Vikan


Vikan - 18.06.1987, Síða 32

Vikan - 18.06.1987, Síða 32
Laugardagur á Sdtjamamesi Þriðjungur þeirra sem tóku þátt í íjölmiðlanámskeiði Eggertsdóttir, Bryndís Valgeirsdóttir, Elínborg K. Tómstundaskólans, sem lauk fyrir skömmu, tók fyrir Kristjánsdóttir, Fanney Þórsdóttir, Kristlaug Sigurð- verkefnið LAUGARDAGUR Á SELTJARNAR- ardóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Jóhann Ingi Ámason NESI. Afraksturinn er á næstu síðum í málþ og og Snorri Konráðsson. myndum. Höfundamir eru Ámý Sveinsdóttir, Ásta Innan marka gamla hreppsins Nesstofa - eitt elsta steinhús landsins Til forna náði hreppurinn yfir allt hið svo- kallaða Seltjarnarnes, milli Kópavogs og Elliðaárvogs, frá Gróttu upp að Hólrni. Fyrstu aldirnar eftir landnám voru einungis jarðirnar Reykjavík, Nes og Laugarnes í byggð og var landbúnaður helsta atvinnu- greinin. Islendingar fóru að stunda fiskveiðar í auknum mæli á 14. og 15. öld og kom þá skreiðarútflutningur einnig til sögunnar. Byggð fór því að þéttast ört við sjávarsíðuna. var stofnað á íslandi. Bjarni Pálsson var skip- aður fyrsti landlæknirinn og aðsetur hans var í Nesi við Seltjörn. í kjölfar aðskilnaðar Sel- tjarnarness og Reykjavíkur missti hreppurinn smátt og smátt mestan hluta af landi því sem tilheyrði honum. Nú er svo komið að innan marka gamla Seltjarnarneshrepps eru þrír kaupstaðir og hátt í helmingur þjóðarinnar hefur þar búsetu. Um aldamótin 1900 hljóp mikil gróska í Nesstofa í dag. Við siðaskiptin náðu Skálholtsbiskupar eignarhaldi á flestum jörðum hreppsins og lögðust þær undir konung um miðja 16. öld. íbúum fór fjölgandi á nesinu næstu aldirnar og á fyrri hluta 18. aldar var þar einna þétt- býlast á öllu landinu. Tveir atburðir áttu sér stað á 18. öld sem mörkuðu spor í sögu Seltirninga. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi og landlæknisembætti útgerð á nesinu og taldist hreppurinn til stærstu útgerðarstaða á landinu. Hafnarað- staðan var þar heldur bágborin og leiddi það til þess að Seltirningar urðu að selja fiskiskipa- flota sinn til Reykjavíkur. Seltirningar tóku upp landbúnað að nýju eftir útgerðarævintýr- ið en hann leið undir lok í heimsstyrjöldinni síðari. Byggð var þá tekin verulega að þéttast og Seltjarnarnes hlaut kaupstaðarréttindi 1974. Þessi laugardagur, seinnipartinn í apríl, var vordagur eins og þeir gerast bestir á Islandi. Sólin brosti sínu blíðasta og ekki blakti hár á höfði. Bærinn var allur þrunginn lífi því nú voru borgarbúar komnir í sumarskap. Ferð- inni var heitið út á Seltjarnarnes, reyndar á alveg sérstakan stað, Nesstofu. Nesstofa stendur við Bakkatjörn á vestan- verðu nesinu og þaðan er aðeins örstuttur spölur út í Gróttu. Útsýnið þennan bjarta vordag var stórbrotið. Akrafjallið bar við heiðskíran himin og Esjan skartaði sínu feg- ursta. í fjarska blasti Snæfellsjökull við í öllu sínu veldi. Byggðin hefur í tímanna rás færst nær Nesstofu og nú er svo komið að glæsi- leiki þessa einfalda húss nýtur sín ekki sem skyldi. Nesstofa er eitt af elstu steinhúsum lands- ins, var reist á árunum 1761 til 1765. Hún hefur nú verið færð í sitt upprunalega horf og senn verður opnað þar læknisfræðilegt sögusafn, hið fyrsta sinnar tegundar á ís- landi. Sögulegt gildi Nesstofu verður ekki dregið í efa. Þar bjó á árunum 1763 til 1779 fyrsti landlæknir okkar jslendinga, Bjarni Pálsson, og var hann fyrsti íslendingurinn sem lauk embættisprófi í læknisfræði. Hann var skipaður landlæknir 1760 og beið hans þá mikið og erfitt starf. Ásamt því að hafa um- sjón með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknishjálp og hafa með höndum lyfjasölu var honumn falið að annast lækna- kennslu, kenna ljósmæðrum og að auki að hafa eftirlit með tukthúslimum. Þrátt fyrir drepsóttir, hungur og gífurlegan barnadauða hófst Bjarni ótrauður handa. Læknaskóla starfrækti hann allan sinn starfs- tíma í Nesi og lyfjabúð til ársins 1772. Ávallt leitaði mikill fjöldi sjúklinga til hans á degi hverjum og var engum manni neitað um húsa- skjól. Seint verður hægt að meta til fulls hvers virði störf Bjarna voru fyrir þjóðina því fórn- fýsi hans og ódrepandi starfsþrek varð sá grunnur sem heilbrigðisþjónusta okkar bygg- ist á. 32 VIKAN 25. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.