Vikan


Vikan - 23.07.1987, Page 37

Vikan - 23.07.1987, Page 37
Þrátt fyrir námið í læknadeildinrii tók Ólafur virkan þátt í leiklistarlífinu. „1962 og 63 sat ég í rit- og útgáfustjóm tímaritsins Leikhúsmála," seg- ir hann og svo lék ég með Leikhúsi æskunnar. Þetta var tilraunaleikhús sem sýndi í Tjamarbíói og að því stóð hópur áhugamanna um leiklist, svo og nýútskrifaðir leikarar úr leiklistarskólanum. Þama lék ég i þremur einþáttungum; meðal þeirra var Ágesíaiflósið eftir Dúrenmatt. Síðar stóð til að ég léki Falstaff Shakespeares. Ég guggn- aði á þvi; loks sannfærði ég sjálfan mig um að burg. Þar var mér tekið með kostum og kynjum, titlaður fulltrúi íslands og settur upp á svið við opnunarhátíðina. Þetta,“ segir Ólafur, „vom nú fyrstu kynni min af einhverju organísemðu heimil- islæknapípi.“ I gegnum þessi samtök evrópskra heimilislækna frétti Ölafur af nokkmm kanadískum háskólum sem höíðu nýhafið kennslu í heimilislækningum og 1969 fluttist hann til Calgary í Albertafylki og hóf nám við háskólann þar. - Hvemig líkaði þér í Kanada? _ „Ég kunni alveg einstaklega vel við mig,“ segir Ólafur. „Kanada er alveg sérstakt land. Þjóð- félagið er svo mátulegt. Þetta er eitt af fáum löndum sem em enn ónumin að miklu leyti, landið er óspillt og þama er mikið af góðu fólki.“ Og um Calgary segir hann: „Landslagið þama er auðvitað alveg stórkostlegt, endalausar sléttum- ar en upp frá þeim risa svo Klettafjöllin sem eiga sér enga hliðstæðu. Náttúmfegurðin þar er slík að vart verður með orðum lýst. Hún er hrikaleg og unaðsleg í senn. Þetta er óskaplega fallegt land- Svo fór að ég tók að virða þennan kúreka- brag. ég væri ekki mikill leikari og var víst kominn tími til. Þegar ég lá í valnum tók Amar Jónsson við hlutverki Falstaffs og gerði því mjög góð skil.“ - Var ekki eríitt að stunda læknanám og leika þess á milli? „Það var það,“ svarar Ólafur. „Læknadeildin og leikhúslífið áttu ekki samleið enda vom leik- húsmálin nú næstum því búin að kaffæra mig. Þessa gætti einnig í einkunnum en til allrar ham- ingju naut ég ákveðins velvilja ýmissa lærifeðra minna í deildinni. Þó kom að þvi að ég varð að gefa leiklistina upp á bátinn; hún var alitof tíma- frek.“ Ólafur lauk almennu læknanámi 1967. „Ég byijaði strax í geðlækningum þegar ég lauk al- menna náminu," segir hann, „en brátt fann ég að þetta höfðaði ekki fyllilega til mín. Margt af þvi sem geðlæknar meðhöndla er til komið vegna annarra þátta, það má segja að þeir fáist við afleið- ingu en ekki orsök. Athygli mín beindist í æ ríkara mæli að heimilislækningum en starf heimilislæknis- ins er meðal annars í því fólgið að hafa víðtæka umsjón með sjúklingum, ekki síst til þess að grípa inn_í á fynstu stigum einhvers kvilla.“ Áhugi Ólafs á heimilislækningum jókst stöðugt en málið vandaðist þegar hann fór að kanna möguleikana á framhaldsnámi. Á þessum árum voru heimilislækningar glæný sérgrein og erfitt að finna skóla sem kenndu fagið. „Loks var ég kominn að því að gefa þetta allt saman upp á bátinn," segir Ólafur, „en þá hög- uðu örlögin því svo að ég frétti af félagsskap evrópskra heilsugæslulækna. Þetta gerðist nú reyndar á nokkuð sérstakan hátt,“ heldur hann áfram. „Einn kollega minna þekkti radíóamatör sem var einu sinni í loftinu og komst í samband við formann þessa félagsskapar. Sá hafði mikinn áhuga á íslandi og spurði meðal annars hvort hér væru starfandi einhveijir heimilislæknar. Kollega minn vissi um áhuga minn á faginu og benti á mig. Ég skrifaði svo þessum formanni til þess að fá meiri vitneskju um samtökin og í framhaldi af því var mér svo boðið á þing félagsins í Salz- Ólafur á læknastofunni í Álftamýrinni ásamt aðstoðarlækni sínum! 30. TBL VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.