Vikan


Vikan - 23.07.1987, Síða 28

Vikan - 23.07.1987, Síða 28
 ■hhhi Nýlega tók Póst- og símamátastofn- unin í notkun almenna gagnaflutn- ingsnetið. Miðstöð gagnanetsins er í Reykjavík en netstöðvar eru á 6 stöðum á landinu. Auk þess að tengjast innbyrðis eru netstöðvarn- ar tengdar gagnaflutningskerfum um allan heim. Gagnaflutningsnetið líkist símakerfi, en í stað símtækja koma tölvur með tilheyrandi skjám og prenturum. Með þessu opnast nýir möguleikar fyrir einstaklinga og fyrir- tæki sem hafa samskipti við aðra með tölvum. Tenging við gagnanetið er sára ein- föld. Allt sem þarf er upphringimót- Þeim möguleikum sem notendum Almenna gagnanetsins standa til boða fer stöðugt fjölgandi, og með fleiri notendum eykst notagildið. POSTUR 0G SIMI ald, sem er tengt við símatækið, en með því er hægt að ná sambandi við netið í gegnum sjaffvirka síma- kerfið á ódýran og einfaldan hátt. Fyrir þá sem koma til með að nota netið mikið er hagstæðara að fá sér fasttengda línu og mótald. HVERJUM GAGNAST NETIÐ? Möguleika Almanna gagnanetsins geta allir tölvunotendur nýtt sér og kostnaður- inn er ekki meiri en svo að það ætti að vera hverjum notenda mögulegt. NOTAÐU ALMENNA GAGNANETIÐ — TIL AÐ SENDA TELEX. Með tengingu við almenna gagnanetið og áskrift að svokölluðum tölvupósthólfafyrir- tækjum erhægt að nota venjulega tölvu til móttöku og sendinga á telex. — TIL AÐ KOMAST í SAMBAND VIÐ GAGNABANKA. Ef þörf er á sérhæfðum upplýsingum er unnt að komast I samband við gagna- banka innanlands og erlendis sem geyma ótrúlegt magn hvers kyns upplýsinga og þekkingar. — TIL FJARVINNSLU. Með tengingu við almenna gagnanetið geta útibú og afgreiðslustaðir fyrirtækja, hvenær sem er komist í samband við móð- urtölvu I höfuðstöðvunum og auðveldað þannig margskonar vinnu. — TIL AÐ KOMAST í SAMBAND VIÐ AÐRAR TÖLVUR. Með fasttengingu við almenna gagna- netið opnast möguleiki á að ,,ta!a“ við aðra notendur I gegnum tölvuna. Kostir við beint samband eru ótviræðir, einkum ef um er að ræða upplýsingar sem tæki óra- tima að lesa upp I síma, hvað þá að senda þær eftir öðrum leiðum. s: 26000.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.