Vikan


Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 23.07.1987, Blaðsíða 35
r Eghafðimikla komplexa yfir því að heita Mixa. annað land, ókunnugt í alla staði, og hér bjó annað fólk sem talaði annað tungumál. Sem bet- ur fór var ég fljótur að ná íslenskunni enda á þeim árum þegar böm læra mál fljótt." Ólafur heldur áfram: „Hins vegar lagði ég mig fram um að gleyma þýskunni enda ekkert spaugsmál að vera Þjóðveiji, þama rétt eftir stríð." Að sögn Ölafs kom andúðin greinilegast í ljós hjá bömunum en hana var víðar að finna. Bók K.atrínar um stríðsárin varð metsölubók en það viðhorf, sem þar kom fram gagnvart Þjóðveijum og Þýskalandi, féll alls ekki öllum í geð. „Ég man," segir Ólafur, „að móðir mín fékk mjög óþægilegar upphringingar þar sem hún var sökuð um nasisma og annað slíkt. Þetta tók ég nærri mér. En verst var að heita svona skrýtnu nafni. Ég hafði mikla komplexa yfir því að heita Mixa en vera ekki einhvers son líkt og aðrir. Óttalega fannst mér það hvimleitt þegar menn spurðu mig að foðumafni. Þá reyndi ég eftir bestu getu að eyða talinu en ef aðgangan var hörð hvíslaði ég eldsnöggt í barm mér: Mix-a. Þetta tuldur var svo til óskiljanlegt og þráfaldlega neyddist ég til að endurtaka föðumafn mitt og þá bæði skýrt og skorinort." - Héldust einhver tengsl milli þín og vensla- fólksins í Austurríki eftir að stríðinu lauk? „I fyrstu var auðvitað mjög erfitt að komast í samband við fólkið," segir Olafur, „enda þjóð- félagið í algerri upplausn. Brátt varð þó breyting til batnaðar og um síðir fengum við fregnir af föður mínum sem sat í frönsku fangelsi. Síðar var hann látinn laus og kom hingað til íslands 1948. Þá varð úr að foreldrar mínir slitu samvistum, það var búið að slíta alltof marga strengi í þessu stríði. En strax 1950 fómm við móðir min aftur út og þá hitti ég fjölskyldu mína. Ég man mjög vel eftir þessari ferð; það var minnisstætt að sjá ástandið í Þýskalandi og Austurriki, eyðileggingin blasti alls staðar við, rústir, eymd og volæði. För- in kenndi mér sannarlega að meta ísland." - Svo við snúum okkur að öðm, Ólafur, er það rétt, sem mér skilst, að þú hafir verið leikari? „Leikari og ekki leikari. Ég hef nú alltaf verið mikill áhugamaður um leiklist og á unglingsámn- um fékk ég að taka þátt í ýmsum verkum í Þjóðleikhúsinu." - Manstu upphafið að þessum leikferli? „Já, þetta kom til af kunningsskap. Það var mikil vinátta milli minnar fjölskyldu og Indriða Waage leikstjóra. Frændi minn og uppeldisbróð- ir, Ólafur B. Thors, fékk að leika í Nýársnóttinni, sem var opnunarsýning Þjóðleikhússins, fór þar með hlutverk einhvers knapa eða skjaldsveins. Nú, ég lét í ljós einhveija ólund, var ekki alls kostar sáttur við þennan frama frænda míns, svo að Indriði rnun hafa lofað mér hlutverki þegar næst vantaði manneskju. Og hann stóð við orð sín. Ég byijaði í leikriti sem hét Tópas. Þar lék ég strák með gríðarleg eyru en þau þurfti að búa til alveg sérstaklega fyrir hveija sýningu, Þetta var gert af mikilli kúnst af þáverandi hárkollumeistara Þjóðleikhússins, Hadda. Haraldi Adólfssyni. Svo lék ég eitt aðalhlutverkið í leikriti sem hét Koss í kaupbæti og siðar í Gerviknapanum með Leik- félagi Hafnarfjarðar suður í Hafnaríirði. Þar þurfti ég að segja nokkur orð á frönsku en ekki kunni ég stakt orð í því mæta máli. Með hjálp nunnanna í Hafnarfjarðarklaustri tókst mér þó að ná valdi á tilskildum orðaforða." - Er það satt að þú hafir leikið í Ferðinni til tunglsins og slasast á sýningu? „Ekki var það nú svo dramatískt," segir Ólafur og kímir. „Það var