Vikan


Vikan - 23.07.1987, Qupperneq 26

Vikan - 23.07.1987, Qupperneq 26
Hugur og heilsa ist frá barnæsku með þvíþegarfaðir hannar safnaði jurtum, þurrkaði þær og sauð úr þeim lyf við margs konar meinsemdum. Margir fóru fyrst til háskólamenntaðra lækna og síðan til hans þegar ráð þeirra fyrrnefndu brugðust, en sumir komu beint til foður hennar. Asta nam af reynslu föður síns og las auk þess allt sem hún komst yfir um grös og grasalækningar. í dag hefur hún margra ára reynslu að baki í jurtalækningum og hefur hjálpað vel því fólki sem til hennar hefur leitað. Vitað er að fólk, sem ekki hefur fengið bót meina sinna hjá heimilis- læknum né á sjúkrahúsum, hefur leitað til Ástu með vænlegum árangri. í tímaritinu Hollefni og heilsurækt voru birtar á sínum tíma myndir af harni sem hafði hlotið alvar- leg brunasár. Barnið var í meðferð hjá Ástu og tókst furðu vel að græða sár þess með brunasmyrsli sem amma hennar og faðir bjuggu til og notuðu með góðum árangri. Að sögn Ástu er smyrslið svo frábært að ef sjúklingurinn kemur nógu snemma er hægt að græða sárið þannig aó ör myndist ekki. Þetta geta læknar síður. Ásta segir að hluti af skýringunni liggi í því að lyjja- framleiðendur einangri efni í jurtunum í stað þess að nota jurtina alla. Á þann hátt rjúfa þeir lífkeðjuna og veikja um leið lækn- ingamátt lyfsins. Jurtalyf sem lækna ýmsa sjúkdóma Slík meóul í stórum skömmtum, auk geisla sem læknar nota oft við illkynjaða sjúkdóma, hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir og jafnvel skemmdir á líffær- um. Ásta segist hins vegar hafa í fórum sínum jurtir sem: „Vinna gegn þessum aukaáhrifum og m.a. styrkja lifrina, hjart- að, slímhúð og ýmsa innkirtla og draga úr ógleði, lystarleysi og vanlíóan sem stundum kveður svo rammt að að hætta verður lyfja- meðferð.“ Einnig eru til jurtalyf sem geta hjálpað sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma, eins og t.d. kransæðasjúkdóma. Liðagikt hefur Asta læknaó og er meðferðin vió henni mismunandi, bæði i formi áburðar og inn- töku, hvort tveggja búið til úr jurturn. Stundum dugir ekkert annað en aó brenna. Ásta skýrir þetta nánar: „Þá eru settar olíur i kompressur (hakst- ur) og látnar liggja vió liðina í átta til tólf tíma. Þaó brennur undan þessu og myndast blöðrur sem eru fullar af vökva sem stundum er glær en getur orðið þykk, gul leðja. Óþverri eða eiturefni viróast hreinsast þann- ig úr liðunum." Einnig duga ýmis ráð íslenskra grasa- lækna við húðsjúkdómum, fótasárum, kölkun í liðum og gyllinæð sem hægt er að lækna á örfáum dögum. Aðspurð um hvað hægt væri að gera gegn kvefpestum og slappleika, svaraði Ásta: „Það er gott að klippa knúppana ofan af Baldursbránni og þurrka þá, ég tala nú ekki um ef þú getur náð þér í aðalbláberja- lyng og birkilauf. Það er ansi styrkjandi að sjóða te af þessu og drekka það. Mjaðar- jurt og blóðberg er líka mjög gott í te en blóðbergið er reyndar dálítið hart í maga. Fjallagrösin eru líka góð og maðurfær svo fallega húð af þeim en þó eru þau aðallega notuð í tengslum við truflanir á skjaldkirtli og hormónastarfsemi.“ Hér veróur að lokum birt samantekt úr bók Björns L. Jóssonar, íslenskar lækn- inga- og drykkjarjurtir, þar sem jjallaó er um notkun jurtanna og nefnd dæmi um lækningajurtir og verkanir þeirra. M 1"... Ásta Erlingsdóttir Helsti frömudur íslendinga í grasalækningum er Ásta Erlings- dóttir. Árangur hennar hefur vakið athygli bæði hér heima og erlend- is. Asta hefur hjálpað fólki með hjarta- og æðasjúkdóma, læknað gyliinæð og ráðið bót á fótasárum og húðsjúkdómum, svo eitthvað sé nefnt. 26 VIKAN 28. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.