Vikan


Vikan - 23.02.1989, Side 13

Vikan - 23.02.1989, Side 13
Gamalt vín á glænýjum belgjum Ömar svífur í salinn. Bjöm Bjömsson, sem annaðist sviðssetningu Þjóðar- spaucsins, fyloist n’.“ð afathycli. Þó skemmtidagskrá Ómars Ragnarsson- ar beri heitið Þjóðarspaug í 30 ár er hér ekki alfarið um að ræða gamalt efni, tals- vert er um glænýtt efni og það eldra er fært í nýjan búning. Á dagskráin að spanna feril Ómars í stórum dráttum. Kynninguna annast Hemmi Gunn, en með Ómari er sú ágæta söngkona Helga Möller. Það var svo ekki til að spilla ánægjunni er Ragnar Bjarnason tók þátt í einu atriðinu. Var þá sungið hátt og snjallt um blessaðan bjórinn. Ragnar var þarna á heimavelli, bæði hefur hann skemmt manna lengst á Sögusviðinu og eins hafa þeir Ómar marg- oft látið saman gamminn geisa í Sumar- gleðinni. Má segja að Ómari hafi tekist að sýna þarna á sér allar sínar bestu hliðar. Hann hermdi eftir stjórnmálamönnum, söng bráðskemmtilegar gamanvísur og brá sér í hvert gervið á fætur öðru þar sem gripið var til hárkolla, kvenfatnaðar, skíðafatnað- ar, sérkennilegs flugbúnings, gervinefs og hvaðeina. Talsvert bættist svo í nýyrðasafn gesta er Ómar þuldi upp það nýjasta frá vini sínum og vinnufélaga Sigmundi Erni á Stöð 2 við sérlega góðar undirtektir. Hljómsveit hússins annaðist undirleik, en auk þess var svo Haukur Heiðar píanó- leikari Ómari til aðstoðar eins og endra- nær. Matreiðsla matreiðslumeistaranna á Sögu er í góðu lagi, en áhorfendum Þjóð- arspaugsins gefet kostur á að velja á milli tveggja forrétta, tveggja aðalrétta og þriggja eftirrétta. Gengur framreiðslan snarlega og snyrtilega fýrir sig — og svo má ekki gleyma því að áhorfendur geta kórón- að þessa ferð sina á Söguslóðir með því að kaupa sér gistingu fýrir nokkur hundruð krónur til viðbótar við aðgöngumiðaverð- ið. Þetta tilboð gildir jafnt fyrir höfuð- borgarbúa sem aðra. □ Bjómum sungin lof og dýrð af þeim Ómari og Ragnari. Helga Möller í gervi frúar- innar tók ekki eins heilshugar undir lofgjörðina .. . Gamlir og nýir karakterar skjótast inn á krána í ýmsum erindagjörðum (gott ef það eru ekki þeir Halli og Laddi, sem eru á meðal þeirra skemmtikrafta, sem sækjast eftir að fá að skemmta þar og sýnishornið er Spike Jones lag...) Magnús mætir með fötuna sína og gerð er tilraun til að fá hann til að taka þátt í bæði söng og dansi. Að sjálfsögðu mætir í bjórveisluna gamla fyllibyttan hans Ladda, sem er með best heppnuðu karakterunum hans, og svo má ekki gleyma því bráðfyndna atriði þegar Laddi gengur á hæla Egils Ólafssonar og hermir eftir honum líkt og á skemmtun hans á Sögu í fyrravetur. Hér hefur Ómar brugðið sér í gervi Alberts Guðmundssonar og Inga Bimi Albertssyni var greinilega vel skemmt. Þau höfðu ekki heyrt þennan áður. Böm og tengdaböm Ómars skemmtu sér konunglega eins og aðrir þetta kvöld. 4. TBL. 1989 VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.