Vikan


Vikan - 23.07.1987, Síða 23

Vikan - 23.07.1987, Síða 23
kvikmyndir/myndbönd Sigurfbr Hannah and Her Sisters um heiminn er varla lok- ið þegar snillingurinn Woody Allen er kominn með enn eitt meistaraverkið, Radio Days. Nú er það óður til hinna gömlu góðu daga rétt fyrir seinni heimsstyijöldina, þegar fjöl- skyldan safnaðist saman í stofunni til að hlusta á útvarpið, ekkert sjónvarp komið og helg- argamanið var að fara í kvik- myndahús. Woody Allen er sögumaður myndarinnar og rifjar upp minningar úr æsku. Staðgengill hans er Joe, strákur sem úr fjar- lægð fylgist með veruleika og draumum fjölskyldu sinnar sem, eins og vænta má í kvikmynd eftir Woody Allen er nokkuð skrautleg gyðingafjölskylda. Einnig fylgjumst við með sígar- ettusölustúlkunni sem óvænt verður útvarpsstjama. Það er Mia Farrow er leikur hana, en hún hefur leikið í öllum nýjustu myndum Allens með frábæmm árangri. Ein frænkan er í örvæntingar- fullri leit að karlmanni svo hún pipri ekki. Er það Diane Wiest er leikur frænkuna en hún fékk einmitt óskarsverðlaun í vor fyr- ir leik sinn í Hannah and Her Sisters. Uppáhaldsútvarpsþáttur fjöl- skyldunnar er framhaldsþáttur um grímukkeddan mann er berst fyrir lítilmagnann og fáum við að kynnast lífi þeirra er leika í þeim þætti. Þá má nefna að Diane Keaton, er lék í nokkrum mynduni Allens fyrr á ámm, kemur fram í litlu hlutverki sem hún skilar af snilld. Þrátt fyrir að persónurnar séu yfirborðskenndar tekst Woody Allen eins og ætíð að gæða þær lífi og verður því hver og eiii persóna í Radio Days eftir- minnileg. Svo er bara að vona að þetta nýjasta verk eins snjall- asta kvikmyndagerðarmanns, sem nú starfar, komi sem fyrst á hvíta tjaldið í einhveiju kvik- myndahúsanna í höfuðborginni. THE COLOR PURPLE ★ ★ ★ Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalleikarar: Danny Glover, Whoopi Goldberg og Margareth Avery. Sýningartími: 150 min. - Útgefandi: Tefli hf. Mikið hefur verið rætt og skrifað um The Color Purple og sýnist sitt hverjum. Allir eru þó sammála um að þessi mannlega mynd búi yfir mik- illi hlýju sem menn áttu ekki von á frá Steven Spielberg sem, eins og allir vita, hefur sérhæft sig í ævintýramyndum á borð við myndirnar um Indiana Jones og E.T. The Color Purple er saga ungrar fátækrar svertingjastúlku sem nýtur lítilla mannréttinda í lífinu. Fyrst er það faðir hennar sem beitir hana kynferðislegu ofbeldi og síðan tekur maður hennar við, ber hana til hlýðni og gerir að þræl sínum. En hjarta þessarar ungu konu er stórt og þrátt fyrir eymdarlífið dreymir hana betri tíð með börnum sínum, sem tek- in hafa verið frá henni, og systur sinni en eiginmaður hennar skildi þær að. Það er í raun öllum hollt að sjá The Color Purple og enginn hverfur ósnortinn frá henni. THE BERLIN AFFAIR ★★ Leikstjóri: Liiiana Cavani. Aðalleikarar: Gudrun Landgrebe og Mio Takaki. Sýningartími: 103 mín. - Útgefandi: Tefli hf. Tvær konur, einn maður, hinn klassíski þríhyrningur hefur oftar en talið verður verið þema kvikmyndar og í The Berlin Affair er einn slikur. Þessi þríhyrningur er samt öðruvísi. Við höfum eiginkonu hátt setts embættis- manns nasista í Berlín er nemur myndlist. Einnig er í myndlistarnámi ung japönsk stúlka og áður en við vitum af eru þær komnar í heitt ástarsam- band. Eiginkonan getur samt ekki slitið sig frá eiginmarininum sem er skiljanlega ekkert um þetta ástarsamband gefið. Hlutirnir taka á sig breytta mynd þegar hann fellur einnig fyrir þeirri japönsku og er nú komin upp staða sem ekki getur endað vel. The Berlin Affair er að mörgu leyti hag- lega gerð kvikmynd. Helsti galli er persónusköpunin. Það er helst að Gudrun Landgrebe nái tökum á hlutverki eiginkonunnar. Helsti kostur myndarinnar er að hún er öðruvísi. FORTRESS ★ ★ Leikstjóri: Arch Nicholson. Aðalleikarar: Rachel Ward, Sean Gorlick og Rebecca Rigg. Sýningartími: 86 mín. - Útgefandi: Steinar hf. Fortress er áströlsk kvikmynd og ástæðan fyrir því að breska leikkonan Rachel Ward fer með aðalhlutverkið í myndinni er sjálfsagt sú að hún er gift einum þekktasta leikara Ástrala, Bryan Brown. Leikur hún kennslu- konu í litlum sveitaskóla. Henni og börnunum er rænt og þau lokuð inni í helli. Ræningjarnir, sem eru grimuklæddir, ætla sér lausnarfé fyrir ráns- fenginn. Áður en það kemur til tekst hópnum að flýja, en beint í fangið á ræningjunum og komast krakkarnir að því að ræningjarnir drepa ef þeim sýnist svo. Hópurinn nær að flýja aftur og hefst nú eltingarleikur upp á líf og dauða í óbyggðum Ástralíu og hinir friðsömu krakkar læra fljótt að til að lifa þessa martröð af verður að svara í sömu mynt. Söguþráðurinn er nokkuð ósennilegur og mörg atriði þola ekki nána skoðun, en kvikmynda- taka og leikur er allur fyrsta flokks og gera þessa mynd að ágætri afþreyingu. PIRATES ★ ★ Leikstjóri: Roman Polanski. Aðalleikarar: Walter Matthau, Cris Campion og Charlotte Lewis. Sýningartími: 106 min.-Útgefandi: Háskólabíó. Það hafði lengi verið draumur Romans Polanski að gera sjóræningja- mynd. Draumur hans hefur ræst en því miður hefurekki tekist sem best til þrátt fyrirgóða leikara og mikið fjármagn, fyrst og fremst kannski vegna þess að ntyndir á borð við Pirates gera sig varla lengur. Þetta voru vinsæl- ar myndir þegar Douglas Fairbanks og Errol Flynn voru upp á sitt besta og fólk þekkti ekki geimferðamyndir. Pirates er samt ekki alslæm. Það má hafa gaman af Walter Matthau í hlutverki Red sjóræningjaforingja. Sögu- þráðurinner ekki upp á marga fiska, ósköp líkur því sem maðurátti að venjast í gömlu sjóræningjamyndunum, gamansemin heldur meiri að vísu. Enn eru það Spánverjarnir sem eru óvinir sjóræningjanna. Pirates er í heild kannski misheppnuð stórmynd og engin rós i hnappagat Romans Polanski en stendur vel fyrir því að vera sæmileg afþreyingarmynd. 30. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.