Vikan


Vikan - 30.07.1987, Side 61

Vikan - 30.07.1987, Side 61
Veggteppi, ofiö af Guðrúnu J. Kolbeins. í ákveðið rými, til dæmis gluggatjöld, púða. gólfmottur og fleira. Þær telja að áhugi íslendinga á textíl sé að aukast og segja það algengara að fólk vilji hafa eitthvað sérstætt inni hjá sér. Skilningur almennings á þeirri vinnu, sem liggur að baki einstöku verki, sé að aukast. Þctta sé geysi- lega hæg vinna og undirbúningstími fyrir hvert verk sé mjög langur. Þegar hugmyndin er fædd fer langur tími í að þróa hana. Það þarf að skipuleggja verkið fyrirfram því þegar verkið er hafið er litlu sem engu hægt að breyta eftir á. Hér á íslandi er miklu algengara að konur vinni í textíl en karlar en erlendis eru karlar meira áberandi í þessari listgrein. Það er sjálf- sagt ekki til nein einhlít skýring á því hvers vegna þetta er kvennafag á íslandi. Þeir sem hafa verið að velta fyrir sér að líta inn á Verkstæðið V ættu að drífa sig þang- að, þeir verða örugglega ekki fyrir vonþrigð- um. Að vísu er opnunartíminn svolítið óreglulegur þar sem konurnar vinna allar aðra vinnu með en seinnipartinn á daginn er þó yfirleitt alltaf einhver við. Ofin mynd. Herdís Tómasdóftir. Vefnaður eftir Herdisi Tómasdóttur. 31. TBL VIKAN 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.