Vikan


Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 32

Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 32
Laugardagur á Sdtjamamesi Þriðjungur þeirra sem tóku þátt í íjölmiðlanámskeiði Eggertsdóttir, Bryndís Valgeirsdóttir, Elínborg K. Tómstundaskólans, sem lauk fyrir skömmu, tók fyrir Kristjánsdóttir, Fanney Þórsdóttir, Kristlaug Sigurð- verkefnið LAUGARDAGUR Á SELTJARNAR- ardóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Jóhann Ingi Ámason NESI. Afraksturinn er á næstu síðum í málþ og og Snorri Konráðsson. myndum. Höfundamir eru Ámý Sveinsdóttir, Ásta Innan marka gamla hreppsins Nesstofa - eitt elsta steinhús landsins Til forna náði hreppurinn yfir allt hið svo- kallaða Seltjarnarnes, milli Kópavogs og Elliðaárvogs, frá Gróttu upp að Hólrni. Fyrstu aldirnar eftir landnám voru einungis jarðirnar Reykjavík, Nes og Laugarnes í byggð og var landbúnaður helsta atvinnu- greinin. Islendingar fóru að stunda fiskveiðar í auknum mæli á 14. og 15. öld og kom þá skreiðarútflutningur einnig til sögunnar. Byggð fór því að þéttast ört við sjávarsíðuna. var stofnað á íslandi. Bjarni Pálsson var skip- aður fyrsti landlæknirinn og aðsetur hans var í Nesi við Seltjörn. í kjölfar aðskilnaðar Sel- tjarnarness og Reykjavíkur missti hreppurinn smátt og smátt mestan hluta af landi því sem tilheyrði honum. Nú er svo komið að innan marka gamla Seltjarnarneshrepps eru þrír kaupstaðir og hátt í helmingur þjóðarinnar hefur þar búsetu. Um aldamótin 1900 hljóp mikil gróska í Nesstofa í dag. Við siðaskiptin náðu Skálholtsbiskupar eignarhaldi á flestum jörðum hreppsins og lögðust þær undir konung um miðja 16. öld. íbúum fór fjölgandi á nesinu næstu aldirnar og á fyrri hluta 18. aldar var þar einna þétt- býlast á öllu landinu. Tveir atburðir áttu sér stað á 18. öld sem mörkuðu spor í sögu Seltirninga. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi og landlæknisembætti útgerð á nesinu og taldist hreppurinn til stærstu útgerðarstaða á landinu. Hafnarað- staðan var þar heldur bágborin og leiddi það til þess að Seltirningar urðu að selja fiskiskipa- flota sinn til Reykjavíkur. Seltirningar tóku upp landbúnað að nýju eftir útgerðarævintýr- ið en hann leið undir lok í heimsstyrjöldinni síðari. Byggð var þá tekin verulega að þéttast og Seltjarnarnes hlaut kaupstaðarréttindi 1974. Þessi laugardagur, seinnipartinn í apríl, var vordagur eins og þeir gerast bestir á Islandi. Sólin brosti sínu blíðasta og ekki blakti hár á höfði. Bærinn var allur þrunginn lífi því nú voru borgarbúar komnir í sumarskap. Ferð- inni var heitið út á Seltjarnarnes, reyndar á alveg sérstakan stað, Nesstofu. Nesstofa stendur við Bakkatjörn á vestan- verðu nesinu og þaðan er aðeins örstuttur spölur út í Gróttu. Útsýnið þennan bjarta vordag var stórbrotið. Akrafjallið bar við heiðskíran himin og Esjan skartaði sínu feg- ursta. í fjarska blasti Snæfellsjökull við í öllu sínu veldi. Byggðin hefur í tímanna rás færst nær Nesstofu og nú er svo komið að glæsi- leiki þessa einfalda húss nýtur sín ekki sem skyldi. Nesstofa er eitt af elstu steinhúsum lands- ins, var reist á árunum 1761 til 1765. Hún hefur nú verið færð í sitt upprunalega horf og senn verður opnað þar læknisfræðilegt sögusafn, hið fyrsta sinnar tegundar á ís- landi. Sögulegt gildi Nesstofu verður ekki dregið í efa. Þar bjó á árunum 1763 til 1779 fyrsti landlæknir okkar jslendinga, Bjarni Pálsson, og var hann fyrsti íslendingurinn sem lauk embættisprófi í læknisfræði. Hann var skipaður landlæknir 1760 og beið hans þá mikið og erfitt starf. Ásamt því að hafa um- sjón með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknishjálp og hafa með höndum lyfjasölu var honumn falið að annast lækna- kennslu, kenna ljósmæðrum og að auki að hafa eftirlit með tukthúslimum. Þrátt fyrir drepsóttir, hungur og gífurlegan barnadauða hófst Bjarni ótrauður handa. Læknaskóla starfrækti hann allan sinn starfs- tíma í Nesi og lyfjabúð til ársins 1772. Ávallt leitaði mikill fjöldi sjúklinga til hans á degi hverjum og var engum manni neitað um húsa- skjól. Seint verður hægt að meta til fulls hvers virði störf Bjarna voru fyrir þjóðina því fórn- fýsi hans og ódrepandi starfsþrek varð sá grunnur sem heilbrigðisþjónusta okkar bygg- ist á. 32 VIKAN 25. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.