Vikan


Vikan - 23.07.1987, Qupperneq 38

Vikan - 23.07.1987, Qupperneq 38
svæði og yfir öllu er einhver kúrekabragur. Eg bar mjög litla virðingu fyrir slíku áður en ég hélt héðan frá Islandi en þegar ég kom til Calgary og sá þetta landslag, þessa gífurlegu viðáttu, þessar miklu hæðir og endalausan himininn, breyttist afstaða mín. Ég skildi brátt þessa sérstöku virð- ingu sem menn bera fyrir kúrekanum; hetjunni sem ferðast ein á hesti í auðninni. Þama em karl- mennskan, styrkurinn og áræðnin í heiðri höfð. Svo fór að ég tók að virða og hafa gaman af þessum kúrekablæ, eins kúrekalögunum og kú- rekaíþróttunum." Læknadeildin í Calgary sá um heilsugæslu indí- ána í litlu þorpi sem hét Morley og er skammt frá borginni. Olafur var heilsugæslulæknir indíán- anna í eitt ár. Hann segir: „Það var mjög merkileg reynsla að kynnast þessu fólki. Þama vestur und- ir Klettafjöllum kom fyrsti landneminn 1874, um það leyti sem við vomm að halda upp á 1000 ára afmæli íslandsbyggðar. Þá var sléttan í Cal- gary, byggð indíánum sem áttu landið, nýttu landið og tilbáðu það. Þegar ég var þama vom enn indíánar sem mundu þessa daga frelsisins og víðáttunnar. Og það er einstaklega fróðlegt að sjá hver örlög þessa fólks urðu. Við hugsum til þess með hryllingi ef erlendir kúgarar og dráps- menn næðu yfirráðum á íslandi en slík aðför yrði þó aldrei nema smámunir miðað við þá meðferð sem indíánamir hafa þurft að þola síðan bleiknef- ur kom inn á sléttuna. Hugsun og menning þessara tveggja þjóðflokka er svo gersamlega ólík og indí- ánamir vom drepnir andlega löngu áður en þeir vom drepnir líkamlega. Og þessa gætti víða. Þar sem ég var hafði þeim verið úthlutað hrjóstmgum og bemm landskika. Þvert í gegnum þetta land gekk þjóðbrautin og það var ótrúlegt hversu margjr indíánar létust af völdum árekstra. Gmnur leikur á með þessu háttalagi hafi þeir hreinlega verið að fyrirfara sér. Það vantaði alla löngun og allan vilja til lífs í þetta fólk. Það var þó verið að reyna að blása lífi í þetta landsvæði og vinna að markvissri uppbyggingu en indíánamir höföu lítinn áhuga á þessum verkefnum. í þá vantaði baráttuviljann og frumkvæði svo allar þær lausn- ir, sem þeim vom boðnar, vom lausnir bleiknefs, en á þeim höföu þeir takmarkaða trú. Til við- bótar áttu þeir mjög erfitt með að aðlagast venjum okkar og háttum. Þeir höfðu til dæmis mjög ólíkt tímaskyn og þekktu ekki skipulagðan vinnutíma frá niu til fimm. Þeir vinna þegar með þarf, jafnt að nóttu sem degi. Þetta olli miklurn vandræðum i þorpinu; skipan atvinnumála var meðal annars í miklu óefni. Þama var bensínstöð sem þeir áttu að reka en það gekk alveg hræðilega illa fyrir þá að skilja að hún ætti að vera opin á einhveijum vissum tímum. Oftar en einu sinni kom það fyrir að þeir opnuðu og lokuðu þegar þeim sýndist.“ - Voru þeir yfirleitt hraustir? „Nei,“ svarar Ólafur, „heilsufarið var alveg hroðalegt, allir meira og minna með krónískar eymabólgur og flestir tannlausir, jafnvel krakkam- ir. Svo em þeir mjög drykkfelldir; það virðist vera eitthvert bíókemískt atriði sem ræður því að þeir verða mun háðari áfengi en við. Drykkjan setur sitt mark á þjóðfélagið, til viðbótar við þá al- mennu deyfö sem gegnsýrir allt. Já, þetta var lærdómsríkt ár. Svo ég snúi mér nú svolítið frá þessari alvarlegu þjóðfélagsumræðu þá get ég sagt þér að þegar ég starfaði í Morley var verið að Þetta voru fyrstu kynni mín af organís- eruðu heimilislœkna- pípi. Haraldur Adólfsson, Haddi hárkollumeistari, og Ólafur i leikritinu Tópas. taka upp mynd á þessum slóðum sem er mjög þekkt. Hún heitir Litli risinn og leikur Dustin Hoffman aðalhlutverkið. Nokkrir af indíánunum „mínum" vom þama í aukahlutverkum svo ég kaimaðist við mörg andlit þegar ég sá myndina.