Vikan


Vikan - 23.02.1989, Page 61

Vikan - 23.02.1989, Page 61
Situr þá elclci kötturinn þarna og starir á okkur með vanþóknunarsvip Að afklæðast fyrir ástarleik getur verið vandræðalegt í meira lagi, jafrtvel þótt báðir aðilar séu því samþykkir, þora að viðurkenna að þeir séu það og eru í undirfatnaði með frönskum rennilás. Að afklæðast eða vera afklæddur er efiniviður í góðan brandara. Hugsið ykkur bara atriðið í Fatal Attraction þegar Michael Douglas með Glenn Close áfasta hoppar um á annarri löpp- inni og reynir í örvæntingu að losa sig við buxurnar, sem eru vafðar um ökkl- ana á honum, með hinni. Kvikmyndin sannaði hversu fáránlegt það getur verið að rífa sig úr fötunum — fyr- ir hlutlausan áhorfanda. Og það er einmitt það sem er að beltum eftir þekkta hönnuði, níðþröngum sokkabuxum, vel lokuðum en um leið vel földum krókum á kjólnum. Allt þetta leggst á eitt um að gera athöfnina að afklæðast eins og tímasprengja; ekki vegna líkamlegra óþæginda heldur vegna þess að eitt augnablik gætum við orðið hlutlaus áhorfandi! Við stoppum andartak, horfum í kringum okkur, og gerum okkur allt í einu grein fyrir því að við höfúm verið að gefa frá okkur undarleg hljóð og kannski situr kötturinn og starir á okkur með vanþóknun í svipnum. Dansspor kynlífsins eru ekki bara tangó og rúmba — þau líkjast meir watusi. Fötin falla ekki eða bráðna af manni eins og þau gera (oftast) í kvikmyndunum. Þau vefjast um hálsinn á manni eða festast í eyrnalokk- unum. Þú rífur hann úr Boss skyrtunni til þess eins að komast að því að enn eru erma- hnapparnir hnepptir. Karlmenn eru nokkuð fljótir að gera sér grein fyrir þessu vandamáli og búa sig und- ir það. Þeir æfa sig til að komast að mestu hjá því. Á kynþroskaaldrinum æfa þeir sig t.d. í að ná brjósthaldara systur sinnar, sem þeir hafa hnuplað í þessum tilgangi, af vilj- ugu — en kannski ekki mjög vel vöxnu — stólbaki. Því hafa tilfmningarþeirra kannski verið blendnar þegar brjóstahaldarar sem opnast að framan komu á markaðinn, því þar með fór áralöng hátæknileg þjálfún þeirra fyrir lítið - og þeim bara rétt góssið fyrirhafharlaust upp í hendurnar. Nýju smellurnar hafa því komið mörgum mann- inum á óvart. Ný kona er komin inn í líf hans og henni hefúr veirð boðið út að borða, eins og þykir tilheyra. Á eftir ætlar hann að sýna henni enn frekar að hann kann sig — en tekst að klúðra öllu á þeim 15 mínútum sem hann er að fltla í örvæntingu við bakið á henni; togar, snýr, dregur yfir öxlina til að athuga aðstæður, þar til fórnarlambið gefst að lokum upp og stynur: „Hún er að framan, asninn þinn!“ En ef karlmönnum flnnst erfitt að opna vel gerðar smellur Maidenform brjósta- haldara, þá ættu þeir að reyna að setja sig í spor nútímakonunnar: Að opna buxna- klauf hnepptu Levi gallabuxnanna hans í stærð 32X32 sem búið er að láta hlaupa, er meira en að segja það. Karlmenn ættu að gera sér grein fyrir því að þannig buxur eru ekki vinsælar. Eitt dæmi frá konu sem lenti í þessu segir sína sögu: „Þegar þumalputtinn á mér var næst- um kominn úr lið, þá varð ég að lokum að setjast klofvega yfir manninn og glíma á lít- ið nærgætinn hátt við klaufina þar til mér tókst á einhvern hátt að opna hana. Þar með breyttist hugarástandið ffá því að vera seiðandi yfir í eins konar glímukeppni. Og ef ég hefði ekki verið svona fúl yfir þessum klæðnaði og þess í stað farið að hugsa út í hvað ég var að gera þá hefði ég sprungið úr hlátri." Jafnvel saklausustu íþróttasokkar geta skapað vandræði: Hún var búin að afklæða hann alveg niður að sokkum, þegar sá á vinstra fæti festist á milli ökkla og hæls, þannig að ekki var nokkur leið að losa hann á fínlegan hátt. Þess í stað varð hún að toga í tána þar til sokkurinn var orðinn hálfur metri á lengd. Að lokum losnaði hann þeg- ar herrann sparkaði duglega frá sér þannig að hún þeyttist út á gólf. í annað skipti var hún að reyna að draga hann úr níðþröngum bol — og auðvitað endaði það með því að höfúð hans og oln- bogar voru föst í eins konar bómullar- böggli, því það var sarna hvort þau voru á hnjánum eða standandi þá var hann alltaf það miklu hærri en hún að hún gat ekki togað bolinn af honum. Og það sem verra var; hún fór að skellihlæja þegar hann kom með nokkur góð ráð innan úr bolnum og hún sá litla holu í bómullinni þar sem munnur hans var, sem sogaðist inn og út um leið og hann talaði. Að lokum dró hann fltkina af sér, gaf henni smá olnboga- skot í augað um leið og síðan héldu þau áfram með það sem þau voru byrjuð á. Svo er það niálið með „gúmmísokkinn". Þá er það ekki atriði að flýta sér að afklæð- ast heldur að flýta sér að klæðast... Það er eiginlega mesta frirða aö fólk skuli nenna að standa í þessu ... Spaugilega hliðin ó því að afklœðast fyrir óstarleik 4. TBL. 1989 VIKAN 59

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.