Vikan


Vikan - 23.02.1989, Side 49

Vikan - 23.02.1989, Side 49
um mjalla? Hvað á fólk að halda, þegar það heyrir gáfaðan vísindamann, sem fengist hefur við rannsókn áþreifanlegra hluta segja þetta: ,AIér hefur verið leyft að heyra og sjá hluti í öðru lífi, sem furðulegir eru og enginn maður áður hefur þekkst'? Segir hann að skyggni sín hafi þroskast smám saman. í þrjú ár hefúr hann gengið gegnum þjáningarfúlia sáfarreynslu. Á þessu tímabiii hefúr hann hvað eftir annað legið í langan tíma í eins konar móki þar sem draumsýnir hafa birst honum í réttri röð. Hverf- ur hann í draumum þessum æ lengra inn í hinn andlega heim, þar til hann þykist fá svar við leyndardómnum mikla — ástandi sálarinnar eftir dauðann. Nútíma geðlæknar myndu sennUega segja, að hér hafi verið um kleyfhuga að ræða. Hinn ytri maður hélt áffam að vera rólyndur, hagsýnn og hefðbundinn í háttum sínum. í samræmi við stétt sína og stöðu var hann girtur sverði, bar duft á hár sitt og gekk með guUbúinn staf. En hið innra var flóð hinna fúrðulegustu hug- mynda, sem erfitt var fyrir aðra að henda reiður á. Stundum lyfti hann þessum hugmyndum upp í hæðir ljóðræns skáldskapar. Hér var ekki ein- ungis vísindamaður að verki, heldur dulspek- ingur, sem skyggndist of heima aUa. Aflt það, sem aðrir menn þóttust vita, sá hann nú í innri sýn. Sérhver hlutur í heimi náttúrunnar er endurspeglun sama hlutar í heimi andans Swedenborg sagði nú upp starfi sínu sem ráðgjafi við hinar konunglegu námur og sneri aftur að handritum sínum og ferðalögum. Hann ferðaðist í senn yfir lönd Evrópu og inn í hinn andlega heim sálarinnar. Hann skýrði ifá árangri þessara andlegu ferða sinna sem hann kvaðst hafa fengið skipun um ffá æðri máttar- völdum að skrifa um. Heimur sá er við lifúm i sagði Swedenborg að væri fjarri því að vera raunverulegur; hann væri aðeins tákn hins andlega. Líkt og mynda- styttan er einungis steinklæði skapandi hugsun- ar, sem fæðst hefúr í huga myndhöggvarans. Með sama hætti er mannslíkaminn aðeins klæðnaður sálarinnar. Því það er aðeins á líkam- lega sviðinu, sem hægt er að birta hinn skínandi svip andans ófúllkomnum skilningarvitum mannsins. Þetta er orsökin tU þess, að Guð tók á sig manniega mynd. Hann gerði það tU þess að sýna manninum, að hann væri guðiegrar ættar. Efhið er því aðeins tákn. En þareð effiið svar- ar í hverju atriði tU andans, þá geta vitrir menn og góðir öðlast skifning á heimi andans, þótt þeir séu í viðjum skilningarvita sinna. Því ekk- ert er til í náttúrunni, að sögn Swedenborgs, sem ekki endurspeglar uppruna sinn eða sál. Sérhver hlutur í heimi náttúrunnar er endur- speglun sama hlutar í heimi andans. AUar hug- myndir eru táknaðar með líkamlegum stað- reyndum. Allt á sér andlegar rætur — andlegt upphaf. í sæði trésins leynist lögun skógarins; í blóðrásinni alheimslögmál lífeins. Hin sífeUda hverfing fæðingar og dauða, upplausnar og endurnýjunar. Auk þess felst í hverjum hlut fúlikomið form þess sem hann er hiuti af. Þann- ig ieynist i sjódropanum lögun og efhi aUs hafeins. Eða í stuttu máli: Náttúran er öll í hinum minnsta hluta sínum. Við lifúm því hér og hrærumst sem litlir ai- heimar og berum með okkur og í okkur bæði himininn og heiminn, og þar af leiðandi einnig Guðsríki. En jafhvel þessi efnisheimur okktir var ekki skapaður af Guði í eitt skipti fyrir öU. Sköpun heimsins heldur stöðugt áffam undir sífeUdum áhrifúm ffá hinum andlega heimi. Sái einstakl- ingsins og alheimsins sameinast í sífeUu í líkam- anum í visku og kærleika. Gætum við beitt and- legri sýn okkar yrði okkur ljóst, að viskan og kærleikurinn eru hinar sönnu traustu máttar- stoðir tUverubyggingarinnar og