Vikan


Vikan - 23.07.1987, Side 27

Vikan - 23.07.1987, Side 27
Meðhöndlun juvtanna Hvert gras og hver jurt hefur sinn tíma og það er ekki sama hvenær ársins þær eru teknar. Ef vorið er gott er hægt aó byrja að tína síðast í maí og allt fram í septemb- er. Best er að taka jurtirnar í þurrviðri. Yfirleitt eru jurtir sem vaxa ífjallabrekkum eóa hraungjótum kraftmeiri en hinar sem vaxa í túnum eða nærri byggðum. Þetta á samt ekki við um njóla, vallhumal og smára sem þrífast vel í ræktaðri jörð. Eftir söfnun erjurtunum haldió aðskildum og þær þurrkaðar. Jurtirnar verða að vera svo þurrar að þær molni milli jingra manns. Síðan eru þær geymdar í þéttum umbúðum, svo sem glerkrukkum með þéttu loki eða í plastpokum. Geyma má hverja tegundJ'yrir sig en eins má hlanda þeim saman áður en þær eru settar til geymslu. Notkun jurtalyfja Jurtaseyði er búið til á þann hátt að jurt- irnar eru soónar í vatni og soðió um þriðjung þannig að eftir verói tveir þriðju hlutar vatnsins. Hæfilegt er að hafa 5-6 teskeiðar af þurrkuðum jurtum í hvern lítra vatns. Seyóió er síað frá og allur vökvi kreistur úr jurtunum. Seyðinu er hellt á flöskur, góður tappi settur í og geymt til notkunar á köldum stað. Smyrsl eru búin til úr smá- söxuðum, nýjum jurtum eða þurrkuðum jurtum og nýju srnjöri, tólg, svínafeiti eða matarolíu og soðið saman. Best er að hafa sem mest af jurtunum. Grösin eru siðan síuð frá og smyrslið geymt i lokuðum ílátum. Nokkrar jurtir og lækninga- máttur þeirra Baldursbrá Blómgast í júlí. Vex í valllendi, varpeyj- um, kaupstöðum, við bæi, á melum og víðar. Blöðin takist rétt áður en hún blómgast. Baldursbrá er svitadrífandi, hjartastyrkjandi, stillir flogaveiki og sina- teygjur, örvar tíðir kvenna. Af blómunum má búa til te. Arfi - haugarfi Haugarfi er svo að segja landlæg planta. Hún blómgast allt sumarið. Fólk er oft í vandræðum með að halda útbreiðslu hans í skeíjum, til dæmis í blómagörðum og kartöfiugörðum. Arfi er ekki bara fólki til ama því hann hefur að geyma heilmik- inn lækningamátt, til dæmis við iðrabólgu, græðir sár í lungum, eyðir iðrabólgum og er einnig góður við lystarleysi. Hægt er að borða hann ferskan og búa til seyði úr honum en þá þarf hann að takast rétt fyrir blómgun. Kaldur arfabakstur stillir hita og verk í bólgum og eyðir þeim. Maríustakkur (döggblaðka, maríulumma) Blómgast í maí - júní. Vex í blómlendi og graslendi á mörgum stöðum í öllum landshlutum. Hann verður að takast fyrir blómgun. Maríustakkur er græðandi, styrkjandi, góður við niðurgangi, blóð- sótt, nýrnaveiki og blöðrubólgu. Reyrgresi Reyrgresi vex í runnum, skóglendi og grýttu valllendi víða á landinu. Jurtin blómgast í júlí og þarf að tínast fyrir þann tíma. Reyrgresi er hjartastyrkjandi, blóð- hreinsandi og þvagdrífandi. Það er gott við vatnssýki. Ef seyði er soðið þá þarf að drekka einn bolla þrisvar á dag. Ef grasið er soðið í feiti læknar það útbrot. Dr. Edward Bach Dr. Bach (1880-1936) þróaði sér- staka lækningaaðferð sem byggist á læknandi eiginleikum blóma. Hann notaði 38 mismunandi blómameðul. Þau voru framleidd þannig að blómin voru lögð í skál með vatni og látin standa í sólar- Ijósi í nokkrar klukkustundir. Sólarljósið flutti lífsorku blómanna yfir I vatnið sem síðan var notað til þess að meðhöndla neikvæða þætti sálarlífsins. 28. TBL VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.