Vikan


Vikan - 23.02.1989, Síða 7

Vikan - 23.02.1989, Síða 7
ÍSLENSK KONAI KOSNINGA- Rannveig vann að sigri Nixons, Reagans og Bush TEXTI: JÓN KR. GUNNARSSON Forsetakosningamar í Bandaríkjunum vöktu vissulega athygli hér á landi. Kannski ekki nema von því embætti forseta Bandaríkjanna er eitt hið valda- mesta í veröldinni og áhrif þess valds nær langt út fyrir mörk Bandaríkjanna og hefur því gífur- leg áhrif á gang allra heimsmála. íslensk kona, Rannveig Sveins- dóttir sem búsett hefur verið ytra um árabil og heitir reyndar Ranna Diener þar vestra, tók virkan þátt í kosningabaráttunni, ekki bara fyr- ir George Bush nú heldur þar áður fyrir Ronald Reagan og Nixon. Við fengum hana til að ræða um líf sitt og feril og þessa pólitísku baráttu fyrir vestan. Hver var aðdragandinn að búferlaflutn- ingum vestur um haf? Hver er konan? — Ég er dóttir Sveins heitins Egilssonar bílakaupmanns og móðir mín er Sigur- björg Kristjánsdóttir. Hún er enn á lífi og býr í Arnarnesinu með bræðrum mínum Sigurjóni og Jóni. Ég á eina dóttur sem er 25 ára. Hún er gift og á tvö börn, 6 ára strák og 5 ára dóttur,- Ég giftist árið 1957 og er enn gift og við búum hér í Albuquerque. Maðurinn minn var höfuðsmaður í flughernum en er nú kominn á eftirlaun. Hann hefur verið sjúkl- ingur í tæp tíu ár svo ég geri allt sjálf. Ég geri við húsið og bílana ef á þarf að halda. Ég geri við krana, mála, slæ blettinn og geri allt mögulegt. Ég hef verið heppin og stálhraust alla mína ævi. Ég þakka Guði fyrir það. Ég er enn að finna upp á ein- hverju nýju til að fást við af því að ég hef gaman af því, eins og pólitíkinni. Ævintýraþrá í farteskinu — Pabbi talaði oft um Bandaríkin þegar 6 VIKAN 4. TBL. 1989 Rannveig var það sem kallað er „vice chairman“ repúblikanaflokksins í Dallas í Texas er hún kynntist Ronald Reagan. Rannveig hóf afskipti af stjórnmálum í Bandaríkjunum árið 1961 og hefur gegnt mörgum ábyrgðar- störfum í kosninga- baráttu þriggja Bandaríkja- forseta sem og þingmanna repúblikanaflokksins. Hér segir hún m.a. frá þessum stjórnmála- afskiptum sínum og einnig flugfreyjustarfi og landkynningum. ég var lítil stelpa, því hann dvaldi þar á ár- unum 1910 til 1920 bæði til að mennta sig og vinna. Það vaknaði því snemma áhugi hjá mér að fara til Bandaríkjanna. Ég hafði farið til Evrópu árið 1949 með frænda mínum. En hugurinn stefndi vestur, það var svo brennandi áhugi á að fara til Bandaríkjanna. Mig langaði til að læra hitt og þetta og sjá veröldina og því ekki að fara í stað þess að hanga heima? Þegar ég kom hingað vestur fyrst árið 1952, þá rúmlega tvítug, fór ég til Michi- gan og byrjaði strax að vinna, og ég spar- aði og sparaði. Mér fannst ekkert varið í þetta svæði og vildi komast þaðan sem fýrst. Það var alltaf kalt og hundleiðinlegt — og svo mýbit. Ég fór næst til Minneapolis til að læra fyrir flugið. Ég taldi það best til að geta ferðast að vinna fýrir flugfélag. Þá gæti maður flakkað meira og séð fleira. Ætli það sé ekki gamli víkingaáhuginn að flakka og sjá helst allan heiminn. Ég kláraði skólann í Minneapolis og fór síðan til Den- ver í Colorado og fór þar í þjálfún. Hvert flugfélag þjálfar sitt starfsfólk. Síðan vorum við flutt til Albuquerque, en þar bý ég núna. Ég held að ég hafi verið ein sú fyrsta af íslenskum flugfreyjum í áætlunarflugi fyrir erlent flugfélag. Það var önnur íslensk á svipuðum tíma sem var í leiguflugi fyrir erlent flugfélag. Við bjuggum saman tvær sem unnum í fluginu. Vinkona mín var af norskum ættum. Mér þótti alveg draumur að fljúga, maður kynntist svo mörgu