Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 47
Svíinn Swedenborg,
sem uppi var
1688-1772, sá í
gegnum holt og hœðir,
ferðaðist inn í hinn
andlega heim, teiknaði
kafbáta, „fljúgandi skip“
sem flutt gœti farþega
gegnum loftið og í
Gautaborg árið 1750
sá hann fyrir sér
stórbruna sem fór fram
á sama tíma í
Stokkhólmi, í 300 mílna
fjarlœgð.
HIMNASÝNIR SWEDENBORGS
Maðurinn, sem ég ætla að segja
ykkur frá, var doktor í heim-
speki, stærðfræðingur, eðlis-
fræðingur, stjömufræðingur,
lífferafræðingur, og sérfræðingur í málm-
vinnslu. Auk þess var hann uppfinningamaður
og hafði hugboð um margar nútímauppgötvan-
ir. f einu rita sinna, sem heitir Principia, kom
hann fram með kenningar um stjömuþoku,
sextíu og tveim ámm áður en La Place og
tuttugu og einu ári áður en Kant birtu skoðanir
sínar. Nægir það raunar eitt til þess að tryggja
honum tignarsæti í ríki vísinda og heimspeki.
Og það er þó ekki enn allt upp talið. Þessi mað-
ur var einnig ófreskur. Árið 1759 var hann
staddur í Gautaborg og sá fyrir sér stórbmna,
sem á sama tíma geisaði í Stokkhólmi í 300
mílna fjarlægð. Hann lýsti bmna þessum í smá-
atriðum, hverju húsi sem brann fyrir sig og
sendi þegar borgarstjóra Gautaborgar skýrslu
um atburðinn. Þótti þetta, eins og nærri má
geta, allkynlegt, en þó óx undmn manna enn
meir, er í ljós kom við rannsókn síðar, að lýsing
hans var algjörlega sannleikanum samkv'æm.
Maður þessi sá m.ö.o. í gegn um holt og hæðir,
þegar því var að skipta. Síðar taldi hann sig fjór-
um sinnum hafa ferðast inn í hinn andlega heim
og skrifaði langar og ítarlegar lýsingar á lífinu
eftir dauðann í rit sitt Leyndardómur himna og
fleiri bækur.
í nýjustu útgáfú ensku alfræðiorðabókarinnar
er honum ekki veitt minna rúm en sjálfúm Ein-
stein, svo sjá má af því, að hér fer enginn meðal-
maður; enda var hann, sökum ótrúlegrar þekk-
ingar, oft nefhdur „Aristoteles Norðurlanda".
Maður þessi var Svíinn Emanuel Swedenborg,
sem uppi var 1688-1772.
Fullnuma doktor
í heimspeki 22 ára
Emanuel Swedenborg fæddist í góðum
efnum. Faðir hans var biskup, vinur sænsku
konungsfjölskyldunnar, stórgáfaður og mikils
metinn maður. Móðir hans var hins vegar
ósköp venjuleg kona, hyggin og heiðarleg dótt-
ir námuforstjóra ríkisins. Við fæðingu drengsins
varð föður hans litið til himna og ákvað að
hann skyldi heita Emanuel, sem þýðir „Guð er
ÆVAR R, KVARAN
með oss“. En hin hagsýna móðir hafði meiri
áhuga á að vita hve mikið sveinn vó á voginni.
Að sið kirkjunnar manna var honum veitt
strangt uppeldi, sem lagði honum þungar
skyldur á herðar. Snemma fór að bera á óvenju-
legum gáfúm hans og sterkum persónuleika.
Um æsku sína segir hann hæversklega einhvers
staðar: „Ég lét í ijós hugsanir sem ollu fúrðu for-
eldra minna og sögðu þau stundum, að vissu-
lega töluðu englar af munni mínum.“
Englamir hafa víst haldið áfram að tala af
munni hans fram eftir æskuárum, því að aðeins
tuttugu og tveggja ára er hann orðinn fúllnuma
doktor í heimspeki við Uppsalaháskóla. Vildi
stundum bregða fýrir á þessum árum hroka
hins óþroskaða snillings í setningum eins og
þessum: „Þetta er staður UtUla tækiíæra; nám
mitt og rannsóknir eru aUs ekki metnar af þeim,
sem ættu að hvetja mig í þeim.“
Hann pakkaði því saman bókum sínum og
Iagði í reisu vestur yfir meginlandið um
HoUand, Frakkland og tU Englands. Frá Lundún-
um skrifar hann foreldrum sínum m.a.: „Ég stú-
dera Newton á hverjum degi og mig langar
rnjög tU þess að sjá hann og heyra.“ Og nokkr-
um vikum síðar skrifar hann: „Hvað viðvíkur
stjömuffæðinni, þá hef ég í henni tekið þeim
framfömm, að ég hef uppgötvað ýmislegt, sem
ég hygg að geti verið tU mikUla nota við það
nám. Ég hef þannig uppgötvað óbrigðula að-
ferð tU þess að ákvarða lengdargráðu á jörðinni
með aðstoð tunglsins..
Ómetanleg fróðleUtsfysn hans kenndi honum
4. TBL. 1989 VIKAN 45