikan - 18.06.1987, Side 20

Vikan - 18.06.1987, Side 20
E L D H 0 S Gestur í Viku-eldhúsinu er Ingibjörg Kolbeinsdóttir Kaldur fiskréttur á heitum sumardegi Einfaldara getur það varla orðið. Þessi fiskréttur er hafður kaldur og er því tilval- inn á heitum sumardegi. Þetta er léttmelt fæða og Ingibjörg tók fram að ef fólk vildi hafa eitthvað í eftirmat mælti hún með ís með ferskum ávöxtum. 1 ýsuflak, ca 700 grömrn 200 grömm rækjur 1 agúrka 6 tómatar salatblöð eða kínakál 4 egg Sósa: Vi bolli tómatsósa 2 matskeiðar chilisósa 4 matskeiðar majónes 4 matskeiðar sýrður rjómi 2 matskeiðar indian relish 2-3 matskeiðar undanrenna salt og pipar Sjóðið fiskinn, kælið hann og hreinsið. Harðsjóðið eggin, kælið þau og takið skurn- ina af. Raðið fiskinum á fat. Hreinsið salatblöðin og raðið þeinr í kringum fiskinn. Dreifið rækjum, sneiddri agúrku og niðurskomum tómötum yfir fiskinn. Skerið eggin í báta og raðið þeim í kring. Setjið allt sem á að fara í sósuna í skál (vél) og hrærið vel saman. Hellið helmingn- um af sósunni yfir fiskinn en látið hinn hlutann í skál og berið fram með réttinum. Berið ennfremur hvítlaukssmurt brauð með þessurn rétti. Þessi uppskrift er fyrir fjóra. Umsjón: Esther Steinsson Mynd: Ragnar Sigurjónsson X 20 VIKAN 25. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.