fólki. Þannig var það þegar ég var á íslandi, þá hafði ég alltaf gaman af að kynnast fólki. Það var sama hvers konar fólki, hvort það var ríkt eða fátækt, en mér finnst alltaf svo spenn- andi að kynnast fólki. Þegar ég var að fljúga talaði maður við svo marga og kynntist mörgum. Ég get neínt til dæmis Bing Crosby leikara og söngvara. Ég gæti nefnt marga, marga fleiri. Það voru margir leikarar sem flugu á leiðinni Los Angeles til Houston, og reyndar hingað og þangað. Ég hafði oft gaman af að vera í hring- ferðunum. Flugfélagið sem ég vann fyrir, Continental Airlines, valdi oft mig og vin- konu mína þegar það voru einhverjar BARÁTTUNNIVESTAN HAFS Rannveig ásamt George Bush, nýkjömum Bandaríkjaforseta, en hún kynntist hon- Rannveig ásamt Pat Nixon. „Hún er smá- um og konu hans þegar hún fluttist til San Antonio. vaxin, fíngerð og manni fannst hún hlyti að vera brothætt. En þessi kona er af- skaplega dugleg og sterk,“ segir Rann- veig. kynningar, kannski af því við vorum ljós- hærðar og bláeygar. Þetta var stundum í sambandi við að teknar voru í notkun nýj- ar flugvélar eða nýjar leiðir kynntar og þá var tekið mikið af myndum og maður þurfti að vera viðbúinn að svara ótal spurningum sem varpað var fram. Eina slíka ferð fórum við til Hollywood í aug- lýsingaskyni en þá var verið að setja upp aðalskrifstoíúrnar í Los Angeles. Þetta gekk allt mjög vel og ég á mikið af bréfum sem félaginu og mér bárust frá ánægðum farþegum. Þetta var auðvitað mjög ánægjulegt. Ég held ég hafi verið ágætis flugfreyja, passaði alltaf upp á tím- ann og það var alltaf nóg að gera. Það hefði verið gaman að fljúga fyrir Loftleiðir og geta flakkað enn meira um heiminn. En ég hef flakkað talsvert, farið um þver og endilöng Bandaríkin og auk þess til margra annarra landa og finnst það bæði spennandi og gaman. Forsetafrúrnar eru sterkar konur Það var árið 1961 sem ég byrjaði í póli- tíkinni í Bandaríkjunum. Þá vorum við hjónin að koma ffá Marokkó, en við vor- um búsett í Marakesh og Casablanca í þrjú ár. það var náungi í Michigan sem sóttist eftir að verða fýlkisstjóri og ég fór að vinna fýrir hann í kosningabaráttunni. Hann sigraði. Þannig byrjaði þetta. Ég gat ekki verið gift á meðan ég flaug, en það gaf mér tækifæri til að kynnast enn fleira fólki að fara í pólitíkina, alls konar fólki. Þegar ég flutti síðar til San Antonio í Texas hélt ég áfram í pólitíkinni. Þannig kynntist ég George Bush og konu hans, Barböru. Hún er alveg stórkostleg kona. Það er alveg sama að segja um konu Nix- ons og Reagans. Þær eru litlar, fíngerðar konur en afskaplega sterkar og hafa staðið sig alveg eins og hetjur. Þegar Barbara Bush gengur inn á fúndi og þess háttar sámkomur þá stoppar allt. Hún er mjög ákveðin, er með báða fætur og jörðinni, veit nákvæmlega hvað hún á að gera og hvað hún vill. Það var svo skemmtilegt þegar ég kynntist Barböru Bush. Við fórum að tala um handavinnu, en hún hafði saumað veski með ameríska merkinu Ave. Hún gaf mér meira að segja munstrið að því veski svo ég gæti saumað eins veski ef ég vildi. Ég á þetta munstur ennþá. Ég kynntist Nancy Reagan í Texas þegar ég bjó þar. Hún var alveg hissa á að ég skyldi vera í repúblikanaflokknum og að ég væri að styðja hennar mann. Hún var mest hissa af því að ég var frá íslandi. Einkaflugvél Nancy lenti langt frá venju- legum farþegaflugvöllum í öryggisskyni. Nancy er svipuð á hæð og í vexti og Pat Nixon en er meira fýrir að vera glæsileg í klæðaburði. Hún er afskaplega dugleg 4. TBL 1989 VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.