Vikan


Vikan - 18.06.1987, Page 46

Vikan - 18.06.1987, Page 46
Varðstu var? - Veiðiþáttur Geitabergsvatn og Kleifarvatn: Stórurriöar á Geitabergsvatn i Svínadal þykir merkilegt vatn og á hverju ári veiðast þar vænir urriðar, 8 til 10 punda. Lax er töluverður í vatninu og bleikja sem er reyndar frekar smá. Mætti að skað- lausu veiða meira í net í vatninu og mundi það grisja vel. Fróður maður sagði umsjónarmönn- um veiðiþáttarins að undir hlíðum Geitabergsvatns, sömu megin og bærinn Geitaberg er, væri djúp gjá í vatninu og hefðu kafarar séð þar boltaurriða á sveimi. Veiðimaður einn fór á þessar slóðir fyrir fáum árum og veiddi fjóra urriða, 4, 5, 8 og 9 punda fiska. Þessir fiskar veiddust allir á spún og sá hann stærri fiska elta. Veiðimenn hafa verið að fá einn og einn vænan á hverju sumri. Laxinn fæst oft til að taka í vatninu og vænir sjóbirtingar hafa fengist. Einn 8 punda veiddist síðastliðið haust og annar 4 punda. Ýmislegt gæti því gerst við vatnið i sumar enda ætla veiðimenn að fjöl- menna og renna fyrir þá stóru í gjánni. Veiðileyfi í vatninu kosta 400 krónur Guðrún Guðjónsdóttir kastar flugu fyrir laxa í Myrkhylnum en þeir tóku ekki. sveimi dagurinn í sumar. Vatn, sem vakið hef- ur athygli fyrir stóra fiska, er Kleifar- vatn sem Stangaveiðfélag Hafnarfjarðar hefur á leigu. Þar má finna mjög væna urriða og hafa þeir stærstu, sem sést hafa i vatninu, verið um 17, 18 punda. Kannski maður fái einn svo stóran i sumar? Hver veit? Þessir stóru urriðar gefa veiðimönn- um vonir um þann stóra í sumar og ekki væri verra ef þeir tækju flugu. Það yrði mikil barátta. Umsjón: Gunnar Bender og Stefán Kristjánsson Frá opnun Norðurár í Borgarfirði Laxveiðin hófst í Norðurá í Borgarfirði 1. júní og þar vorum við mættir, smelltum af myndum í gríð og erg, en veiðin var mjög góð fyrsta hálfa daginn sem við vorum á staðnum. En sjón er sögu ríkari. 46 VI K A N 25. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.