Vikan


Vikan - 23.07.1987, Síða 11

Vikan - 23.07.1987, Síða 11
NAFN VIKUNNAR: BJARNI ARASON Látúns-Bjami Hann verður sextán á þessu ári, er hress og skenuntilegur strákur seni sló í gegn á einu kvöidi. Það gerðist í Hveragerði, á látúns- barkakeppni Stuðmanna. Bjarni Arason hefur aldrei lært að syngja og eftir því sem hann segir eru engir frægir söngvarar í ættinni. En til að fræðast meira um þennan unga söngv- ara byrjuðum við á að spyrja hvernig honum hefði dottið í hug að taka þátt í keppninni um látúnsbarkann. „Mér datt þetta eiginlega ekki i hug. Það var kunningi minn og umboðsmaður. Hjalti Þorsteinsson, sem sá auglýsingu um keppnina í blöðunum. Hann hringdi í mig og sagðist vera búinn að skrá mig. Ég sló þá bara til og tók þátt i keppninni. Að vísu urðu einhver mistök í skráningunni svo ég varð að syngja i Stapa í Njarðvíkum. Þess vegna virðast margir halda að ég sé Keflvíkingur. En ég er Reykvíkingur í húð og hár, bý í Reykjavík, varí skóla í Reykjavik ogvinn i Reykjavík." - Var tilgangurinn nieð þátttöku í keppn- inni sá að slá í gegn? „Auðvitað vonaðist ég til að vinna en samt bjóst ég alls ekki við því. Allir sem tóku þátt í lokakeppninni voru mjög góðir söngvarar. Mér finnst að nokkrir þeirra hefðu alveg verð- skuldað titilinn. En auðvitað er þetta alveg frábært, að minnsta kosti svona til að byrja með. Það er gaman að fá alla þessa athygli. Fyrstu dagana eftir keppnina varð ég strax var við að fólk þekkti mig. Mjög margir hafa komið til mín, tekið i höndina á mér og ósk- að mér til hamingju nieð árangurinn. Það finnst mér mjög gaman. Ég er nefnilega mont- inn að eðlisfari. En maður reynir samt sem áður að láta frægðina ekki stíga sér til höfuðs. Sennilega er erfitt að vera þekkt andlit - svona til lengdar. Samt gæti ég vel hugsað mér að fara út í skemmtanabransann og verða frægur. Þó er eitt atriði sem háir mér þegar ég kem fram. Ég fæ svo mikinn sviðsskrekk. Það mætti segja að ég væri einn stressaðasti skemmtikrafturinn í veröldinni. í lokakeppn- inni var ég stressaðastur af öllurn. Allir hinir krakkarnir virtust sallarólegir. En þegar ég er kominn inn á sviðið og byrjaður að syngja finnst mér það ekkert mál og fíla mig vel." Hefurðu lært að syngja? „Nei, ég hef aldrei lært það en ég hef stund- að hljóðfæranám. Ég spila meðal annars á trompet." Hvað tekur svo við hjá þér i framtíð- inni. Bjarni? „Ég vinn í matvöruverslun i sumar en í vetur fer ég í skóla. Ég féll nefnilega í blessuð- um níunda bekknum síðastliðinn vetur, einfaldlega fyrir það að ég gerði ekki annað en að spila. Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Skólinn er aftur á móti ntun neðar á vinsældalistanum. En maður verður að klára samræmdu prófin. Það er lágmarkið, annars kemst ég ekki langt. Svo ég sé frarn á að verða í skóla næsta vetur. Eftir það veit ég ekki hvað tekur við. Ég er nokkuð örugg- ur um að fara ekki í menntaskóla. Ahuginn beinist meira að tónlistinni, ég gæti vel hugsað mér að læra meira á trompet. Tilvera mín snýst aðallega uin tónlist. Áður var ég mikið í fótbolta en íþróttirnar og tónlistin fóru fljót- lega að rekast of mikið á, þá varð ég að velja á milli. Ég valdi tónlistina og tel mig hafa valið rétt. Fótbolti er bara fyrir stráka sem hafa ekkert annað fyrir stafni. Nú i nánustu framtíð á ýmislegt eftir að gerast. Ég fer í vinningsferðina til London í ágúst. Svo eru tvær plötur á dagskránni. Onnur er í beinu framhaldi af látúnsbarka- keppninni. Allir barkarnir úr úrslitakeppninni syngja sitt lag. Ég syng mitt og verð svo með tvö önnur lög. Hina plötuna gefur Torfi 01- afsson út. Ég kem til með að syngja eitt lag á henni ásamt ýmsum þekktum söngvurum." - Heldurðu að látúnsbarkatitillinn eigi eftir að breyta lifi þínu i framtíðinni? „Sennilega að einhverju marki. Það er vel líklegt að ég eigi auðveldara með að koma mér á framfæri í framtíðinni. Vonandi fær hljómsveitin, sem ég er í, meira að gera. Það er rosalega erfitt að vera á markaðnum og reyna að vekja athygli á sér. En nú er verslun- annannahelgin að minnsta kosti bókuð. Egill Olafsson stakk upp á því að það yrði ekki bara ég sem skemmti með Stuðmönnum í Húsafelli heldur myndi öll hljómsveitin vera með. Það verða því Vaxandi og Stuðmenn sem skemmta í Húsafelli um verslunarmanna- helgina." - Er Vaxandi búin að starfa lengi? „Við, stofnendur hljómsveitarinnar, spiluð- um saman í lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts. Þá datt okkur í hug að stofna dixíband. Upp úr því varð hljómsveitin til. Við skiptum yfir af blásturshljóðfærunum á rafmagnshljóðfæri. Við fikruðum okkur bara áfram. Síðastliðið haust komurn við fram í sjónvarpsþættinum Unglingarnir í frumskóginum. Síðan erum við búnir að spila við öll möguleg tækifæri. í raun höfum við verið á öllum tegundum af böllum nema gömlu dönsunum. Svo höfum við verið að spá í að fá söngkonu inn í hljómsveitina. Það stendur til að ein úr látúnsþarkakeppn- inni kíki á æfingu hjá okkur en það er ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá. Það er gaman að geta þess hvernig nafnið á hljómsveitinni varð til. Þannig var að við vorurn að koma af æfingu og einhver okkar var að lesa Dagblaðið. Þar slóð í fyrirsögn: VAXANDI ÁHUGI Á HVALVEIÐUM. Allir voru sammála um að þar væri nafnið komið.“ - Myndirðu syngja í Eurovisionkeppninni á næsta ári ef þú yrðir beðinn um það_? „Jah, það er ansi erfitt að svara því. Ég hef aldrei hugleitt það. Það er svo stutt síðan ég vann titilinn. Hlutirnir hafa gerst svo hratt að ég er ekki búinn að átta mig á öllu um- stanginu ennþá. í fljótu bragði held ég samt að ég myndi slá til ef lagið væri að mínu skapi og hæfði mínu raddsviði. Eins og Slá í gegn, það er lag sem hæfir minu raddsviði mjög vel. Ég varð virkilega hissa þegar ég las í blöð- unum að ég hefði verið að stæla Egil þegar ég söng lagið. Það var alls ekki ætlunin. Aft- ur á móti hef ég mikið reynt að stæla Elvis Presley. Ég veit ekki hvort hægt er að líkja þessum tveimur söngvurum saman." Við kvöddum Bjarna. Hann gekk glettinn á svip út í sumarið, til móts við frægð og frama. Viðtal: Jóna Björk Guðnadóttir Mynd: helgi skj. friðjónsson 30. TBL VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.