Vikan


Vikan - 23.07.1987, Page 6

Vikan - 23.07.1987, Page 6
Siglingar: íþrótt fyrir kónga og skáld Laserskútur eru ein þeirra tegunda er keppt er á á ólympiuleikunum. Lengdin er 4,23 metrar og þyngdin 56,7 kiló. Er sú skúta tyrir einn keppanda. Litskrúðug seglin eru þanin af vindin- um, umkringd sjó og bláum himni. Seglskútur er töfrandi sýn sem orðið hefur skáldum og myndlistarmönnum upp- spretta listrænnar sköpunar. Seglskútur eru notaðar í tvennum skilningi, siglingar eru keppnisgrcin og svo afþreying. Eru það margir sem fá sitt besta tækifæri til að slaka á um borð í seglskútu við nið sjávarins. Segl hafa verið notuð á skip lengi en siglingar sem keppnisgrein eru mun yngri. Þar til á sautjándu öld voru seglskip eingöngu notuð til verslunar, hernaðar og landkönnunar. Karl II. Englandskonung- ur er talinn sá fyrsti sem íhugaði siglingar sem íþrótt. Þegar tilkynnt var um krýn- ingu hans til konungs 1660 var hann í útlegð í Hollandi. Hann sneri til Englands um borð í seglskipi er franskur prins átti. Honum þótti ferðin svo ánægjuleg að hann lét byggja sér slíkt seglskip fljótlega til að geta siglt að vild um ána Thames. Þar eð konungurinn sigldi urðu siglingar lljótt tíska. Létu hirðmenn smíða sér segl- skútur og brátt varð vinsælt að sigla við strendur Englands. í byrjun var það eingöngu aðallinn er sigldi. A átjándu öld fer almenningur að sigla og fyrstu siglingaklúbbarnir eru stofnaðir. Einn þessara fyrstu klúbba cr enn í dag við lýði. Er það Konunglegi sigl- ingaklúbburinn, nú talinn elsti siglinga- klúbbur veraldar. Þótt siglingar öðluðust æ meiri vinsæld- ir tíðkaðist ekki að kcppa i þeim eins og þekkist í dag, þar sem siglt er utan um þríhyrndan flöt eða milli tunnudufla. Ágreiningur um flokkun skúta þckklist ekki og reglur voru ekki eins strangar. 1749 er talið að fyrsta almenna kappsigl- ingin hafl átt sér stað. Keppendur voru sjómenn og verslunarmenn. Reglur voru samræmdar þannig að allar gerðir scgl- skipa gátu tekið þátt í sömu keppni. Það er svo 1829 sem nýr mælikvarði er kynnt- ur. Skútum var skipt í scx flokka el'lir stærð og þyngd. Skúturnar í stærsta flokknum og þar með þær hraðskrciðustu urðu að gefa eftir mílu i keppni við smærri skútur. Þetta var forvcri forgjafarreglu scm venjulega er notuð í keppni í dag. Þegar bandarísk skúta vann Amcríku- bikarinn 1851 á bresku hafsvæði hól'sl mikil samkeppni miili allra hclstu siglinga- þjóða um hraðskreiðustu skúturnar fyrir þessa miklu siglingakeppni. Hcfur Amcr- íkubikarinn með tímanum orðið ein allra mesta iþróttakeppni vorra tíma og millj- ónum eytt i gcrð scglskúta l'yrir þessa keppni i hvert sinn. Á siðari hluta nítjándu aldar kom ný kcppnisgrein í siglingum lil sögunnar og náði fljótl vinsældum. Voru það úlhal's- siglingar. Fyrsli maðurinn, er lauk einn sins liös siglingu kringum hnöltinn, var bandarískur skipherra, Joshua Slocum, um borð i báti sínum, Spray, en það var gamall llskibálur sem Slocum endur- byggði. Hann hóf lcrð sína l'rá' höfninni í Boston 1895 og sigldi 85200 kilómelra á þrcmur árum. Sæúlfur þessi, þá llmmlíu

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.