Vikan


Vikan - 23.07.1987, Side 58

Vikan - 23.07.1987, Side 58
Myndir og texti: Valdís Úskarsdóttir Og svo er ég aftur komin til Kaupmanna- hafnar. Full eftirvæntingar skeiða ég út í Botanisk Have og skima eftir rauðri húfu. Berstrípuð trén brosa afsakandi og stytturnar yppta öxlum. Ég andvarpa og svolítið sorg- mædd töiti ég út úr Botanisk Have og niður á Köbmagergade. Ætli Erling eigi bangsa? flýgur mér í hug þegar ég rek augun í gamlan bangsa. Svo flissa ég. Ég er eins og gömui kona, komin á æsku- slóðirnar að leita að stóru ástinni sem hún glopraði úr höndum sér snemma á unglingsár- unum. Nema hvað mín ást er Erling, sex ára snáði með rauða húfu. Ég þræði fram hjá Magasin Du Nord, stend svo frammi fyrir Nikolajkirkju og stauta mig frarn úrhandskrifaðri tilkynningunni á kirkju- dyrunum: Lokað vegna verkfalls. Það er sko Guð, segir lítil rödd fyrir aftan mig. Ég snarsný mér við og hefði ég ekki haft myndavélina í ól unt hálsinn hefði ég misst hana í götuna. Það er hann Guð sem er í verkfalli af því að enginn gerir neitt eins og hann segir, bætir Erling við og horfir alvarlega upp eftir kirkj- unni. Já, er það? segi ég og horfi á Erling. Hann er húfulaus. Samt er hann forstjórinn og ræður öllu, segir Erling, pírir augun og sýgur upp í nefið. Þá þarf hann ekki að fara í verkfall, ekki ef hann er forstjóri, segi ég. Forstjórar fara aldrei í verkfall. Þögn. Ég er búinn að fá tennur, sjáðu, segir Erling og opinberar tvær fullorðinstennur sem eru hálfnaðar í rétta stærð. 58 VIKAN 30. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.