nú þannig að í Ferðinni lék ég éljagrím sem renndi sér á hjólaskautum. Eitt af verkefnum hans var að svífa inn á sviðið í stór- um sveig og taka svo krappa beygju. Yfirleitt leysti ég þetta vel af hendi en í eitt skipti brást mér bogalistin. Ástæðan fyrir þessum klunnaskap var nú sú að á þessari sýningu var ákveðin mann- eskja stödd úti i sal sem mér var í mun að impónera. Sveiflan varð víst heldur glannaleg og beygjan helst til kröpp. Að minnsta kosti missti ég vald á skautunum og það munaði hársbreidd að ég flygi ofan í hljómsveitargryfjuna, beint í fangið á Urbancic hljómsveitarstjóra. Á leiksviðs- brúninni lét ég mig falla á óæðri endann og tókst mér þannig að afstýra stórslysi. Á þessum árum," heldur Ólafur áfram, „lifði r■ Eg hefði líklega orðið fjári góður leikstjóri. ég og hrærðist í leiklistinni; var eins og grár kött- ur uppi í Þjóðleikhúsi, sá hvert einasta stykki og sum oftar en einu sinni. Ég held til dæmis að ég hafi séð La Travíötu einum tíu sinnum!" Leið Ólafs Mixa lá í Menntaskólann í Reykja- vík og tók hann virkan þátt í leikstarfsemi skólans. „Ég starfaði með Herranótt í þijú ár,“ rifjar hann upp. „Fyrsta árið sýndum við stykki sem hét Kátlegar kvonbænir. Þetta var ansi sniðugt verk, mikið hárkolluleikrit, helvítis fjör frá upphafi til enda. í leikhópnum úði og grúði af gröllurum sem voru stöðugt að hrekkja og notuðu hvert tæki- færi til þess að snúa út úr sýningunni á einn eða annan hátt. Til sérstakra vandræða var Jón heit- inn E. Ragnarsson, síðar lögfræðingur. Uppfmn- ingasemi hans var með slíkum ólíkindum að oftar en einu sinni hugleiddum við hin í fúlustu alvöru að reka hann úr hópnum. En við leikaramir skemmtum okkur þrátt fyrir allt alveg rosalega vel." En sömu sögu var ekki að segja um áhorfend- ur; aðsókn var mjög dræm, þetta þótti ekki nógu smellið og eftir þessa sýningu var framtíð Herra- nætur heldur myrk. „Það var ægileg krísasegir Ólafur, „skólayfirvöld vildu bara losna við þetta, það var tap á þessu og það fann enginn leið til úrbóta." Viðbrögð nemenda voru þó skjót, menn settust á rökstóla og leituðu ráða. Ólafur rifjar upp þetta örlagaríka tímabil. „Við ákváðum að kollvarpa gamla kerfinu," segir hann, „leiknefnd var endurskipulögð, svo og undirbún- ingsvinna öll. Það var skipaður einn ábyrgðar- maður af hálfu kennara og síðan var bara að finna leikrit sem félli í kramið. Við duttum niður á eitt sem hét Vængstýfðir englar. Og í þetta skipti var gæfan okkur hliðholl; það var bara alltaf uppselt og peningamir flæddu inn." Nú var Herranótt feit, hún átti sjóði og setti markið hátt. „Já; við gátum nú veitt okkur þann munað," segir Ólafur, „að sýna verk sem ekki var eingöngu valið út frá aðsókn." Og leiklistar- fólkið réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. „Við ákváðum að sýna Shakespeare," segir Ólafur, „en vandinn var bara að finna rétt verk. Þetta árið var ég formaður leiknefndar og mér datt í hug að hringja norður til Helga Hálf- danarsonar, þess mikla þýðanda, og spyija hvort hann ætti eitthvað handa okkur. Þá vildi nú bara svo vel til að Helgi hafði undir höndum glóð- volga þýðingu á Þrettándakvöldinu. Hann gaf okkur fúslega leyfi til þess að setja verkið upp og kom svo á æfmgar til okkar. Við tókum þessu af mikilli alvöm; textinn brotinn til mergjar og grandskoðaður frá öllum hliðum. Sýningar gengu svo bara vel hjá okkur." - Og hvar sýnduð þið? „Allar sýningar vom settar upp í Iðnó og það hentaði okkur bara ágætlega en öll þessi vel- 30. TBL VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.