“ Ólafur bjó í Kanada í þrjú ár. Lyrstu tvö árin stundaði hann nám en síðasta árið var hann lekt- or við háskólann í Calgary. „Þetta heimilislækna- nám var enn í mótun þegar ég kom út og maður tók því svolítinn þátt í að skapa þetta fag innan læknadeildarinnar.“ - Linnst þér munur á uppbyggingu kennslunn- ar þama úti og svo hér heima? „Já, þama er mikill munur,“ svarar Ólafur. „I Kanada er námið alls ekki eins harkalegt og hér heima og valið á nemendum fer öðmvisi fram. Hér fer valið fram á fyrsta, öðm eða þriðja ári sjálfrar læknisfræðinnar og byggist eingöngu á einkunnum manna. Venjulega em vinsuð út ein- hver ákveðin fög og frammistaða nemenda á vissum prófum í þessum fögum látin ráða úrslitum um það hvort menn séu góð læknisefni. í Kanada var fólk valið á allt öðmm forsendum. Það var tekið tillit til ýmissa annarra þátta en einungis þekkingar í raunvísindum. Menn komu í viðtöl og frammistaða þeirra þar vó þungt. Þegar menn vom svo komnir inn í hina og þessa kúrsa vom markmið þeirra rækilega skilgreind og próf tekin í lokin. Ef frammistaða stúdentanna var léleg var námskeiðið og uppbygging þess athuguð í stað þess að kenna stúdentunum um slæpingjahátt eða heimsku. Það var sem sagt svolítið önnur afstaða til náms og kannski námsfólksins ep hér heima. Ég hef nefnilega heyrt,“ bætir Ólafur við, „um afstöðu til námsmanna við Háskóla íslands sem mér finnst hreinlega vera harðúðleg. 1 sumum til- fellum er það ómannlegt hvemig stúdentum er gert að vera háðir duttlungum og dyntum prófess- ora. Það er ekkert hugsað um þeirra þarfir né heldur hvað þeir eru að leggja undir af lífi sínu. Það á bara að fella svo og svo marga og menn eru látnir læra öll reiðinnar býsn af efni sem er svo kannski ekki alveg aktúelt. Þetta er afstaða sem mér líkar ekki.“ Ólafur flutti heim 1972 og hefur allar götur síðan starfað sem heimilislæknir. Hann er ötull talsmaður heimilislækna og hefur starfað að skipu- lagningu heilsugæslustöðva. Þá var hann formað- ur Rauða krossins í ein fimm ár. „í minni tíð,“ segir Ólafur þegar ég spyr hvaða stefnu hann hafi markað félaginu, „held ég að okkur hafi tek- ist að vera virkari í alþjóðasamstarfi en oft áður. Á þessum árum fómm við til dæmis að senda fulltrúa okkar víðs vegar um heim, meðal annars til Kampútseu og Afriku. Við tókum þá stefnu að senda fremur fólk en peninga. Þetta tókst mjög vel; okkar fólk fékk betri skilning á ástand- inu sem rikti og ég held að okkur hafi tekist að sannfæra íslendinga betur um réttmæti þess að við tækjum þátt í alþjóðastarfsemi. Og allar götur síðan hefur fólk á vcgum islenska Rauða krossins verið að störfum einhvers staðar í heiminum." í formannstíð Ólafs l'engu limmtíu víetnamskir flóttamenn og um það bil þrjátíu Pólverjar hæli á íslandi fyrir milligöngu Rauða krossins. Pólverj- amir komu til landsins 1982 en síðustu fimm ár hafa fólksflutningar af' þcssum toga ekki verið skipulagðir hingað til lands. Á sama tíma hefur tala flóttamanna í heiminum nær tvöfaldast og fer enn vaxandi. Ég spyr Ólaf hvort hann lelji 38 VIKAN 30. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.