að efhi þessa heims eru einungis gufústrókar, sem hverfa upp um reykháf. „Þetta er sannleikurinn um iífiö," sagði Swedenborg. Eftir að Swedenborg hafði gert grein fyrir duUfæðUegri kenningu sinni um alheiminn, sneri hann sér að guðffæði himnanna. Hann skrifaði margar bækur, sem varpa nýjum dýrð- arljóma yfir mynd Krists í samvisku mannsins. Taldi hann sig hafa fengið fyrirmæU æðri mátt- arvalda tU þess að endurtúlka Guðs orð, eins og það birtist í BibUunni. Og þegar „hið andlega ljós“ hafði opnað augu hans nægUega sneri hann sér að þessu verkefhi. Hélt hann því ffam, að Ritningin hefði engu síður andlega merkingu en bókstaflega, því hún fjaUaði jöfnum höndum um hinn andlega heim og hinn efhislega. Kirkjan hefði tekið Ritning- una og tímatal hennar bókstaflega. Þótt sögur Biblíunnar væru gerðar af efni rúms og tíma, holds, elds og jarðar, þá væru þær einungis að- ferð Guðs tU þess að láta í ljós eilífan sannlcika hinna andlegu sviða. Þannig væri Sköpunar- sagan til dæmis aðeins dæmfeaga. Sex dagar sköpunarinnar tákna þannig hin sex stig, sem maðurinn gengur í gegnum til að öðlast þekk- ingu kærleika og fúllkomnun í mynd Guðs. Fyrst skapaði guð fiska og fúgla. Þessar skepnur tákna fyrsta stig andlegs lífe, þar sem trúin er ríkjandi þáttur. Dýrin, sem næst koma, tákna þann þátt hins andlega lífe þar sem kærleUcur- inn er virkastur. Og að lokum kemur maðurinn, kóróna sköpunarverksins, hin endumýjaða sál, sem ekki einungis býr yfir trú og kærleika, held- ur einnig skilningnum. Ennffemur má ekki taka skilningstré góðs og ills í Edengarði í bókstaf- legum skilningi. Það er tákn veraldlegrar þekk- ingar og tUfinninganautnar. „En þess háttar fæða er hættuleg æðra lífi mannsins," sagði Swedenborg. Því fer fjarri að Jesús sé sonur Guðs ... Með svipuðum hætti áleit hann að margar kenningar kirkjunnar þyrfti að túlka á ný; og hann reyndi með djarfhuga einlægni að snúa trúarbrögðunum affur til foms einfaldleika. Þannig ræðir hann tU dæmis sérstaklega um bókstafekenningu Þrenningarinnar. Um það segir hann m.a.: „Því fer fjarri, að Jesús sé sonur Guðs og annar í röð þrenningarinnar; hann er sjálfúr Guð, hinn eini Guð, og túlkar afla Þrenn- inguna í persónu sinni.“ Swedenborg er andvíg- ur kenningu kalvínista um forlög, eða náðarút- valningu; segir hann að ffelsun mannsins liggi ekki í trú hans, heldur lvndiseinkunn og vilja hans tU að láta gott af sér leiða Eða með orðum Swedenborgs: „Líf það sem leiðir tU himnaríkis, liggur ekki í því að draga sig úr útheiminum, heldur að starfa í honum. GuðrækUegt lifemi án góðverka leiðir manninn jafn langt burt ffá himnum eins og það er almennt álitið leiða til himnarUds.“ Maðurinn á sem sagt að lifa starf- sömu lífi í þjóðfélaginu, en ekki bænarlífi í ein- rúmi. Þá telur Swedenborg það mesta bama- skap að trúa því, að Guð dragi anda mannsins til himna. Það er ástand innra mannsins, sem skapar honum eigið himnariki. Himinninn er innra með okkur, en ekki utan okkar. Það fer því enginn tU himna, sem ekki hefúr meðtekið þá dýrð í hjarta sitt. Hvað er þá þetta himnaríki, sem honum Vart við því að búast að menn á 18. öld botnuðu í uppdrætti að skipi sem ásamt áhöfn var ætlað að kafa undir yfirborð sjávar og gæti þannig valdið óvinaflota tjóni Hugur Swedenborgs opnast eins og eggjaskurn og sólbirta annars heims brýst fram ... honum var hleypt inn í þá veröld sem tekur við eftir dauðann. Aðeins líða nokkrir dagar eftir dauða líkamans þar til maðurinn fer inn í annan heim ... Þegar andinn fer að venjast umhverfi sínu og gera sér greinfyrir dauða sínum þá bregður mörgum í brún. 4. TBL.1989 VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.