Vikan


Vikan - 30.07.1987, Page 58

Vikan - 30.07.1987, Page 58
„Viö vinirnir pössuðum okkur á að halda okkur vinstra megin meðan við brunuðum yfir turn- brúna.og inn í London." (Úr bréfi Einars.) Einar sendi mér bréf um daginn og þrjár ljósmyndir með því. Hann hafði verið á ferð um London á vélhjóli og vildi að ég skrifaði grein með ljósmyndun- um - andstyggilega grein. „Hugmyndin er dagsferð um höfuðborg Englands þar sem maður á vespu sér daglegt líf Englendingsins í hnotskurn og ákveður síðan að drífa sig af svæðinu sökum þess hve London eða England eru ömurleg," sagði hann meðal annars í bréfinu. Ég hristi höfuðið. í fyrsta lagi hef ég aldr- ei til London komið og því æði ófróður um enskt menningarástand. I öðru lagi er ótækt að rægja vel þekkta heinrsborg í grein af þessu tagi. í blaðagrein um London er nauð- synlegt að dásama forneskjulega leigubíla, lífvörð drottningar, svarta kúluhatta, Ijöl- breytt nrannlíf á Oxfordstrít og Portóbell- óród eða glaðbeitta stemningu á lókalpöbb- um. Það er allténd venjan. En Einar gaf sig ekki. í bréfinu hélt hann því fram að Englendingar væru illa klæddir, ófríðir og leiðinlegir. Þeir byggju i ljótunr húsum, ækju öfugum megin á götununr og þættust meiri menn vegna þess að strætis- vagnarnir þeirra væru tveggja hæða. „Ég sé allavega ekki neina ástæðu til þess að skrifa 58 VIKAN 31. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.