Vikan


Vikan - 30.07.1987, Síða 44

Vikan - 30.07.1987, Síða 44
Vikan — böm Gamlar dúkkur í nýjum fötum Fyrir nokkrum árum söfnuðu allar litlar stelpur þjóðbúningadúkkum. Það var alveg bannað að leika sér með dúkkurnar, þær voru bara hafðar sem punt uppi á hillu. Það eru ábyggilega nokkrar stelp- ur sem safna svona dúkkum núna en á mörgum heimilum eru til þjóð- búningadúkkur sem eru löngu komnar ofdn af hillu og liggja nú í geymslu uppi á lofti eða niðri í kjall- ara. Spyrjið mömmu ykkar hvort hún eigi ekki einhvers staðar dúkkur sem þið megið breyta svolítið. Þessar tvær voru einu sinni mjög finar en voru orðnar hálfrykfallnar, greyin, þegar þær voru teknar og endurnýjaður á þeim gallinn. Sú rauðhærða til vinstri var á ís- lenskum búningi en er hér komin í mjög einfaldan kjól. Saumaskapur- inn er kannski ekki til fyrirmyndar og blúnda um hálsinn til að fela hálsmálið á kjólnum sem var orðið að vandamáli. Dúkkan til hægri er aftur á móti af ítölskum uppruna. Hatturinn vildi ekki losna af kollinum svo að við létum nægja að taka stóra rauða slaufu af honum. Ermarnar eru þær sömu og á þjóðbúningnum en fljót- gerður heimasaumaður kjóll með borða um mittið prýðir nú dúkkuna. Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir 44 VIKAN 31. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.